

Kæra foreldri. Þekkir þú reglurnar sem gilda um notkun léttra bifhjóla?
Flokkur I og flokkur II
Létt bifhjól í flokki I eða rafvespur eru þægilegur ferðamáti og eru þau í senn gagnleg, umhverfisvæn og skemmtileg tæki – ef þau eru notuð rétt. Um er að ræða vélknúin ökutæki sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst. hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Ökumaður bifhjólsins verður að vera orðinn 13 ára en ekki er gerð krafa um bifhjólapróf. Ökumönnum er skylt skv. lögum að vera með hjálm og gott er að nota viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað ætlaðan til aksturs á bifhjóli. Ökumaður yngri en 20 ára má ekki aka með farþega á hjólinu.
Ef hjólið kemst hraðar en 25 km/klst. er það komið í flokk II þar sem krafist er bifhjólaprófs eða ökuskírteinis. Foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um að hægt er að breyta hámarkshraða hjólanna sé mikill vilji til þess. Einhver dæmi eru um að það sé gert án vitneskju foreldra og ábyrgðarmanna og þar með er hjólið komið í næsta flokk.
Deilum stígnum
Heimilt er að aka vespum á gangstétt, hjólastíg eða gangstíg svo framarlega sem það veldur ekki hættu eða óþægindum fyrir gangandi vegfarendur eða ef lagt hefur verið bann við því. Þar sem hámarkshraði þeirra er 25 km/klst. er ekki mælt með því að þau séu notuð í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50 km/klst. - þó það sé heimilt. Á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða gangstíg er skylt að aka hjólinu á hjólastígnum. Ef ökumaður hjólsins þverar akbraut frá gangstíg skal hann ekki aka hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða.
Mikilvægt er að við tökum höndum saman, fækkum slysum með því að leiðbeina ungum vegfarendum um notkun og öryggi á léttum bifhjólum í flokki I. Við viljum sérstaklega höfða til foreldra að sýna ábyrgð í verki og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt. Slysin verða ekki aftur tekin.
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir
Sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild
Samgöngustofu
Skoðun

Mokum ofan í skotgrafirnar
Teitur Atlason skrifar

Kennarastarfið óheillandi... því miður
Guðrún Kjartansdóttir skrifar

Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023
Pétur Óskarsson skrifar

Kynskiptur vinnumarkaður
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Við kjósum Magnús Karl
Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar

Harka af sér og halda áfram
Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar

Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda
Ólafur Stephensen skrifar

Gulur, rauður, blár og B+
Jón Pétur Zimsen skrifar

Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði
Karólína Helga Símonardóttir skrifar

Reykjavík er höfuðborg okkar allra
Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar

Fjárfestum í vegakerfinu
Stefán Broddi Guðjónsson skrifar

Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög
Pétur Henry Petersen skrifar

Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með?
Stefán Þorri Helgason skrifar

Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ
Almar Guðmundsson skrifar

Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning
Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar

Tilvistarkreppa leikskólakennara?
Helga Guðmundsdóttir skrifar

Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Ekki láta aðra kjósa fyrir þig
Flosi Eiríksson skrifar

Er tantra einungis um kynlíf?
Rajan Parrikar skrifar

Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn!
Erlingur Erlingsson skrifar

Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hugleiðingar um virðismat kennara
Bergur Hauksson skrifar

Hvar stendur barnið mitt í námi?
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar

Áslaug Arna er framtíðin
Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar

Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt
Einar Ólafsson skrifar

Minna af þér og meira af öðrum
Heiða Björk Sturludóttir skrifar