Sebastian: Ekki hægt að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og búast við annarri niðurstöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2019 13:30 Björgvin Páll varði aðeins fimm skot gegn Norður-Makedóníu. vísir/eyþór Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, er á því að Guðmundur Guðmundsson hafi gert rétt þegar hann skipti um markvarðapar fyrir seinni leikinn gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020. Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson náðu sér ekki á strik í tapinu fyrir Norður-Makedóníu, 33-34, á miðvikudaginn. Guðmundur skipti þeim út og Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson munu verja mark Íslands í Skopje á sunnudaginn. „Mér finnst þetta rétt ákvörðun. Við höfum engu að tapa. Mér finnst allt í lagi að ýta við hinum tveimur og vonandi svara þeir með frábærri frammistöðu. Getan er til staðar,“ sagði Sebastian í samtali við Vísi í dag. Ágúst Elí hefur farið á síðustu tvö stórmót en leikurinn á sunnudaginn verður fyrsti keppnisleikur Viktors Gísla með landsliðinu.Viktor Gísli fær stórt tækifæri í Skopje á sunnudaginn.vísir/báraVonandi sýna þeir að þetta var ekki góð ákvörðun„Ágúst átti frábæra innkomu á HM og ég hefði viljað sjá hann í hóp á miðvikudaginn. Það er búið að tala lengi um Viktor Gísla sem framtíðarmarkvörð. Ef drengurinn ætlar í atvinnumennsku er þetta góð eldskírn. Ég hef spilað í Makedóníu og það er erfitt en mjög skemmtilegt,“ sagði Sebastian og bætti við að Ágúst Elí myndi að öllum líkindum byrja leikinn á sunnudaginn. Björgvin Páll hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins í rúman áratug og Aron Rafn hefur farið á sex stórmót með því. „Það er búið að reyna þetta frekar lengi með misjöfnum árangri. Það versta sem gerist er að tilraunin mistekst,“ sagði Sebastian. „Ég fagna allavega breytingunni. Eitthvað þurfti að gera. Það er ekki hægt að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og búast við annarri niðurstöðu. Vonandi hysja hinir upp um sig buxurnar og sýna að þetta var ekki góð ákvörðun. Ef ég væri þeir væri ég foxillur og gæti ekki beðið eftir því að spila næsta leik.“ Tomas Svensson hefur verið í þjálfarateymi íslenska liðsins síðan Guðmundur tók við því í fyrra. Sebastian segist eiga erfitt með að tjá sig um störf sænska markvarðaþjálfarans. „Ég get eiginlega ekki tjáð mig um það. Kannski er hann að vinna toppvinnu sem skilar sér ekki inn á völlinn. Ég efast ekki um að maðurinn er fær,“ sagði Sebastian.Sebastian er þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar.vísir/vilhelmFá á sig óþarfa mörk Sem þrautreyndum markverði fannst honum erfitt að horfa á Norður-Makedóna skora úr nánast hverju einasta skoti sem fór á íslenska markið á miðvikudaginn. „Mér finnst þeir stundum fá á sig óþarfa mörk. Hægri hornamaðurinn hjá Norður-Makedóníu [Goce Georgievski] skaut t.a.m. alltaf á nærstöngina og skoraði. Manni er ungum kennt að ef leikmaður setur boltann tvisvar á sama stað prófarðu eitthvað annað næst. Þú þarft að bregðast við,“ sagði Sebastian. „Í langskotum fara þeir stundum í rétt horn en boltinn fer samt inn. Það er eins og það vanti smá greddu,“ bætti hann við. Leikur Norður-Makedóníu og Íslands á sunnudaginn hefst klukkan 18:00. Ísland mætir svo Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppninni í júní. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Ísland teflir fram nýju markvarðapari í seinni leiknum gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn. 11. apríl 2019 16:24 Fyrsta tapið í keppnisleik á heimavelli í 13 ár Eftir 22 keppnisleiki án taps í Laugardalshölli beið íslenska liðið loks lægri hlut fyrir Norður-Makedóníu í gær. 11. apríl 2019 11:00 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27 Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13 Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, er á því að Guðmundur Guðmundsson hafi gert rétt þegar hann skipti um markvarðapar fyrir seinni leikinn gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020. Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson náðu sér ekki á strik í tapinu fyrir Norður-Makedóníu, 33-34, á miðvikudaginn. Guðmundur skipti þeim út og Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson munu verja mark Íslands í Skopje á sunnudaginn. „Mér finnst þetta rétt ákvörðun. Við höfum engu að tapa. Mér finnst allt í lagi að ýta við hinum tveimur og vonandi svara þeir með frábærri frammistöðu. Getan er til staðar,“ sagði Sebastian í samtali við Vísi í dag. Ágúst Elí hefur farið á síðustu tvö stórmót en leikurinn á sunnudaginn verður fyrsti keppnisleikur Viktors Gísla með landsliðinu.Viktor Gísli fær stórt tækifæri í Skopje á sunnudaginn.vísir/báraVonandi sýna þeir að þetta var ekki góð ákvörðun„Ágúst átti frábæra innkomu á HM og ég hefði viljað sjá hann í hóp á miðvikudaginn. Það er búið að tala lengi um Viktor Gísla sem framtíðarmarkvörð. Ef drengurinn ætlar í atvinnumennsku er þetta góð eldskírn. Ég hef spilað í Makedóníu og það er erfitt en mjög skemmtilegt,“ sagði Sebastian og bætti við að Ágúst Elí myndi að öllum líkindum byrja leikinn á sunnudaginn. Björgvin Páll hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins í rúman áratug og Aron Rafn hefur farið á sex stórmót með því. „Það er búið að reyna þetta frekar lengi með misjöfnum árangri. Það versta sem gerist er að tilraunin mistekst,“ sagði Sebastian. „Ég fagna allavega breytingunni. Eitthvað þurfti að gera. Það er ekki hægt að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og búast við annarri niðurstöðu. Vonandi hysja hinir upp um sig buxurnar og sýna að þetta var ekki góð ákvörðun. Ef ég væri þeir væri ég foxillur og gæti ekki beðið eftir því að spila næsta leik.“ Tomas Svensson hefur verið í þjálfarateymi íslenska liðsins síðan Guðmundur tók við því í fyrra. Sebastian segist eiga erfitt með að tjá sig um störf sænska markvarðaþjálfarans. „Ég get eiginlega ekki tjáð mig um það. Kannski er hann að vinna toppvinnu sem skilar sér ekki inn á völlinn. Ég efast ekki um að maðurinn er fær,“ sagði Sebastian.Sebastian er þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar.vísir/vilhelmFá á sig óþarfa mörk Sem þrautreyndum markverði fannst honum erfitt að horfa á Norður-Makedóna skora úr nánast hverju einasta skoti sem fór á íslenska markið á miðvikudaginn. „Mér finnst þeir stundum fá á sig óþarfa mörk. Hægri hornamaðurinn hjá Norður-Makedóníu [Goce Georgievski] skaut t.a.m. alltaf á nærstöngina og skoraði. Manni er ungum kennt að ef leikmaður setur boltann tvisvar á sama stað prófarðu eitthvað annað næst. Þú þarft að bregðast við,“ sagði Sebastian. „Í langskotum fara þeir stundum í rétt horn en boltinn fer samt inn. Það er eins og það vanti smá greddu,“ bætti hann við. Leikur Norður-Makedóníu og Íslands á sunnudaginn hefst klukkan 18:00. Ísland mætir svo Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppninni í júní.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Ísland teflir fram nýju markvarðapari í seinni leiknum gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn. 11. apríl 2019 16:24 Fyrsta tapið í keppnisleik á heimavelli í 13 ár Eftir 22 keppnisleiki án taps í Laugardalshölli beið íslenska liðið loks lægri hlut fyrir Norður-Makedóníu í gær. 11. apríl 2019 11:00 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00 Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27 Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13 Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Ísland teflir fram nýju markvarðapari í seinni leiknum gegn Norður-Makedóníu á sunnudaginn. 11. apríl 2019 16:24
Fyrsta tapið í keppnisleik á heimavelli í 13 ár Eftir 22 keppnisleiki án taps í Laugardalshölli beið íslenska liðið loks lægri hlut fyrir Norður-Makedóníu í gær. 11. apríl 2019 11:00
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Makedónía 33-34 | Hörmulegt handrit í höllinni Ótrúlegar lokasekúndur urðu strákunum að falli í Laugardalshöllinni í kvöld. Ýmis vandamál steðja þó að íslenska liðinu þessa stundina. 10. apríl 2019 23:00
Guðjón Valur: Aron fór á kostum og leiðinlegt að nýta það ekki Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði, var svekktur með tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:27
Guðmundur: Ég hef áhyggjur af markvörslunni í íslenska landsliðinu Guðmundur Guðmundsson var niðurbrotinn eftir ótrúlegt tap Íslands gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld. 10. apríl 2019 22:13
Aron: Verður ekki verra Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld. 10. apríl 2019 22:43