Rennum nokkuð blint í sjóinn Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2019 13:00 Guðmundur Guðmundsson. EPA/SASCHA STEINBACH Íslenska karlalandsliðið í handbolta fær Norður-Makedóníu í heimsókn í undankeppni EM 2021 í Laugardalshöllina í kvöld. Þetta er fyrri leikur af tveimur í þessum legg en liðin leika í Skopje á sunnudaginn. Ísland er taplaust á toppi riðilsins fyrir þessa leiki eftir sigur gegn Grikklandi og Tyrklandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. Efstu tvö liðin fara beint áfram á Evrópumótið og þriðja sætið getur gefið sæti í lokakeppninni. Norður-Makedónía og Grikkland eru í öðru til þriðja sæti riðilsins. Það er þar af leiðandi ljóst að sigur í kvöld er ansi mikilvægur og tveir sigrar í þessum komandi verkefnum geta tryggt sætið sem stefnt er að því að ná. Þá skiptir hvert stig máli fyrir næstu undankeppnir á eftir þessari, það er fyrir Ólympíuleika og heimsmeistaramót. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, var að vanda einbeittur og skilvirkur þegar hann var að undirbúa íslenska liðið á æfingu þegar Fréttablaðið bar að garði. „Þetta eru ofboðslega mikilvægir leikir fyrir okkur og við gerum okkur fyllilega grein fyrir mikilvægi þeirra. Þetta verða líka hörkuleikir eins og ávallt þegar þessi lið mætast. Liðin hafa mæst ótrúlega oft á síðustu árum og leikurinn á HM í janúar var til að mynda mjög erfiður. Leikir okkar í gegnum tíðina hafa verið jafnir og erfiðir enda eru þeir með þrælgott lið. Ég var mjög ánægður með að ná að kreista fram sigur í þeim leik. Þeir hafa hins vegar skipt um þjálfara síðan þá og við vitum í raun ekkert hvað við erum að fara út í. Það er hvort þeir muni til dæmis spila jafn mikið 7 á 6 sóknarlega og þeir hafa gert undanfarið og hvaða varnarafbrigði þeir muni brydda upp á,“ segir Guðmundur en Danilo Brestovac tók við þjálfun af Spánverjanum Raúl Gonzalez nýverið. „Landsliðsþjálfarar hafa hins vegar skamman tíma til þess að undirbúa sig þannig að ég býst ekki við því að hann umbylti því hvernig þeir hafa spilað. Maður veit hins vegar ekkert hvað mun gerast og við verðum að vera við öllu búnir. Það eina sem við vitum er að þeir hafa mjög góðu liði á að skipa og geta sært varnir andstæðinga sinna á marga mismunandi vegu. Þeir eru með Kiril Lazarov sem stýrir sóknarleiknum ótrúlega vel og getur skorað mörk upp úr engu og hornamanninn Dejan Manaskov og skyttuna Filip Taleski sem mynda mjög öflugan vinstri væng. Hægri vængurinn er líka fínn þannig að það er mikil breidd í þeirra sóknarvopnum. Þá er mjög erfitt að eiga við Stojanche Stoilov inni á línunni og markvörðurinn Borki Ristovski getur lokað markinu þegar sá gállinn er á honum. Leikmenn þeirra eru að spila með toppliðum á borð við Veszprém, Vardar, Nantes og Rhein-Neckar Löwen og þeir eiga leikmenn sem spila víðs vegar um Evrópu,“ segir hann enn fremur. Guðmundur segir að allir leikmenn íslenska liðsins séu klárir í slaginn en Guðjón Valur Sigurðsson hafi glímt við veikindi undanfarna daga sem hann muni hrista af sér í tæka tíð. Það mun mikið mæða á Ólafi Gústafssyni í vörn íslenska liðsins en línumenn makedónska liðsins eru engin lömb að leika sér við og útilínan brögðótt, klók og með mikla skotógn. Ólafur segir íslensku vörnina þurfa að vera líkamlega og andlega sterka í leiknum. „Við erum bara mjög spenntir fyrir þessum leik og erum staðráðnir í að vinna. Þó svo að við þekkjum makedónska liðið vel eftir að hafa mætt því oft síðustu ár þá vitum við ekki alveg hverju við eigum von á að þessu sinni. Það eina sem er algerlega á hreinu er að þeir eru líkamlega sterkir og það er ofboðslega erfitt að verjast þeim. Það erfiðasta er að hafa þunga og hreyfanlega línumenn í fanginu um leið og leikmenn á borð við Lazarov og fleiri í útilínunni eru að herja á þig. Þeir spila líka langar sóknir og eru búnir að fullkomna það að spila 7 á 6 og hafa sóknirnar eins langar og mögulegt er. Það þarf þolinmæði og andlegan styrk til þess að verjast þeim og við þurfum bara að gera það. Við erum í góðu standi og með góðum stuðningi þá er ég fullviss um að við tökum þá,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í handbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta fær Norður-Makedóníu í heimsókn í undankeppni EM 2021 í Laugardalshöllina í kvöld. Þetta er fyrri leikur af tveimur í þessum legg en liðin leika í Skopje á sunnudaginn. Ísland er taplaust á toppi riðilsins fyrir þessa leiki eftir sigur gegn Grikklandi og Tyrklandi í fyrstu tveimur leikjum sínum. Efstu tvö liðin fara beint áfram á Evrópumótið og þriðja sætið getur gefið sæti í lokakeppninni. Norður-Makedónía og Grikkland eru í öðru til þriðja sæti riðilsins. Það er þar af leiðandi ljóst að sigur í kvöld er ansi mikilvægur og tveir sigrar í þessum komandi verkefnum geta tryggt sætið sem stefnt er að því að ná. Þá skiptir hvert stig máli fyrir næstu undankeppnir á eftir þessari, það er fyrir Ólympíuleika og heimsmeistaramót. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, var að vanda einbeittur og skilvirkur þegar hann var að undirbúa íslenska liðið á æfingu þegar Fréttablaðið bar að garði. „Þetta eru ofboðslega mikilvægir leikir fyrir okkur og við gerum okkur fyllilega grein fyrir mikilvægi þeirra. Þetta verða líka hörkuleikir eins og ávallt þegar þessi lið mætast. Liðin hafa mæst ótrúlega oft á síðustu árum og leikurinn á HM í janúar var til að mynda mjög erfiður. Leikir okkar í gegnum tíðina hafa verið jafnir og erfiðir enda eru þeir með þrælgott lið. Ég var mjög ánægður með að ná að kreista fram sigur í þeim leik. Þeir hafa hins vegar skipt um þjálfara síðan þá og við vitum í raun ekkert hvað við erum að fara út í. Það er hvort þeir muni til dæmis spila jafn mikið 7 á 6 sóknarlega og þeir hafa gert undanfarið og hvaða varnarafbrigði þeir muni brydda upp á,“ segir Guðmundur en Danilo Brestovac tók við þjálfun af Spánverjanum Raúl Gonzalez nýverið. „Landsliðsþjálfarar hafa hins vegar skamman tíma til þess að undirbúa sig þannig að ég býst ekki við því að hann umbylti því hvernig þeir hafa spilað. Maður veit hins vegar ekkert hvað mun gerast og við verðum að vera við öllu búnir. Það eina sem við vitum er að þeir hafa mjög góðu liði á að skipa og geta sært varnir andstæðinga sinna á marga mismunandi vegu. Þeir eru með Kiril Lazarov sem stýrir sóknarleiknum ótrúlega vel og getur skorað mörk upp úr engu og hornamanninn Dejan Manaskov og skyttuna Filip Taleski sem mynda mjög öflugan vinstri væng. Hægri vængurinn er líka fínn þannig að það er mikil breidd í þeirra sóknarvopnum. Þá er mjög erfitt að eiga við Stojanche Stoilov inni á línunni og markvörðurinn Borki Ristovski getur lokað markinu þegar sá gállinn er á honum. Leikmenn þeirra eru að spila með toppliðum á borð við Veszprém, Vardar, Nantes og Rhein-Neckar Löwen og þeir eiga leikmenn sem spila víðs vegar um Evrópu,“ segir hann enn fremur. Guðmundur segir að allir leikmenn íslenska liðsins séu klárir í slaginn en Guðjón Valur Sigurðsson hafi glímt við veikindi undanfarna daga sem hann muni hrista af sér í tæka tíð. Það mun mikið mæða á Ólafi Gústafssyni í vörn íslenska liðsins en línumenn makedónska liðsins eru engin lömb að leika sér við og útilínan brögðótt, klók og með mikla skotógn. Ólafur segir íslensku vörnina þurfa að vera líkamlega og andlega sterka í leiknum. „Við erum bara mjög spenntir fyrir þessum leik og erum staðráðnir í að vinna. Þó svo að við þekkjum makedónska liðið vel eftir að hafa mætt því oft síðustu ár þá vitum við ekki alveg hverju við eigum von á að þessu sinni. Það eina sem er algerlega á hreinu er að þeir eru líkamlega sterkir og það er ofboðslega erfitt að verjast þeim. Það erfiðasta er að hafa þunga og hreyfanlega línumenn í fanginu um leið og leikmenn á borð við Lazarov og fleiri í útilínunni eru að herja á þig. Þeir spila líka langar sóknir og eru búnir að fullkomna það að spila 7 á 6 og hafa sóknirnar eins langar og mögulegt er. Það þarf þolinmæði og andlegan styrk til þess að verjast þeim og við þurfum bara að gera það. Við erum í góðu standi og með góðum stuðningi þá er ég fullviss um að við tökum þá,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í handbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti