Kröfðu Smálán ehf. um 171 milljón Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2019 10:09 Smálánafyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir um þremur árum. Vísir/vilhelm Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að alls hafi verið gerðar kröfur í búið fyrir rúmlega 171 milljón króna en að skiptastjóri hafi samþykkt kröfur fyrir næstum 100 milljónir, þá sem almennar kröfur. Af þeim 171 milljóna kröfum sem gerðar voru í búið voru næstum 5 milljónir svokallaðar búskröfur, veðkröfur voru rúmlega 41,5 milljónir og almennar kröfur námu næstum 125 milljónum króna. Eftirstæðar kröfur reyndust um 9000 krónur. Almennir kröfuhafar fengu ráðstafað rúmlega 62% upp í samþykktar kröfur, sem námu tæplega 100 milljónum sem fyrr segir.Sjá einnig: Komist upp með grímulaus lögbrotSmálán ehf. var stofnað árið 2012 og var í 100% eigu DCC ehf., en skráður eigandi þess var Leifur Alexander Haraldsson. Fyrirtækið tengdist jafnframt öðru smálánafyrirtæki, Kredía ehf., en Marion Mengela var skráður sem stjórnarmaður og framkvæmdastjóri hjá báðum félögunum. Kredía var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2017 og nam gjaldþrot þess alls 252 milljónum króna. Kredía og Smálán höfðuðu mál á hendur Neytendastofu árið 2014. Ætlunin var að ógilda ákvörðun áfrýjunarnefndar neytendamála sem setti út á útreikning fyrirtækjanna á heildarlántökukostnaði. Neytendstofa var að endingu sýknuð af kröfum fyrirtækjanna. Þrátt fyrir gjaldþrotið eru Smálán ekki af baki dottin. Kredia, Hraðpeningar, Smálán, 1909 og Múla eru nú öll skráð í Danmörku. Vefsíður þeirra eru með danskt lén þrátt fyrir að vera á íslensku. Lénin eru í eigu tékkneska fjárfestingarfyrirtækisins Verrier Group sem er til húsa í blokk í Prag, eins og fjallað var um í lok mars. Gjaldþrot Smálán Tengdar fréttir Smálánafyrirtæki hyggjast áfrýja úrskurði 28. nóvember 2014 12:00 Gjaldþrot Kredia nam 252 milljónum króna Engar eignir fundust í búi Credit one ehf., sem rekið hafði smálánafyrirtækið Kredia. 8. janúar 2019 10:44 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að alls hafi verið gerðar kröfur í búið fyrir rúmlega 171 milljón króna en að skiptastjóri hafi samþykkt kröfur fyrir næstum 100 milljónir, þá sem almennar kröfur. Af þeim 171 milljóna kröfum sem gerðar voru í búið voru næstum 5 milljónir svokallaðar búskröfur, veðkröfur voru rúmlega 41,5 milljónir og almennar kröfur námu næstum 125 milljónum króna. Eftirstæðar kröfur reyndust um 9000 krónur. Almennir kröfuhafar fengu ráðstafað rúmlega 62% upp í samþykktar kröfur, sem námu tæplega 100 milljónum sem fyrr segir.Sjá einnig: Komist upp með grímulaus lögbrotSmálán ehf. var stofnað árið 2012 og var í 100% eigu DCC ehf., en skráður eigandi þess var Leifur Alexander Haraldsson. Fyrirtækið tengdist jafnframt öðru smálánafyrirtæki, Kredía ehf., en Marion Mengela var skráður sem stjórnarmaður og framkvæmdastjóri hjá báðum félögunum. Kredía var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2017 og nam gjaldþrot þess alls 252 milljónum króna. Kredía og Smálán höfðuðu mál á hendur Neytendastofu árið 2014. Ætlunin var að ógilda ákvörðun áfrýjunarnefndar neytendamála sem setti út á útreikning fyrirtækjanna á heildarlántökukostnaði. Neytendstofa var að endingu sýknuð af kröfum fyrirtækjanna. Þrátt fyrir gjaldþrotið eru Smálán ekki af baki dottin. Kredia, Hraðpeningar, Smálán, 1909 og Múla eru nú öll skráð í Danmörku. Vefsíður þeirra eru með danskt lén þrátt fyrir að vera á íslensku. Lénin eru í eigu tékkneska fjárfestingarfyrirtækisins Verrier Group sem er til húsa í blokk í Prag, eins og fjallað var um í lok mars.
Gjaldþrot Smálán Tengdar fréttir Smálánafyrirtæki hyggjast áfrýja úrskurði 28. nóvember 2014 12:00 Gjaldþrot Kredia nam 252 milljónum króna Engar eignir fundust í búi Credit one ehf., sem rekið hafði smálánafyrirtækið Kredia. 8. janúar 2019 10:44 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Gjaldþrot Kredia nam 252 milljónum króna Engar eignir fundust í búi Credit one ehf., sem rekið hafði smálánafyrirtækið Kredia. 8. janúar 2019 10:44
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00