Tónlistarhátíð í Hörpu í maí með helstu listamönnum þjóðarinnar Stefán Árni Pálsson skrifar 12. apríl 2019 16:30 Frábærir listamenn koma fram í Hörpunni. Helstu listamenn þjóðarinnar koma fram á tónlistarhátíð í Hörpu heila helgu undir lok maímánaðar. Hátíðin ber nafnið Klapp og verða bæði kvöldin í Eldborgarsalnum. Þetta er í fyrsta skiptið sem sambærilegir tónleikar eru haldnir í Eldborg en miðasalan fór af stað í gær á tix.is. „Upphaflega hugmyndin var að búa til viðburð þar sem færir tökumenn gætu tekið upp tónleika með þeim sveitum sem við störfum fyrir sem myndu nýtast sem einskonar nafnspjald til bókara hérlendis og erlendis og auðvitað skapa menningarverðmæti í leiðinni. Sú hugmynd var fljót að vinda upp á sig og erum við ótrúlega spennt yfir því að halda tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu 24. og 25. maí,“ segir Árni Hrafn Kristmundsson, tónleikahaldari og umboðsmaður. „Það er gaman að geta gefið þessu æðislega listafólki sem við störfum fyrir kost á að spila í eins vel útbúnum sal og Eldborg er. Þar er allt tæknilega upp á tíu og möguleikarnir endalausir. Okkur hlakkar mikið til að vinna með hverjum og einum listamanni að sviðsetningunni og viljum við að tónleikarnir verði eins fjölbreyttir og atriðin eru mörg.“Sveitirnar leiða saman hesta sína á tveimur kvöldum en hver sveit spilar í u.þ.b. 20-30 mínútur. Fyrra kvöldið er með poppaðara ívafi þar sem mörg þekktustu nöfn poppsenunnar koma fram þar sem einna helst má nefna JóaPé x Króla, Bríet, Úlf Úlf og Daða Frey. Hljómsveitirnar eiga svo seinna kvöldið þar sem Moses Hightower, Valdimar og Warmland koma fram svo dæmi séu tekin. „Það verður stór LED skjár á sviðinu og hvetjum við listafólkið að nýta það sem opinn striga til að skapa myndheim í kring um tónlistina. Myndefni á tónleikum er allt annað listform sem þjónar að mörgu leiti svipuðum tilgangi og tónlistarmyndbönd.“ Dagskráin á hvoru kvöldi:Föstudagskvöldið 24. maíJóiPé x Króli Frid Daði Freyr Cell7 Bríet GDRN Úlfur ÚlfurLaugardagskvöldið 25. maíMoses Hightower Tómas Jónsson Salka og Sólkerfið Warmland Valdimar Elísabet Ormslev iamhelgi Reykjavík Tónlist Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Sjá meira
Helstu listamenn þjóðarinnar koma fram á tónlistarhátíð í Hörpu heila helgu undir lok maímánaðar. Hátíðin ber nafnið Klapp og verða bæði kvöldin í Eldborgarsalnum. Þetta er í fyrsta skiptið sem sambærilegir tónleikar eru haldnir í Eldborg en miðasalan fór af stað í gær á tix.is. „Upphaflega hugmyndin var að búa til viðburð þar sem færir tökumenn gætu tekið upp tónleika með þeim sveitum sem við störfum fyrir sem myndu nýtast sem einskonar nafnspjald til bókara hérlendis og erlendis og auðvitað skapa menningarverðmæti í leiðinni. Sú hugmynd var fljót að vinda upp á sig og erum við ótrúlega spennt yfir því að halda tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu 24. og 25. maí,“ segir Árni Hrafn Kristmundsson, tónleikahaldari og umboðsmaður. „Það er gaman að geta gefið þessu æðislega listafólki sem við störfum fyrir kost á að spila í eins vel útbúnum sal og Eldborg er. Þar er allt tæknilega upp á tíu og möguleikarnir endalausir. Okkur hlakkar mikið til að vinna með hverjum og einum listamanni að sviðsetningunni og viljum við að tónleikarnir verði eins fjölbreyttir og atriðin eru mörg.“Sveitirnar leiða saman hesta sína á tveimur kvöldum en hver sveit spilar í u.þ.b. 20-30 mínútur. Fyrra kvöldið er með poppaðara ívafi þar sem mörg þekktustu nöfn poppsenunnar koma fram þar sem einna helst má nefna JóaPé x Króla, Bríet, Úlf Úlf og Daða Frey. Hljómsveitirnar eiga svo seinna kvöldið þar sem Moses Hightower, Valdimar og Warmland koma fram svo dæmi séu tekin. „Það verður stór LED skjár á sviðinu og hvetjum við listafólkið að nýta það sem opinn striga til að skapa myndheim í kring um tónlistina. Myndefni á tónleikum er allt annað listform sem þjónar að mörgu leiti svipuðum tilgangi og tónlistarmyndbönd.“ Dagskráin á hvoru kvöldi:Föstudagskvöldið 24. maíJóiPé x Króli Frid Daði Freyr Cell7 Bríet GDRN Úlfur ÚlfurLaugardagskvöldið 25. maíMoses Hightower Tómas Jónsson Salka og Sólkerfið Warmland Valdimar Elísabet Ormslev iamhelgi
Reykjavík Tónlist Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Sjá meira