Fyrirliði Man. United fékk 1 af 10 í einkunn á móti Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 15:00 Ashley Young í leiknum í gær. Getty/Simon Stacpoole Ashley Young var með fyrirliðabandið hjá Manchester United á móti Barcelona í Meistaradeildinni í gærkvöldi en sorgleg frammistaða hans hefur kallað á mikla gagnrýni hjá bæði fjölmiðlamönnum og stuðningsmönnum United. Tölfræði Ashley Young úr leiknum er líka mjög sláandi. Þar stingur mest í augun að allar ellefu fyrirgjafir hans mistókust og hann tapaði boltanum alls 30 sinnum til Barcelona í leiknum. Manchester Evening News var ekkert að fela neitt í frammistöðumati sínu eftir leikinn og gaf Ashley Young 1 af 10 í einkunn. „Hann hefur ekki verið að spila vel í þó nokkurn tíma og hún hefur aldrei verið verri en á móti Barcelona. Gat ekki losað sig við boltann nógu fljótt,“ segir meðal annars í umfjöllun Manchester Evening News um hinn 33 ára gamla Young. 73 prósent sendinga Ashley Young í leiknum heppnuðust, hann vann boltann 9 sinnum af leikmönnum Barcelona og hafði betur í 60 prósent tæklinganna.No player has attempted more crosses without one successfully reaching a teammate (11) in a single Champions League match since 2016/17 than Ashley Young. Wayward. pic.twitter.com/xil9KLGeem — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2019 Hinn 22 ára gamli og reynslulitli Scott McTominay fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína inn á miðjunni en hægri bakvörðurinn var út á túni. Kannski var hluti af vandamálinu hjá Manchester United í leik á móti eins sterku liði og Barcelona að þurfa að vera með 33 ára Ashley Young í byrjunarliðinu. Miðað við þessa frammistöðu eru ekki miklar líkur á því að hann fá margar mínútur í seinni leiknum á Nývangi og þá ætti að vera nokkuð öruggt að hann byrji heldur ekki leik Manchester United um helgina.Ashley Young í leiknum í gærkvöldi.Getty/y Tom Purslow Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
Ashley Young var með fyrirliðabandið hjá Manchester United á móti Barcelona í Meistaradeildinni í gærkvöldi en sorgleg frammistaða hans hefur kallað á mikla gagnrýni hjá bæði fjölmiðlamönnum og stuðningsmönnum United. Tölfræði Ashley Young úr leiknum er líka mjög sláandi. Þar stingur mest í augun að allar ellefu fyrirgjafir hans mistókust og hann tapaði boltanum alls 30 sinnum til Barcelona í leiknum. Manchester Evening News var ekkert að fela neitt í frammistöðumati sínu eftir leikinn og gaf Ashley Young 1 af 10 í einkunn. „Hann hefur ekki verið að spila vel í þó nokkurn tíma og hún hefur aldrei verið verri en á móti Barcelona. Gat ekki losað sig við boltann nógu fljótt,“ segir meðal annars í umfjöllun Manchester Evening News um hinn 33 ára gamla Young. 73 prósent sendinga Ashley Young í leiknum heppnuðust, hann vann boltann 9 sinnum af leikmönnum Barcelona og hafði betur í 60 prósent tæklinganna.No player has attempted more crosses without one successfully reaching a teammate (11) in a single Champions League match since 2016/17 than Ashley Young. Wayward. pic.twitter.com/xil9KLGeem — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2019 Hinn 22 ára gamli og reynslulitli Scott McTominay fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína inn á miðjunni en hægri bakvörðurinn var út á túni. Kannski var hluti af vandamálinu hjá Manchester United í leik á móti eins sterku liði og Barcelona að þurfa að vera með 33 ára Ashley Young í byrjunarliðinu. Miðað við þessa frammistöðu eru ekki miklar líkur á því að hann fá margar mínútur í seinni leiknum á Nývangi og þá ætti að vera nokkuð öruggt að hann byrji heldur ekki leik Manchester United um helgina.Ashley Young í leiknum í gærkvöldi.Getty/y Tom Purslow
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira