Um er að ræða fyrstu fegurðarsamkeppni karla hér á landi í tólf ár og hafa þremenningarnir lagt gríðarlega mikla vinnu á sig síðustu mánuði, alveg frá áramótum.
Sjá nánar:Herra Brennslan verður í beinni á Vísi: „Eitthvað við þetta andlit sem dáleiðir konur“
Í keppninni verður öllu tjaldað til. Keppninni verður lýst af fagfólki og einnig hefur verið mynduð dómnefnd. Keppendur koma fram á sundfötum og síðan í kvöldklæðnaði.
Dómarar eru Manúela Ósk Harðardóttir, Sindri Sindrason, Unnur Kristín Óladóttir, Margrét Gnarr og Rúrik Gíslason.
Neðst í fréttinni má horfa á beina útsendingu sem hefst um klukkan níu.
Við hvetjum lesendur síðan til að taka þátt í netkosningunni hér fyrir neðan þar en netstrákurinn er valinn af lesendum Vísis og hlustendum FM957.
Taktu þátt - Hver er Netstrákurinn?
Dómnefnd mun skera úr um hvaða keppandi fer með sigur af hólmi og verður hægt að fylgjast með þessu öllu hér í beinu útsendingunni.
Uppfært kl.9.45:
Keppninni er lokið. Ríkharð Óskar var valinn Herra Brennslan 2019 og Vísisdrengurinn. Kjartan Atli var valinn Veet-strákurinn og Hjörvar Brennslukroppurinn.
Upptaka af keppninni verður aðgengileg hér á Vísi innan skamms.