Hafa kyrrsett 70 milljónir frá brotastarfsemi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. apríl 2019 20:00 Lögreglan hefur á þessu ári kyrrsett 70 milljónir króna sem koma frá brotastarfsemi. Talið er að veltan í svarta hagkerfinu hafi verið á þriðja tug milljarða á síðasta ári. Hagkerfi undirheimanna var til umræðu á málþingi viðskipta- og hagfræðinga í dag. Almennt er miðað við að veltan í svarta hagkerfinu nemi að minnsta kosti einu prósenti af landsframleiðslu. Yfirlögregluþjónn segir enga ástæðu til að ætla að staðan sé önnur hér. „Í okkar tilviki væri það á síðasta ári um 26 til 28 milljarðar króna á síðasta ári," segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Grundvallarþátturinn hefur verið fíkiefnaviðskipti en til viðbótar bætist við alls kyns önnur svikastarfsemi. Það er kannski sú breyting sem verið hefur undanfarin ár er að samhliða fíkniefnaviðskiptum eru menn að þróa sig yfir í að bæta við annarri brotastarfsemi. Það getur verið til dæmis smygl á fólki, mansal eða vændi," segir hann. Karl Steinar segir að brotastarfsemi hafi þróast mikið að undanförnu í átt að fyrirtækjaformi. „Í sumum aðgerðum eru til dæmis ráðnir sérfræðingar til þess að sjá um ýmis atriði, líkt og til dæmis þegar ætlunin er að brjótast inn í tölvukerfi til þess að koma skilaboðum um fjárgreiðslur á framfæri," segir hann.Karl Steinar telur að lögregla þurfi að einblína í ríkari mæli að fjármálahliðinni í brotastarfsemi.Vísir/vilhelmFyrr á árinu fengu lögreglan og héraðssaksóknari 65 milljóna króna aukafjárveitingu til þess að einblína á peningaþvætti. Nú þegar hafa eignir að andvirði 70 milljóna króna, sem taldar eru koma frá brotastarfsemi, verið kyrrsettar. Karl Steinar segir þetta sýna að fjármunir sem yrðu lagðir í þessa hlið rannsókna myndu skila sér til baka. „Nálgun okkar gagnvart skipulagðri brotastarfsemi á ekki eingöngu að lúta að því að ná efnum eða stöðva brotastarfsemina sem slíka, heldur að horfa til eignamyndunar og verðmyndunar sem verður samhliða þessu. Þegar við áttum samtal við ráðuneytið sögðum við að við vildum fara ákveðna leið í því og að við treystum okkur til þess að sýna fram á að með því að veita okkur tiltekið fjármagn til þess að rannsaka hlutina í nýju ljósi myndi það leiða til þess að talsvert meira fé myndi skila sér í ríkissjóð," segir Karl Steinar. „Þetta er það sem er verið að hvetja öll lögreglulið í Evrópu til þess að gera." Mikil þörf sé á áherslubreytingum þar sem Ísland hefur meðal annars þótt hafa sérstöðu að því leyti að auðvelt sé að koma illa fengnu fé í umferð. „Það þykja ekki undarleg viðskipti að kaupa sér bíl og koma með fjórar eða fimm milljónir í bakpoka. Þetta er ekki að gerast í Evrópu undir venjulegum kringumstæðum að ég tel þar sem þessi viðskipti yrðu tilkynnt. Þau eru ekki tilkynnt hér á Íslandi, menn hafa ekki gert það." Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Lögreglan hefur á þessu ári kyrrsett 70 milljónir króna sem koma frá brotastarfsemi. Talið er að veltan í svarta hagkerfinu hafi verið á þriðja tug milljarða á síðasta ári. Hagkerfi undirheimanna var til umræðu á málþingi viðskipta- og hagfræðinga í dag. Almennt er miðað við að veltan í svarta hagkerfinu nemi að minnsta kosti einu prósenti af landsframleiðslu. Yfirlögregluþjónn segir enga ástæðu til að ætla að staðan sé önnur hér. „Í okkar tilviki væri það á síðasta ári um 26 til 28 milljarðar króna á síðasta ári," segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Grundvallarþátturinn hefur verið fíkiefnaviðskipti en til viðbótar bætist við alls kyns önnur svikastarfsemi. Það er kannski sú breyting sem verið hefur undanfarin ár er að samhliða fíkniefnaviðskiptum eru menn að þróa sig yfir í að bæta við annarri brotastarfsemi. Það getur verið til dæmis smygl á fólki, mansal eða vændi," segir hann. Karl Steinar segir að brotastarfsemi hafi þróast mikið að undanförnu í átt að fyrirtækjaformi. „Í sumum aðgerðum eru til dæmis ráðnir sérfræðingar til þess að sjá um ýmis atriði, líkt og til dæmis þegar ætlunin er að brjótast inn í tölvukerfi til þess að koma skilaboðum um fjárgreiðslur á framfæri," segir hann.Karl Steinar telur að lögregla þurfi að einblína í ríkari mæli að fjármálahliðinni í brotastarfsemi.Vísir/vilhelmFyrr á árinu fengu lögreglan og héraðssaksóknari 65 milljóna króna aukafjárveitingu til þess að einblína á peningaþvætti. Nú þegar hafa eignir að andvirði 70 milljóna króna, sem taldar eru koma frá brotastarfsemi, verið kyrrsettar. Karl Steinar segir þetta sýna að fjármunir sem yrðu lagðir í þessa hlið rannsókna myndu skila sér til baka. „Nálgun okkar gagnvart skipulagðri brotastarfsemi á ekki eingöngu að lúta að því að ná efnum eða stöðva brotastarfsemina sem slíka, heldur að horfa til eignamyndunar og verðmyndunar sem verður samhliða þessu. Þegar við áttum samtal við ráðuneytið sögðum við að við vildum fara ákveðna leið í því og að við treystum okkur til þess að sýna fram á að með því að veita okkur tiltekið fjármagn til þess að rannsaka hlutina í nýju ljósi myndi það leiða til þess að talsvert meira fé myndi skila sér í ríkissjóð," segir Karl Steinar. „Þetta er það sem er verið að hvetja öll lögreglulið í Evrópu til þess að gera." Mikil þörf sé á áherslubreytingum þar sem Ísland hefur meðal annars þótt hafa sérstöðu að því leyti að auðvelt sé að koma illa fengnu fé í umferð. „Það þykja ekki undarleg viðskipti að kaupa sér bíl og koma með fjórar eða fimm milljónir í bakpoka. Þetta er ekki að gerast í Evrópu undir venjulegum kringumstæðum að ég tel þar sem þessi viðskipti yrðu tilkynnt. Þau eru ekki tilkynnt hér á Íslandi, menn hafa ekki gert það."
Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira