Fundu bleika hnífa í skólastofu prinsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2019 19:50 Hishahito prins ásamt foreldrum sínum, prinsinum Akishino og Kiko prinsessu, fyrir utan grunnskólann hans í Tókýó. Getty/The Asahi Shimbun Japanska lögreglan hefur blásið til rannsóknar eftir að tveir hnífar fundust í skólastofu barnabarns Japanskeisara - skammt frá borði hins 12 ára gamla prins. Að sögn þarlendra miðla grandskoðar lögreglan upptökur úr öryggismyndavélum skólans. Talið er að á þeim sjáist maður sem sagður er hafa brugðið sér í gervi iðnaðarmanns til að komast inn í grunnskólann þar sem Hisahito stundar nám. Prinsinn og bekkjarfélagar hans voru annars staðar í byggingunni þegar maðurinn er talinn hafa komið hnífunum fyrir í skólastofunni. Ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum en heimildir breska ríkisútvarpsins herma að búið hafi verið að mála hnífana bleika. Auk þess hafi stólarnir í skólastofunni verið merktir með nöfnum barnanna og því hafi óþekkti maðurinn vitað hvar borð prinsins var að finna. Þrátt fyrir að prinsinn, sem í næstu viku verður annar í erfðaröðinni, sé alla jafna í fylgd lögreglumanna þá fylgja þeir honum ekki inn í skólastofurnar að sögn talsmanns keisarahallarinnar. Afi prinsins, keisarinn Akihito, mun formlega afsala sér krúnunni af heilsufarsástæðum á þriðjudaginn í næstu viku. Rúm 200 ár eru síðan að Japanskeisara afsalaði sér síðast krúnunni. Sonur Akihito, krónprinsinn Naruhito, tekur við embætti keisarans þann 1. maí. Embættið er valdalaust en þykir mikið sameiningartákn. Keisarafjölskyldan er sögð vinsæl þar í landi og hvers kyns hótanir gegn þeim eru afar fátíðar. Japan Kóngafólk Tengdar fréttir Akihito Japanskeisari hélt síðustu afmælisræðu sína Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. 24. desember 2018 09:00 Mikill mannfjöldi fagnaði 85 ára afmæli Japanskeisara Yfir áttatíuþúsund manns söfnuðust saman við keisarahöllina í Tókýó í dag, 85 ára afmælisdag Akihito keisara. 23. desember 2018 09:57 Trump verður fyrsti gestur nýs Japanskeisara Þrátt fyrir að nýr Japanskeisari hafi ekki tekið við embætti hefur hann ákveðið hvaða þjóðhöfðingja hann býður fyrst í opinbera heimsókn. 19. apríl 2019 13:37 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Japanska lögreglan hefur blásið til rannsóknar eftir að tveir hnífar fundust í skólastofu barnabarns Japanskeisara - skammt frá borði hins 12 ára gamla prins. Að sögn þarlendra miðla grandskoðar lögreglan upptökur úr öryggismyndavélum skólans. Talið er að á þeim sjáist maður sem sagður er hafa brugðið sér í gervi iðnaðarmanns til að komast inn í grunnskólann þar sem Hisahito stundar nám. Prinsinn og bekkjarfélagar hans voru annars staðar í byggingunni þegar maðurinn er talinn hafa komið hnífunum fyrir í skólastofunni. Ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum en heimildir breska ríkisútvarpsins herma að búið hafi verið að mála hnífana bleika. Auk þess hafi stólarnir í skólastofunni verið merktir með nöfnum barnanna og því hafi óþekkti maðurinn vitað hvar borð prinsins var að finna. Þrátt fyrir að prinsinn, sem í næstu viku verður annar í erfðaröðinni, sé alla jafna í fylgd lögreglumanna þá fylgja þeir honum ekki inn í skólastofurnar að sögn talsmanns keisarahallarinnar. Afi prinsins, keisarinn Akihito, mun formlega afsala sér krúnunni af heilsufarsástæðum á þriðjudaginn í næstu viku. Rúm 200 ár eru síðan að Japanskeisara afsalaði sér síðast krúnunni. Sonur Akihito, krónprinsinn Naruhito, tekur við embætti keisarans þann 1. maí. Embættið er valdalaust en þykir mikið sameiningartákn. Keisarafjölskyldan er sögð vinsæl þar í landi og hvers kyns hótanir gegn þeim eru afar fátíðar.
Japan Kóngafólk Tengdar fréttir Akihito Japanskeisari hélt síðustu afmælisræðu sína Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. 24. desember 2018 09:00 Mikill mannfjöldi fagnaði 85 ára afmæli Japanskeisara Yfir áttatíuþúsund manns söfnuðust saman við keisarahöllina í Tókýó í dag, 85 ára afmælisdag Akihito keisara. 23. desember 2018 09:57 Trump verður fyrsti gestur nýs Japanskeisara Þrátt fyrir að nýr Japanskeisari hafi ekki tekið við embætti hefur hann ákveðið hvaða þjóðhöfðingja hann býður fyrst í opinbera heimsókn. 19. apríl 2019 13:37 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Akihito Japanskeisari hélt síðustu afmælisræðu sína Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. 24. desember 2018 09:00
Mikill mannfjöldi fagnaði 85 ára afmæli Japanskeisara Yfir áttatíuþúsund manns söfnuðust saman við keisarahöllina í Tókýó í dag, 85 ára afmælisdag Akihito keisara. 23. desember 2018 09:57
Trump verður fyrsti gestur nýs Japanskeisara Þrátt fyrir að nýr Japanskeisari hafi ekki tekið við embætti hefur hann ákveðið hvaða þjóðhöfðingja hann býður fyrst í opinbera heimsókn. 19. apríl 2019 13:37