Brýnasta fjárfestingin Teitur Erlingsson skrifar 12. apríl 2019 07:00 Auðlegð þjóða er misjöfn á marga vegu. Hún getur falist í ótal ólíkum hlutum og verið háð ýmsu. Þó er hægt að fullyrða að mannauður hverrar þjóðar sé mikilvægasti auður hennar. Án hans er erfitt að nýta þann auð sem þjóðin á fyrir. Að fjárfesta í mannauði skilar sér því margfalt til baka. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur sjálf talað um að hver króna sem lögð er í háskólakerfið skili sér áttfalt til baka. Það er því ánægjulegt að sjá hreyfingu í átt að betri kjörum stúdenta, bæði með hækkun á frítekjumarki og vinnu að nýju frumvarpi til laga um LÍN. Sú vinna mun vonandi skila bættum hag stúdenta bæði meðan á námi stendur, sem og eftir útskrift. Fjárfesting í háskólastiginu er því ein sú mikilvægasta fyrir hvert samfélag, en hún ætti einnig að vera sú mikilvægasta fyrir þann einstakling sem sækir sér háskólamenntun. Borist hafa fregnir af því að hjúkrunarfræðingar og kennarar sem misstu störf sín við gjaldþrot WOW air, sæki á ný í sín gömlu störf. Þörfin á fleiri starfandi kennurum og hjúkrunarfræðingum er augljós. Það veldur hins vegar áhyggjum að gjaldþrot stórfyrirtækis þurfi til þess að hluti þeirra sem fjárfestu í margra ára menntun kjósi að starfa við það sem þau lærðu. Allt frá hruni hefur dregið úr fjárhagslegum ávinningi þess að stunda háskólanám en munur á launum háskólamenntaðra og grunnmenntaðra hefur dregist saman um hátt í helming frá árinu 2006. Í dag er munur á útborguðum lágmarkslaunum innan BHM og verkalýðshreyfinganna aðeins rúmar 60 þúsund krónur. Þetta er mjög varhugaverð þróun. Afleiðingar hennar eru nú þegar farnar að hafa áhrif. Háskólamenntað fólk sækir í störf utan sinnar starfstéttar og brýn þörf á nýliðun blasir við í mörgum stéttum. Fleira þarf til en að fólk geti sótt sér háskólamenntun, fjárhagslegi ávinningurinn af því þarf einnig að vera til staðar. Ef halda á áfram að viðhalda góðu menntunarstigi þjóðarinnar og komast hjá manneklu í mörgum af mikilvægustu stéttum samfélagsins, þá verður að auka arðsemi af þeirri fjárfestingu sem háskólanám er. Krafa BHM um að menntun sé metin til launa er því ekki aðeins sanngjörn, heldur er nauðsynlegt að koma til móts við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Auðlegð þjóða er misjöfn á marga vegu. Hún getur falist í ótal ólíkum hlutum og verið háð ýmsu. Þó er hægt að fullyrða að mannauður hverrar þjóðar sé mikilvægasti auður hennar. Án hans er erfitt að nýta þann auð sem þjóðin á fyrir. Að fjárfesta í mannauði skilar sér því margfalt til baka. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur sjálf talað um að hver króna sem lögð er í háskólakerfið skili sér áttfalt til baka. Það er því ánægjulegt að sjá hreyfingu í átt að betri kjörum stúdenta, bæði með hækkun á frítekjumarki og vinnu að nýju frumvarpi til laga um LÍN. Sú vinna mun vonandi skila bættum hag stúdenta bæði meðan á námi stendur, sem og eftir útskrift. Fjárfesting í háskólastiginu er því ein sú mikilvægasta fyrir hvert samfélag, en hún ætti einnig að vera sú mikilvægasta fyrir þann einstakling sem sækir sér háskólamenntun. Borist hafa fregnir af því að hjúkrunarfræðingar og kennarar sem misstu störf sín við gjaldþrot WOW air, sæki á ný í sín gömlu störf. Þörfin á fleiri starfandi kennurum og hjúkrunarfræðingum er augljós. Það veldur hins vegar áhyggjum að gjaldþrot stórfyrirtækis þurfi til þess að hluti þeirra sem fjárfestu í margra ára menntun kjósi að starfa við það sem þau lærðu. Allt frá hruni hefur dregið úr fjárhagslegum ávinningi þess að stunda háskólanám en munur á launum háskólamenntaðra og grunnmenntaðra hefur dregist saman um hátt í helming frá árinu 2006. Í dag er munur á útborguðum lágmarkslaunum innan BHM og verkalýðshreyfinganna aðeins rúmar 60 þúsund krónur. Þetta er mjög varhugaverð þróun. Afleiðingar hennar eru nú þegar farnar að hafa áhrif. Háskólamenntað fólk sækir í störf utan sinnar starfstéttar og brýn þörf á nýliðun blasir við í mörgum stéttum. Fleira þarf til en að fólk geti sótt sér háskólamenntun, fjárhagslegi ávinningurinn af því þarf einnig að vera til staðar. Ef halda á áfram að viðhalda góðu menntunarstigi þjóðarinnar og komast hjá manneklu í mörgum af mikilvægustu stéttum samfélagsins, þá verður að auka arðsemi af þeirri fjárfestingu sem háskólanám er. Krafa BHM um að menntun sé metin til launa er því ekki aðeins sanngjörn, heldur er nauðsynlegt að koma til móts við hana.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun