„Ekkert að óttast fyrir Liverpool í seinni leiknum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 08:30 Naby Keita og Roberto Firmino fagna marki þess fyrrnefnda í gærkvöldi. Vísir/Getty Liverpool vann 2-0 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar og einn af knattspyrnusérfræðingum breska ríkisútvarpsins segir að stuðningsmenn Liverpool þurfi ekki að hafa áhyggjur af seinni leiknum í Portúgal.JürgenKlopp hefur aldrei tapað tveggja leikja einvígi í Evrópu sem knattspyrnustjóri Liverpool og það lítur ekki út fyrir það að það sé að fara að breytast í þessari umferð. „Liverpool átti vissulega að skora fleiri en tvö mörk á móti Porto í gær en ég held að það skipti litlu máli fyrir útkomuna í þessum leikjum,,“ skrifaði Mark Lawrenson, knattspyrnuspekingur á BBC og fyrrum leikmaður Liverpool, í pistil sinn á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í morgun. „Porto leit út fyrir að vera í mesta lagi lið í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar og ég sá ekkert í þessum leik sem mun skapa JürgenKlopp áhyggjur fyrir seinni leikinn. Þetta voru átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem þú átt að vera að keppa við bestu lið Evrópu en Porto er langan veg frá því að teljast til þess hóps. Þetta var þægilegur sigur fyrir Liverpool,“ skrifaði Lawrenson."Porto looked, at best, like a middle-to-bottom Premier League side." Lawro hasn't held back! Read: https://t.co/mv5w21tF3npic.twitter.com/t4KtU2cMxX — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019„Lið Klopp spilaði góðan fótbolta á stundum í þessum leik og liðið slapp líka alveg við meiðsli eða einhverja öðruvísi dramatík. Þetta var svona kvöld sem leikmenn Liverpool þurftu að komast heilir í gegnum áður en þeir gátu farið að einbeita sér að baráttunni um enska titilinn aftur og leiknum á móti Chelsea á sunnudaginn,“ skrifaði Lawrenson. „Nú hafa þeir fimm daga til að hvíla sig og undirbúa sig fyrir þann leik og þeir þurftu nú auk þess ekki að keyra sig út í þessum leik á móti Porto,“ skrifaði Lawrenson. „Mér fannst þetta frá byrjun ætla að verða auðvelt kvöld fyrir Liverpool og þeir vissu það sjálfir. Ég fékk það líka á tilfinninguna að þeir hefðu getað skorað þriðja markið ef þörf væri á því. Síðustu tuttugu mínúturnar snerist þetta bara um að loka leiknum. Það var eins og Klopp væri búinn að ákveða að 2-0 væru nógu góð úrslit og hann vildi frekar halda markinu hreinu en að bæta við,“ skrifaði Lawrenson. „Klopp hefði sætt sig við þessi úrslit fyrir leikinn og nú veit hann enn fremur að hann er með miklu betra lið en Porto,“ skrifaði Lawrenson en það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar og einn af knattspyrnusérfræðingum breska ríkisútvarpsins segir að stuðningsmenn Liverpool þurfi ekki að hafa áhyggjur af seinni leiknum í Portúgal.JürgenKlopp hefur aldrei tapað tveggja leikja einvígi í Evrópu sem knattspyrnustjóri Liverpool og það lítur ekki út fyrir það að það sé að fara að breytast í þessari umferð. „Liverpool átti vissulega að skora fleiri en tvö mörk á móti Porto í gær en ég held að það skipti litlu máli fyrir útkomuna í þessum leikjum,,“ skrifaði Mark Lawrenson, knattspyrnuspekingur á BBC og fyrrum leikmaður Liverpool, í pistil sinn á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í morgun. „Porto leit út fyrir að vera í mesta lagi lið í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar og ég sá ekkert í þessum leik sem mun skapa JürgenKlopp áhyggjur fyrir seinni leikinn. Þetta voru átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem þú átt að vera að keppa við bestu lið Evrópu en Porto er langan veg frá því að teljast til þess hóps. Þetta var þægilegur sigur fyrir Liverpool,“ skrifaði Lawrenson."Porto looked, at best, like a middle-to-bottom Premier League side." Lawro hasn't held back! Read: https://t.co/mv5w21tF3npic.twitter.com/t4KtU2cMxX — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019„Lið Klopp spilaði góðan fótbolta á stundum í þessum leik og liðið slapp líka alveg við meiðsli eða einhverja öðruvísi dramatík. Þetta var svona kvöld sem leikmenn Liverpool þurftu að komast heilir í gegnum áður en þeir gátu farið að einbeita sér að baráttunni um enska titilinn aftur og leiknum á móti Chelsea á sunnudaginn,“ skrifaði Lawrenson. „Nú hafa þeir fimm daga til að hvíla sig og undirbúa sig fyrir þann leik og þeir þurftu nú auk þess ekki að keyra sig út í þessum leik á móti Porto,“ skrifaði Lawrenson. „Mér fannst þetta frá byrjun ætla að verða auðvelt kvöld fyrir Liverpool og þeir vissu það sjálfir. Ég fékk það líka á tilfinninguna að þeir hefðu getað skorað þriðja markið ef þörf væri á því. Síðustu tuttugu mínúturnar snerist þetta bara um að loka leiknum. Það var eins og Klopp væri búinn að ákveða að 2-0 væru nógu góð úrslit og hann vildi frekar halda markinu hreinu en að bæta við,“ skrifaði Lawrenson. „Klopp hefði sætt sig við þessi úrslit fyrir leikinn og nú veit hann enn fremur að hann er með miklu betra lið en Porto,“ skrifaði Lawrenson en það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Sjá meira