Eigendur PSG kanna möguleikann á að kaupa enskt félag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 10:30 Kylian Mbappe og Thiago Silva fagna marki hjá Paris Saint-Germain liðinu. Getty/Xavier Laine Eigendur franska stórliðsins Paris Saint Germain hafa eytt gríðarlegum fjármunum í að byggja upp liðið sitt í París en nú eru þeir farnir að horfa til Englands samkvæmt nýjustu fréttum frá Frakklandi. Franskir fjölmiðlar hafa orðað eigendur PSG við lið eins og Aston Villa, Nottingham Forest eða Queens Park Rangers. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, er sagður hafa mikinn á áhuga á því að fjárfesta í félagi í ensku b-deildinni. Markmiðið er síðan að byggja upp stórveldi eins og í Frakklandi. Eftir að þeir eignuðust Paris Saint Germain hefur liðið haft mikla yfirburði í franska boltanum. Liðið er nú langt komið með að vinna sjötta titilinn í röð og þá hefur PSG keypt stórstjörnur eins og Neymar og Kylian Mbappe fyrir metfé. Árangur í Meistaradeildinni lætur bíða eftir sér en heima fyrir raða þeir inn titlunum.The owners of Paris St-Germain are investigating the possibility of buying an English clubhttps://t.co/FazRXOG0qk — Telegraph Football (@TeleFootball) April 11, 2019Þau félög sem komast inn á borðið hjá Nasser Al-Khelaifi og félögum eru lið í ensku b-deildinni sem ættu að geta átt bjarta framtíð og hafa einnig stóran stuðningsmannakjarna. Aston Villa er stærsta félagið í næststærstu borg England og Villa var bæði eitt af stofnfélögum ensku deildarinnar (1888) og ensku úrvalsdeildarinnar (1992). Nottingham Forest er gamalt stórveldi frá dögum Brian Clough, varð meðal annars enskur meistari 1978 og vann svo Evrópukeppni meistaraliða næstu tvö ár á eftir (1979 og 1980). Forest hefur hins vegar ekki spilað í efstu deild í tuttugu ár eða síðan 1998-99 tímabilið. Queens Park Rangers er öflugt félag í London sem var síðast í úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15 en það eru aftur á móti liðin meira en tuttugu ár síðan QPR var síðasta lengur en tvö tímabil í deild þeirra bestu. Kínversku eigendurnir hjá Wolverhampton Wanderers eru ákveðin fyrirmynd en þeir hafa heldur betur endurvakið Úlfanna og í raun vakið upp „sofandi risa“ ef marka má frammistöðu nýliðanna á fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Reglur UEFA banna aftur á móti það að sömu eigendur geti vrið með tvö félög í Evrópukeppni. Þetta væri ekki vandmál til að byrja með en gæti búið til vesen takist eigendut PSG að vekja fyrrnefna sofandi risa og koma þeim í Evrópukeppni. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Sjá meira
Eigendur franska stórliðsins Paris Saint Germain hafa eytt gríðarlegum fjármunum í að byggja upp liðið sitt í París en nú eru þeir farnir að horfa til Englands samkvæmt nýjustu fréttum frá Frakklandi. Franskir fjölmiðlar hafa orðað eigendur PSG við lið eins og Aston Villa, Nottingham Forest eða Queens Park Rangers. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, er sagður hafa mikinn á áhuga á því að fjárfesta í félagi í ensku b-deildinni. Markmiðið er síðan að byggja upp stórveldi eins og í Frakklandi. Eftir að þeir eignuðust Paris Saint Germain hefur liðið haft mikla yfirburði í franska boltanum. Liðið er nú langt komið með að vinna sjötta titilinn í röð og þá hefur PSG keypt stórstjörnur eins og Neymar og Kylian Mbappe fyrir metfé. Árangur í Meistaradeildinni lætur bíða eftir sér en heima fyrir raða þeir inn titlunum.The owners of Paris St-Germain are investigating the possibility of buying an English clubhttps://t.co/FazRXOG0qk — Telegraph Football (@TeleFootball) April 11, 2019Þau félög sem komast inn á borðið hjá Nasser Al-Khelaifi og félögum eru lið í ensku b-deildinni sem ættu að geta átt bjarta framtíð og hafa einnig stóran stuðningsmannakjarna. Aston Villa er stærsta félagið í næststærstu borg England og Villa var bæði eitt af stofnfélögum ensku deildarinnar (1888) og ensku úrvalsdeildarinnar (1992). Nottingham Forest er gamalt stórveldi frá dögum Brian Clough, varð meðal annars enskur meistari 1978 og vann svo Evrópukeppni meistaraliða næstu tvö ár á eftir (1979 og 1980). Forest hefur hins vegar ekki spilað í efstu deild í tuttugu ár eða síðan 1998-99 tímabilið. Queens Park Rangers er öflugt félag í London sem var síðast í úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15 en það eru aftur á móti liðin meira en tuttugu ár síðan QPR var síðasta lengur en tvö tímabil í deild þeirra bestu. Kínversku eigendurnir hjá Wolverhampton Wanderers eru ákveðin fyrirmynd en þeir hafa heldur betur endurvakið Úlfanna og í raun vakið upp „sofandi risa“ ef marka má frammistöðu nýliðanna á fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Reglur UEFA banna aftur á móti það að sömu eigendur geti vrið með tvö félög í Evrópukeppni. Þetta væri ekki vandmál til að byrja með en gæti búið til vesen takist eigendut PSG að vekja fyrrnefna sofandi risa og koma þeim í Evrópukeppni.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Sjá meira