Stefnt að fundi með pólsku skipasmíðastöðinni í næstu viku Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. apríl 2019 11:51 Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi Vegagerðin Fulltrúar Vegagerðarinnar stefna að fundi með forsvarsmönnum pólsku skipasmíðastöðvarinnar í næstu viku þar sem reynt verður að ná samningum um afhendingu nýs Herjólfs. Meðal þess sem verður rætt eru dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á smíði skipsins og mögulega afhendingardagsetningu en eins og staðan er í dag er óljót hvenær skipið verður afhent. Eins og greint hefur verið frá hefur koma nýrrar farþegaferju milli lands og Eyja dregist óhóflega og alls óljóst hvenær hún kemur til landsins. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja upplýsti á fundi bæjarstjórnar í gær að fulltrúar Vegagerðarinnar stefndu að fundi með forsvarsmönnum skipasmíðastöðvarinnar Christ S.A. um loka uppgjör vegna smíði ferjunnar eftir helgi. Stefán Erlendsson, lögfræðingur Vegagerðarinnar segir að fundað verði ytra þar sem dagsektir Vegagerðarinnar verð ræddar og þá hvenær ferjan verði mögulega afhent. Dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á afhendingu skipsins námu í síðar hluta mars um tvö hundruð milljónum króna og hafa reiknast frá miðjum janúar.Sjá einnig:Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Deilt er um viðbótarreikning vegna smíði ferjunnar upp á ríflega 1,2 milljarða en upphaflega átti að afhenta skipið í september í fyrra. Skipasmíðastöðin útskýrir reikninginn vegna breytinga sem gerðar voru á skipinu á meðan á verkferlinu stóð og snúa meðal annars að því að upphaflegar teikningar hafi verið rangar og að lengja hafi þurft skipið. Upphæðin á viðbótarreikningnum nemur nærri þriðjungi af heildar verði skipsins.Sjá einnig:Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Íbúar í Vestmannaeyjum eru óþreyjufullir þar sem samgöngur milli lands og Eyja eru ekki eins og best verði á kostið annars vegar vegna seinkunnar ferjunnar sem og vegna seinkunar með dýpkun Landeyjahafnar.Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi MárÓþreyju í Vestmannaeyjum eftir nýrri ferju „Já. Við viljum auðvitað fara fá skipið en við vonumst til þess að það sé einhver gangur í þessu og að Vegagerði klári þessa samninga sem fyrst við pólsku skipasmíðastöðina svo við getum fengið að sigla þessu glæsilega skipi hingað til Eyja,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris segir gamla Herjólf vel geta haldið uppi þjónustu og siglt sjö ferðir en að skipið sé orðið gamalt og henti illa þeirri siglingaleið sem skipið á að sigla inn í Landeyjarhöfn. „Það sem er alvarlegast í þessu er staðan á dýpkuninni inn í Landeyjahöfn. Við gætum verið að sigla í höfnina á gamla skipinu, segir Íris. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í lokauppgjöri á nýjum Herjólfi. Óljóst með afhendingu. Umboðsmaður Crist segir málið með ólíkindum. 8. apríl 2019 07:15 Áfram er þörf á að dýpka Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn. 10. apríl 2019 07:45 Fulltrúar Vegagerðarinnar halda til viðræðna í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til viðræðna um lokauppgjör vegna smíði á nýjum Herjólfi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar greindi frá þessu á bæjarstjórnarfundi í kvöld. 11. apríl 2019 21:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Fulltrúar Vegagerðarinnar stefna að fundi með forsvarsmönnum pólsku skipasmíðastöðvarinnar í næstu viku þar sem reynt verður að ná samningum um afhendingu nýs Herjólfs. Meðal þess sem verður rætt eru dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á smíði skipsins og mögulega afhendingardagsetningu en eins og staðan er í dag er óljót hvenær skipið verður afhent. Eins og greint hefur verið frá hefur koma nýrrar farþegaferju milli lands og Eyja dregist óhóflega og alls óljóst hvenær hún kemur til landsins. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja upplýsti á fundi bæjarstjórnar í gær að fulltrúar Vegagerðarinnar stefndu að fundi með forsvarsmönnum skipasmíðastöðvarinnar Christ S.A. um loka uppgjör vegna smíði ferjunnar eftir helgi. Stefán Erlendsson, lögfræðingur Vegagerðarinnar segir að fundað verði ytra þar sem dagsektir Vegagerðarinnar verð ræddar og þá hvenær ferjan verði mögulega afhent. Dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á afhendingu skipsins námu í síðar hluta mars um tvö hundruð milljónum króna og hafa reiknast frá miðjum janúar.Sjá einnig:Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Deilt er um viðbótarreikning vegna smíði ferjunnar upp á ríflega 1,2 milljarða en upphaflega átti að afhenta skipið í september í fyrra. Skipasmíðastöðin útskýrir reikninginn vegna breytinga sem gerðar voru á skipinu á meðan á verkferlinu stóð og snúa meðal annars að því að upphaflegar teikningar hafi verið rangar og að lengja hafi þurft skipið. Upphæðin á viðbótarreikningnum nemur nærri þriðjungi af heildar verði skipsins.Sjá einnig:Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Íbúar í Vestmannaeyjum eru óþreyjufullir þar sem samgöngur milli lands og Eyja eru ekki eins og best verði á kostið annars vegar vegna seinkunnar ferjunnar sem og vegna seinkunar með dýpkun Landeyjahafnar.Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi MárÓþreyju í Vestmannaeyjum eftir nýrri ferju „Já. Við viljum auðvitað fara fá skipið en við vonumst til þess að það sé einhver gangur í þessu og að Vegagerði klári þessa samninga sem fyrst við pólsku skipasmíðastöðina svo við getum fengið að sigla þessu glæsilega skipi hingað til Eyja,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris segir gamla Herjólf vel geta haldið uppi þjónustu og siglt sjö ferðir en að skipið sé orðið gamalt og henti illa þeirri siglingaleið sem skipið á að sigla inn í Landeyjarhöfn. „Það sem er alvarlegast í þessu er staðan á dýpkuninni inn í Landeyjahöfn. Við gætum verið að sigla í höfnina á gamla skipinu, segir Íris.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í lokauppgjöri á nýjum Herjólfi. Óljóst með afhendingu. Umboðsmaður Crist segir málið með ólíkindum. 8. apríl 2019 07:15 Áfram er þörf á að dýpka Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn. 10. apríl 2019 07:45 Fulltrúar Vegagerðarinnar halda til viðræðna í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til viðræðna um lokauppgjör vegna smíði á nýjum Herjólfi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar greindi frá þessu á bæjarstjórnarfundi í kvöld. 11. apríl 2019 21:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í lokauppgjöri á nýjum Herjólfi. Óljóst með afhendingu. Umboðsmaður Crist segir málið með ólíkindum. 8. apríl 2019 07:15
Áfram er þörf á að dýpka Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn. 10. apríl 2019 07:45
Fulltrúar Vegagerðarinnar halda til viðræðna í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til viðræðna um lokauppgjör vegna smíði á nýjum Herjólfi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar greindi frá þessu á bæjarstjórnarfundi í kvöld. 11. apríl 2019 21:34