Telur sig ekki hafa farið illa með Anitu Hill Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2019 23:35 Joe Biden tilkynnti í gær um framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna. Hann þykir einna sigurstranglegastur meðframbjóðenda sinna í Demókrataflokknum. Vísir/Getty Joe Biden, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa farið illa með Anitu Hill, lögfræðinginn sem sakaði Clarence Thomas, þáverandi Hæstaréttardómaraefni, um kynferðislega áreitni árið 1991. Hill var kölluð fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings árið 1991 og bar þar vitni um ósæmilega hegðun dómarans í sinn garð. Biden var þá formaður nefndarinnar og hefur verið gagnrýndur ítrekað fyrir meðferð sína á vitnisburði Hill. Allir nefndarmenn voru hvítir karlmenn, en bæði Hill og Thomas eru svört, og þá láðist honum einnig að kalla konur, sem sögðust geta staðfest frásögn Hill, fyrir nefndina. Thomas var að endingu staðfestur sem Hæstaréttardómari og situr enn sem dómari í réttinum.Sjá einnig: Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Biden var í dag gestur sjónvarpsþáttarins The View sem sýndur er á ABC-sjónvarpsstöðinni. Einn stjórnandi þáttarins innti Biden eftir því af hverju hann væri ragur við að biðja Hill afsökunar á framferði sínu. „Mér þykir fyrir því hvernig farið var með hana,“ sagði Biden. „Ef þú ferð yfir það sem ég sagði, og sagði ekki, þá finnst mér ég ekki hafa farið illa með hana.“Biden tilkynnti í gær um framboð sitt í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Samdægurs tjáði Hill bandaríska dagblaðinu New York Times að Biden hefði haft samband við sig áður en hann tilkynnti framboðið og lýst yfir „eftirsjá“ vegna þess sem hún hafi þurft að þola. Hill lýsti því jafnframt yfir að hún tæki afsökunarbeiðnina ekki gilda, í það minnsta ekki fyrr en Biden tæki almennilega ábyrgð á framferði sínu. Biden þykir einna sigurstranglegastur í hópi meðframbjóðenda sinna í Demókrataflokknum, þrátt fyrir nýlegar ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni. Í dag var tilkynnt að framboð hans hefði safnað 6,3 milljónum Bandaríkjadala, rúmum 765 milljónum íslenskra króna, fyrsta sólarhringinn, mest allra frambjóðenda hingað til. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. 25. apríl 2019 13:46 Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa farið illa með Anitu Hill, lögfræðinginn sem sakaði Clarence Thomas, þáverandi Hæstaréttardómaraefni, um kynferðislega áreitni árið 1991. Hill var kölluð fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings árið 1991 og bar þar vitni um ósæmilega hegðun dómarans í sinn garð. Biden var þá formaður nefndarinnar og hefur verið gagnrýndur ítrekað fyrir meðferð sína á vitnisburði Hill. Allir nefndarmenn voru hvítir karlmenn, en bæði Hill og Thomas eru svört, og þá láðist honum einnig að kalla konur, sem sögðust geta staðfest frásögn Hill, fyrir nefndina. Thomas var að endingu staðfestur sem Hæstaréttardómari og situr enn sem dómari í réttinum.Sjá einnig: Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Biden var í dag gestur sjónvarpsþáttarins The View sem sýndur er á ABC-sjónvarpsstöðinni. Einn stjórnandi þáttarins innti Biden eftir því af hverju hann væri ragur við að biðja Hill afsökunar á framferði sínu. „Mér þykir fyrir því hvernig farið var með hana,“ sagði Biden. „Ef þú ferð yfir það sem ég sagði, og sagði ekki, þá finnst mér ég ekki hafa farið illa með hana.“Biden tilkynnti í gær um framboð sitt í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Samdægurs tjáði Hill bandaríska dagblaðinu New York Times að Biden hefði haft samband við sig áður en hann tilkynnti framboðið og lýst yfir „eftirsjá“ vegna þess sem hún hafi þurft að þola. Hill lýsti því jafnframt yfir að hún tæki afsökunarbeiðnina ekki gilda, í það minnsta ekki fyrr en Biden tæki almennilega ábyrgð á framferði sínu. Biden þykir einna sigurstranglegastur í hópi meðframbjóðenda sinna í Demókrataflokknum, þrátt fyrir nýlegar ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni. Í dag var tilkynnt að framboð hans hefði safnað 6,3 milljónum Bandaríkjadala, rúmum 765 milljónum íslenskra króna, fyrsta sólarhringinn, mest allra frambjóðenda hingað til.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. 25. apríl 2019 13:46 Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Hæddist að „Sybbna-Jóa“ og grínast með gáfnafar frambjóðandans Bandaríkjaforseti hæddist að Joe Biden sem í morgun tilkynnti um framboð sitt. 25. apríl 2019 13:46
Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi Joe Biden býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. 25. apríl 2019 11:42