Myndavélakerfi þurfi í fiskiskip til að koma í veg fyrir brottkast Sighvatur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 18:45 Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Vísir/Baldur Fiskistofustjóri telur myndavélakerfi í skipum og bátum nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að fiski sé kastað aftur í hafið. Alls eru sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts afla. Landhelgisgæslan náði við eftirlit fyrr í mánuðinum myndum af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta. Fiskistofa er að auki með fjögur önnur mál vegna brottkasts til skoðunar. „Við höfum verið að prófa okkur áfram með langdrægan sjónauka og taka myndbönd í gegnum það sem hefur gefið glettilega góða raun. Þar höfum við séð mjög sterkar vísbendingar um brottkast á grunnslóð,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.Í myndbandi Landhelgisgæslunnar má sjá skipverja kasta fiski fyrir borð.SkjáskotLangdrægir sjónaukar duga skammt Þótt sjónaukarnir séu langdrægir duga þeir eingöngu til að fylgjast með skipum nærri landi. „Við náum ekki til þessara skipa sem eru fjær landi. Þess vegna horfir maður til mögulegs ávinning af því að nota myndavélaeftirlitið,“ segir Eyþór fiskistofustjóri. Hann vonar að Fiskistofa fái heimild til að setja eftirlitsmyndavélar um borð í fiskiskip því raunin sýni að þörf sé á því. Eyþór telur myndavélakerfi um borð í fiskiskipum vera hagkvæmustu og bestu leiðina til að ná raunverulegum árangri í eftirliti með brottkasti. Málið sé á borði ráðherra og stýrihóps sem endurskoðar reglur í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Fiskistofustjóri segir mikilvægt að geta sagt með áreiðanlegum hætti hvort brottkast sé til staðar eður ei og hvert umfang þess er. Eyþór telur ekki einsýnt að brottkast sé að aukast. „Möguleikarnir að upplýsa um það eru að aukast. Við sjáum þessar myndir sem Landhelgisgæslan hefur náð. Þetta er frábær viðbót við eftirlit og brýnt að gera meira af þessu,“ segir Eyþór. Sjávarútvegur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Fiskistofustjóri telur myndavélakerfi í skipum og bátum nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að fiski sé kastað aftur í hafið. Alls eru sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts afla. Landhelgisgæslan náði við eftirlit fyrr í mánuðinum myndum af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta. Fiskistofa er að auki með fjögur önnur mál vegna brottkasts til skoðunar. „Við höfum verið að prófa okkur áfram með langdrægan sjónauka og taka myndbönd í gegnum það sem hefur gefið glettilega góða raun. Þar höfum við séð mjög sterkar vísbendingar um brottkast á grunnslóð,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.Í myndbandi Landhelgisgæslunnar má sjá skipverja kasta fiski fyrir borð.SkjáskotLangdrægir sjónaukar duga skammt Þótt sjónaukarnir séu langdrægir duga þeir eingöngu til að fylgjast með skipum nærri landi. „Við náum ekki til þessara skipa sem eru fjær landi. Þess vegna horfir maður til mögulegs ávinning af því að nota myndavélaeftirlitið,“ segir Eyþór fiskistofustjóri. Hann vonar að Fiskistofa fái heimild til að setja eftirlitsmyndavélar um borð í fiskiskip því raunin sýni að þörf sé á því. Eyþór telur myndavélakerfi um borð í fiskiskipum vera hagkvæmustu og bestu leiðina til að ná raunverulegum árangri í eftirliti með brottkasti. Málið sé á borði ráðherra og stýrihóps sem endurskoðar reglur í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Fiskistofustjóri segir mikilvægt að geta sagt með áreiðanlegum hætti hvort brottkast sé til staðar eður ei og hvert umfang þess er. Eyþór telur ekki einsýnt að brottkast sé að aukast. „Möguleikarnir að upplýsa um það eru að aukast. Við sjáum þessar myndir sem Landhelgisgæslan hefur náð. Þetta er frábær viðbót við eftirlit og brýnt að gera meira af þessu,“ segir Eyþór.
Sjávarútvegur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira