Andlát ungrar konu eftir afskipti lögreglu til rannsóknar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. apríl 2019 18:30 Héraðssaksóknari rannsakar nú tilurð þess að kona á þrítugsaldri lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni fyrr í vikunni. Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. Konan, sem var fædd árið 1994, lést aðfaranótt þriðjudags. Héraðssaksóknari rannsakar nú tilurð þess að hún lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Hann segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og vildi ekki tjá sig um það að öðru leiti. Konan hafði verið í samkvæmi þessa nótt þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Lögregla var kölluð á vettvang þar sem konan var komin í mikið ójafnvægi. Eftir að höfð voru afskipti af henni fór hún hjartastopp og hófust endurlífgunartilraunir. Konan var flutt á Landspítalann þar sem hún lést á þriðjudagsmorgun. Samkvæmt 35. gr. lögreglulaga rannsakar héraðssaksóknari kæru á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans. Hið sama á við ef eftirlitsnefnd lögreglu telur þörf á að taka til rannsóknar atvik þegar maður lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur er um refsivert brot. Í samtali við fréttastofu segir móðir konunnar að foreldrarnir séu afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferð á dóttur þeirra. Lögregluþjónar hafi handjárnað hana og bundið á fótum en konan hafi verið í geðrofi vegna neyslu. Þá eigi að sprauta fólk niður, ekki binda. Þá segir móðir stúlkunnar að grunur leiki á að hún hafi tekið kókaín umrætt kvöld. Í svari frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn fréttastofu segir að því miður sé ekki hægt að veita neinar upplýsingar um málið sem hefur verið vísað til héraðssaksóknara. „Koma má því á framfæri að hugur lögreglunnar er hjá aðstandendum konunnar og vill hún koma á framfæri innilegum samúðarkveðjum til þeirra á þessari erfiðu stundu,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Héraðssaksóknari rannsakar nú tilurð þess að kona á þrítugsaldri lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni fyrr í vikunni. Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. Konan, sem var fædd árið 1994, lést aðfaranótt þriðjudags. Héraðssaksóknari rannsakar nú tilurð þess að hún lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Hann segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og vildi ekki tjá sig um það að öðru leiti. Konan hafði verið í samkvæmi þessa nótt þar sem mikið var um eiturlyf, meðal annars kókaín. Lögregla var kölluð á vettvang þar sem konan var komin í mikið ójafnvægi. Eftir að höfð voru afskipti af henni fór hún hjartastopp og hófust endurlífgunartilraunir. Konan var flutt á Landspítalann þar sem hún lést á þriðjudagsmorgun. Samkvæmt 35. gr. lögreglulaga rannsakar héraðssaksóknari kæru á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans. Hið sama á við ef eftirlitsnefnd lögreglu telur þörf á að taka til rannsóknar atvik þegar maður lætur lífið í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur er um refsivert brot. Í samtali við fréttastofu segir móðir konunnar að foreldrarnir séu afar ósáttir við vinnubrögð lögreglu og meðferð á dóttur þeirra. Lögregluþjónar hafi handjárnað hana og bundið á fótum en konan hafi verið í geðrofi vegna neyslu. Þá eigi að sprauta fólk niður, ekki binda. Þá segir móðir stúlkunnar að grunur leiki á að hún hafi tekið kókaín umrætt kvöld. Í svari frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn fréttastofu segir að því miður sé ekki hægt að veita neinar upplýsingar um málið sem hefur verið vísað til héraðssaksóknara. „Koma má því á framfæri að hugur lögreglunnar er hjá aðstandendum konunnar og vill hún koma á framfæri innilegum samúðarkveðjum til þeirra á þessari erfiðu stundu,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15