Fjárfestum í fólki Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 12. apríl 2019 07:00 Veikindi tengd kulnun og streitu hafa aukist verulega á undanförnum árum með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinga og samfélagið allt. Við þessu verður að bregðast með forvörnum og með því að tryggja fólki hvíld. Fimmti hver starfsmaður í opinbera geiranum í Svíþjóð er með kulnunar- eða streitueinkenni. Hér á landi skortir yfirsýn en engin ástæða er til að ætla að aðstæður séu aðrar hér. Stóraukin ásókn sjúkrasjóði stéttarfélaga ber þess merki. Oftast má rekja kulnun og sjúklega streitu í starfi til aðstæðna á vinnustað þar sem álagið er of mikið og kröfur sem gerðar eru til starfsfólks eru óljósar. Algengt er að vaktavinnufólk treysti sér í ekki til að vinna fullt starf. Þar spilar líka inn í álag sem fylgir vaktavinnu. Þeir vinnustaðir sem tóku þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg og ríkinu hafa samhliða farið yfir stjórnun verkefna og tímastjórnun. Niðurstaðan er skýr – með styttingu vinnuvikunnar dregur úr streitueinkennum, einkennum kulnunar og almennt dregur úr veikindafjarveru. Þá á fólk auðveldara með að samþætta fjölskyldu- og atvinnulíf. Á samanburðarvinnustöðum sem ekki hafa stytt vinnuvikuna upplifir fólk þvert á móti hvernig streita og einkenni kulnunar halda áfram að aukast á sama tíma og erfiðara er að samþætta fjölskyldulífið við vinnuna. Í heilbrigðiskerfinu byggir þjónustan á bestu mögulegu vísindarannsóknum. Hvers vegna ættum við ekki að gera sömu kröfur þegar kemur að starfsfólki og vinnuaðstöðu? Það þarf að tryggja starfsfólki aðstæður svo það geti unnið vinnuna sína og þannig hámarkað gæði þjónustunnar. Við eigum ekki að sætta okkur við vinnuumhverfi sem leiðir til veikinda fólks eða áralangrar óvinnufærni. Það hefur ekki eingöngu áhrif á einstaklinginn sem fyrir því verður heldur er það kostnaðarsamt fyrir vinnustaðinn og samfélagið allt. Með því að grípa til viðeigandi forvarna og stytta vinnuvikuna axla atvinnurekendur ábyrgð á vandanum og stuðla að auknum lífsgæðum – öllum til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sonja Ýr Þorbergsdóttir Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Veikindi tengd kulnun og streitu hafa aukist verulega á undanförnum árum með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinga og samfélagið allt. Við þessu verður að bregðast með forvörnum og með því að tryggja fólki hvíld. Fimmti hver starfsmaður í opinbera geiranum í Svíþjóð er með kulnunar- eða streitueinkenni. Hér á landi skortir yfirsýn en engin ástæða er til að ætla að aðstæður séu aðrar hér. Stóraukin ásókn sjúkrasjóði stéttarfélaga ber þess merki. Oftast má rekja kulnun og sjúklega streitu í starfi til aðstæðna á vinnustað þar sem álagið er of mikið og kröfur sem gerðar eru til starfsfólks eru óljósar. Algengt er að vaktavinnufólk treysti sér í ekki til að vinna fullt starf. Þar spilar líka inn í álag sem fylgir vaktavinnu. Þeir vinnustaðir sem tóku þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg og ríkinu hafa samhliða farið yfir stjórnun verkefna og tímastjórnun. Niðurstaðan er skýr – með styttingu vinnuvikunnar dregur úr streitueinkennum, einkennum kulnunar og almennt dregur úr veikindafjarveru. Þá á fólk auðveldara með að samþætta fjölskyldu- og atvinnulíf. Á samanburðarvinnustöðum sem ekki hafa stytt vinnuvikuna upplifir fólk þvert á móti hvernig streita og einkenni kulnunar halda áfram að aukast á sama tíma og erfiðara er að samþætta fjölskyldulífið við vinnuna. Í heilbrigðiskerfinu byggir þjónustan á bestu mögulegu vísindarannsóknum. Hvers vegna ættum við ekki að gera sömu kröfur þegar kemur að starfsfólki og vinnuaðstöðu? Það þarf að tryggja starfsfólki aðstæður svo það geti unnið vinnuna sína og þannig hámarkað gæði þjónustunnar. Við eigum ekki að sætta okkur við vinnuumhverfi sem leiðir til veikinda fólks eða áralangrar óvinnufærni. Það hefur ekki eingöngu áhrif á einstaklinginn sem fyrir því verður heldur er það kostnaðarsamt fyrir vinnustaðinn og samfélagið allt. Með því að grípa til viðeigandi forvarna og stytta vinnuvikuna axla atvinnurekendur ábyrgð á vandanum og stuðla að auknum lífsgæðum – öllum til heilla.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar