Myndavélakerfi þurfi í fiskiskip til að koma í veg fyrir brottkast Sighvatur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 18:45 Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Vísir/Baldur Fiskistofustjóri telur myndavélakerfi í skipum og bátum nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að fiski sé kastað aftur í hafið. Alls eru sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts afla. Landhelgisgæslan náði við eftirlit fyrr í mánuðinum myndum af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta. Fiskistofa er að auki með fjögur önnur mál vegna brottkasts til skoðunar. „Við höfum verið að prófa okkur áfram með langdrægan sjónauka og taka myndbönd í gegnum það sem hefur gefið glettilega góða raun. Þar höfum við séð mjög sterkar vísbendingar um brottkast á grunnslóð,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.Í myndbandi Landhelgisgæslunnar má sjá skipverja kasta fiski fyrir borð.SkjáskotLangdrægir sjónaukar duga skammt Þótt sjónaukarnir séu langdrægir duga þeir eingöngu til að fylgjast með skipum nærri landi. „Við náum ekki til þessara skipa sem eru fjær landi. Þess vegna horfir maður til mögulegs ávinning af því að nota myndavélaeftirlitið,“ segir Eyþór fiskistofustjóri. Hann vonar að Fiskistofa fái heimild til að setja eftirlitsmyndavélar um borð í fiskiskip því raunin sýni að þörf sé á því. Eyþór telur myndavélakerfi um borð í fiskiskipum vera hagkvæmustu og bestu leiðina til að ná raunverulegum árangri í eftirliti með brottkasti. Málið sé á borði ráðherra og stýrihóps sem endurskoðar reglur í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Fiskistofustjóri segir mikilvægt að geta sagt með áreiðanlegum hætti hvort brottkast sé til staðar eður ei og hvert umfang þess er. Eyþór telur ekki einsýnt að brottkast sé að aukast. „Möguleikarnir að upplýsa um það eru að aukast. Við sjáum þessar myndir sem Landhelgisgæslan hefur náð. Þetta er frábær viðbót við eftirlit og brýnt að gera meira af þessu,“ segir Eyþór. Sjávarútvegur Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Fiskistofustjóri telur myndavélakerfi í skipum og bátum nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að fiski sé kastað aftur í hafið. Alls eru sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts afla. Landhelgisgæslan náði við eftirlit fyrr í mánuðinum myndum af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta. Fiskistofa er að auki með fjögur önnur mál vegna brottkasts til skoðunar. „Við höfum verið að prófa okkur áfram með langdrægan sjónauka og taka myndbönd í gegnum það sem hefur gefið glettilega góða raun. Þar höfum við séð mjög sterkar vísbendingar um brottkast á grunnslóð,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.Í myndbandi Landhelgisgæslunnar má sjá skipverja kasta fiski fyrir borð.SkjáskotLangdrægir sjónaukar duga skammt Þótt sjónaukarnir séu langdrægir duga þeir eingöngu til að fylgjast með skipum nærri landi. „Við náum ekki til þessara skipa sem eru fjær landi. Þess vegna horfir maður til mögulegs ávinning af því að nota myndavélaeftirlitið,“ segir Eyþór fiskistofustjóri. Hann vonar að Fiskistofa fái heimild til að setja eftirlitsmyndavélar um borð í fiskiskip því raunin sýni að þörf sé á því. Eyþór telur myndavélakerfi um borð í fiskiskipum vera hagkvæmustu og bestu leiðina til að ná raunverulegum árangri í eftirliti með brottkasti. Málið sé á borði ráðherra og stýrihóps sem endurskoðar reglur í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Fiskistofustjóri segir mikilvægt að geta sagt með áreiðanlegum hætti hvort brottkast sé til staðar eður ei og hvert umfang þess er. Eyþór telur ekki einsýnt að brottkast sé að aukast. „Möguleikarnir að upplýsa um það eru að aukast. Við sjáum þessar myndir sem Landhelgisgæslan hefur náð. Þetta er frábær viðbót við eftirlit og brýnt að gera meira af þessu,“ segir Eyþór.
Sjávarútvegur Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira