Íslenski boltinn

Sló í gegn á móti Val í Pepsi Max-deildinni en spilaði í Olís-deildinni fyrir þremur árum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Logi í baráttunni við Kaj Leo í gær.
Logi í baráttunni við Kaj Leo í gær. vísir/daníel
Logi Tómasson skoraði stórkostlegt mark þegar Víkingur gerði 3-3 jafntefli við Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max-deild karla í opnunarleik deildarinnar.

Leikurinn var frábær skemmtun og mark Loga var af dýrari gerðinni en vinstri bakvörðurinn ungi sló í gegn í leiknum.

Logi kemur í gegnum unglingastarfið í Víkinni en hann er ekki bara liðtækur knattspyrnumaður því hann er einnig þekktur fyrir listir sínar í handbolta.







Hinn ungi Logi á nefnilega leik að baki í Olís-deild karla en hann var í leikmannahópi Víkinga sem spilaði gegn ÍBV í Olís-deild karla þann 23. mars 2016.

Víkingur féll úr deildinni það tímabilið en liðið sótti þó sigur til Eyja í miklum markaleik, 35-31. Það fylgir ekki sögunni hvort að Logi hafi komið við sögu í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×