McIlroy líklegur til sigurs á Augusta Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. apríl 2019 13:30 Norður Írinn Rory McIlroy hefur unnið öll risamótin nema Mastersmótið. Getty/Mike Ehrmann Mastersmótið í golfi hefst á Augusta-vellinum í dag. Rory McIlroy þykir líklegur til að bæta við grænum jakka í verðlaunasafnið og ljúka með því alslemmunni. Tiger Woods er aftur inni í myndinni eftir að hafa unnið sitt fyrsta golfmót í fimm ár síðasta haust Vorboðinn ljúf i fyrir kylfinga, Masters-mótið á Augusta-vellinum, hefst í dag. Þetta er fyrsta af fjórum risamótum ársins og boðar á sama tíma að golfsumar íslenskra kylfinga er á næsta leiti. Að vanda fer mótið fram á Augusta-vellinum í Georgíufylki. Alls eru 87 kylfingar skráðir til leiks, 20 þeirra hafa áður unnið mótið og sex áhugakylfingar eru meðal þátttakenda í ár. Sigurvegari mótsins fær hinn goðsagna-kennda græna jakka að launum ásamt tæpum tveimur milljónum dollara. Sviðsljósið í aðdraganda mótsins er á Norður-Íranum Rory McIlroy sem hefur leikið frábært golf í upphafi ársins. McIlroy, sem hefur verið einn besti kylfingur heims undanfarin ár, vantar aðeins sigur á Mastersmótinu til að ljúka alslemmu (e. Grand slam), að hafa unnið öll fjögur risamótin. Rory kemur fullur sjálfstrausts til leiks eftir að hafa unnið Players-meistaramótið fyrir mánuði. Frá því í ársbyrjun hefur Rory aldrei lent neðar en í sjötta sæti í fimm mótum. Takist Rory að næla sér í græna jakkann um helgina yrði hann sjötti kylfingurinn í sögunni sem nær því að vinna fjögur risamótin í golfi á eftir Jack Nicklaus sem vann 18 risamót, Tiger Woods (14), Ben Hogan, Gary Player (9) og Gene Sarazen sem vann sjö risamót. Það verður sömuleiðis áhugavert að fylgjast með Tiger Woods þessa helgina. Tiger lék betur með hverri vikunni undir lok síðasta tímabils. Tiger hefur, líkt og Arnold Palmer, unnið fjóra græna jakka en aðeins Jack Nicklaus sem vann sex sinnum hefur unnið Mastersmótið oftar. Tiger, sem er kominn upp í tólfta sæti heimslistans í golfi, komst nálægt því að vinna f immtánda risamótið á ferlinum í fyrra á Opna breska meistaramótinu og tilkynnti komu sína á ný á stærsta sviðið með sigri á lokamóti tímabilsins. Þá skyldi enginn afskrifa kylfinga á borð við Jordan Spieth, Justin Thomas, Dustin Johnson, sem hefur átt erfitt uppdráttar í risamótunum, og Brooks Koepka sem er handhaf i tveggja risatitla.Mastersmótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf en útsendingin frá fyrsta deginum hefst klukkan 19.00 í kvöld. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Mastersmótið í golfi hefst á Augusta-vellinum í dag. Rory McIlroy þykir líklegur til að bæta við grænum jakka í verðlaunasafnið og ljúka með því alslemmunni. Tiger Woods er aftur inni í myndinni eftir að hafa unnið sitt fyrsta golfmót í fimm ár síðasta haust Vorboðinn ljúf i fyrir kylfinga, Masters-mótið á Augusta-vellinum, hefst í dag. Þetta er fyrsta af fjórum risamótum ársins og boðar á sama tíma að golfsumar íslenskra kylfinga er á næsta leiti. Að vanda fer mótið fram á Augusta-vellinum í Georgíufylki. Alls eru 87 kylfingar skráðir til leiks, 20 þeirra hafa áður unnið mótið og sex áhugakylfingar eru meðal þátttakenda í ár. Sigurvegari mótsins fær hinn goðsagna-kennda græna jakka að launum ásamt tæpum tveimur milljónum dollara. Sviðsljósið í aðdraganda mótsins er á Norður-Íranum Rory McIlroy sem hefur leikið frábært golf í upphafi ársins. McIlroy, sem hefur verið einn besti kylfingur heims undanfarin ár, vantar aðeins sigur á Mastersmótinu til að ljúka alslemmu (e. Grand slam), að hafa unnið öll fjögur risamótin. Rory kemur fullur sjálfstrausts til leiks eftir að hafa unnið Players-meistaramótið fyrir mánuði. Frá því í ársbyrjun hefur Rory aldrei lent neðar en í sjötta sæti í fimm mótum. Takist Rory að næla sér í græna jakkann um helgina yrði hann sjötti kylfingurinn í sögunni sem nær því að vinna fjögur risamótin í golfi á eftir Jack Nicklaus sem vann 18 risamót, Tiger Woods (14), Ben Hogan, Gary Player (9) og Gene Sarazen sem vann sjö risamót. Það verður sömuleiðis áhugavert að fylgjast með Tiger Woods þessa helgina. Tiger lék betur með hverri vikunni undir lok síðasta tímabils. Tiger hefur, líkt og Arnold Palmer, unnið fjóra græna jakka en aðeins Jack Nicklaus sem vann sex sinnum hefur unnið Mastersmótið oftar. Tiger, sem er kominn upp í tólfta sæti heimslistans í golfi, komst nálægt því að vinna f immtánda risamótið á ferlinum í fyrra á Opna breska meistaramótinu og tilkynnti komu sína á ný á stærsta sviðið með sigri á lokamóti tímabilsins. Þá skyldi enginn afskrifa kylfinga á borð við Jordan Spieth, Justin Thomas, Dustin Johnson, sem hefur átt erfitt uppdráttar í risamótunum, og Brooks Koepka sem er handhaf i tveggja risatitla.Mastersmótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf en útsendingin frá fyrsta deginum hefst klukkan 19.00 í kvöld.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira