Náðu myndböndum af meintu brottkasti fiskibáta Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2019 17:53 Úr myndbandi Landhelgisgæslunnar þar sem sjá má skipverja kasta fiski fyrir borð. Skjáskot Landhelgisgæslan náði myndbandi af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta við reglubundið eftirlit á hafi úti í apríl. Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Fiskistofa er með málið til skoðunar. Í spilaranum hér í fréttinni má sjá myndskeið af skipverjum fiskibáts að störfum og augljóst að verið er að henda fiski frá borði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni um málið segir að skipstjórar fiskibátanna eigi yfir höfði sér kæru vegna athæfisins.„Það er greinilegt að þarna er um brottkast að ræða. Ólöglegt brottkast sem við munum rannsaka nánar,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Landhelgisgæslan, sem sinnir reglulega löggæslu á hafi, náði atvikinu á öflugan myndavélabúnað sinn sem er í flugvélinni TF-SIF. Með honum hefur áhöfnin aukna getu til að fylgjast með fiskveiðum úr töluverðri hæð.Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2„Við lítum áþetta mál mjög alvarlegum augum. Þarna er um að ræða grófa aðför að auðlindinni. Svo ekki sé talað um náttúruvernd og þau sjónarmið sem þar kunnu að vera uppi. Þetta er málefni sem við munum reyna eftir fremsta megni að fylgja fast eftir.“ Georg segir Fiskistofu og Gæsluna hafa aukið samstarf sitt í von um að geta fylgst betur með veiðum í kringum landið. Samkvæmt lögum er það hlutverk Landhelgisgæslunnar að sinna löggæslu og eftirliti á hafsvæðinu kringum Ísland. „Við gerum það með flugvél og dróna, með varðskipum og bátum. Þannig aðþetta er eitt af okkar stóru verkefnum,“ segir Georg.Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu.Skjáskot/Stöð 2Málið er til rannsóknar hjá Fiskistofu. Eftir fréttaumfjöllun í lok árs 2017 um meint brottkast áhafnar frystitogarans Kleifarbergs sætti Fiskistofa mikilli gagnrýnni fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og eftirliti nægilega vel. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir málið í skoðun, kanna þurfi hvort hægt sé að hefja stjórnsýslumál á hendur þessum aðilum byggt á myndbandinu. „Það er mjög erfitt að sanna brottkast, já. Við verðum að vera með mjög góð og áreiðanleg gögn til að geta byggt svoleiðis mál á. Já, þau eru flókin,“ segir Eyþór. Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Sjávarútvegsráðherra til í að skoða að setja eftirlitsmyndavélar í fiskiskip Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. 22. janúar 2019 12:00 Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs Réttaráhrifum veiðileyfasviptingu Kleifabergs RE-70 hefur verið frestað til 15. apríl næstkomandi á meðan unnið er úr kæru Brims á ákvörðun Fiskistofu. Andmælaréttur fyrirtækisins ekki virtur. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Landhelgisgæslan náði myndbandi af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta við reglubundið eftirlit á hafi úti í apríl. Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Fiskistofa er með málið til skoðunar. Í spilaranum hér í fréttinni má sjá myndskeið af skipverjum fiskibáts að störfum og augljóst að verið er að henda fiski frá borði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni um málið segir að skipstjórar fiskibátanna eigi yfir höfði sér kæru vegna athæfisins.„Það er greinilegt að þarna er um brottkast að ræða. Ólöglegt brottkast sem við munum rannsaka nánar,“ segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Landhelgisgæslan, sem sinnir reglulega löggæslu á hafi, náði atvikinu á öflugan myndavélabúnað sinn sem er í flugvélinni TF-SIF. Með honum hefur áhöfnin aukna getu til að fylgjast með fiskveiðum úr töluverðri hæð.Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.Skjáskot/Stöð 2„Við lítum áþetta mál mjög alvarlegum augum. Þarna er um að ræða grófa aðför að auðlindinni. Svo ekki sé talað um náttúruvernd og þau sjónarmið sem þar kunnu að vera uppi. Þetta er málefni sem við munum reyna eftir fremsta megni að fylgja fast eftir.“ Georg segir Fiskistofu og Gæsluna hafa aukið samstarf sitt í von um að geta fylgst betur með veiðum í kringum landið. Samkvæmt lögum er það hlutverk Landhelgisgæslunnar að sinna löggæslu og eftirliti á hafsvæðinu kringum Ísland. „Við gerum það með flugvél og dróna, með varðskipum og bátum. Þannig aðþetta er eitt af okkar stóru verkefnum,“ segir Georg.Eyþór Björnsson, forstjóri Fiskistofu.Skjáskot/Stöð 2Málið er til rannsóknar hjá Fiskistofu. Eftir fréttaumfjöllun í lok árs 2017 um meint brottkast áhafnar frystitogarans Kleifarbergs sætti Fiskistofa mikilli gagnrýnni fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og eftirliti nægilega vel. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir málið í skoðun, kanna þurfi hvort hægt sé að hefja stjórnsýslumál á hendur þessum aðilum byggt á myndbandinu. „Það er mjög erfitt að sanna brottkast, já. Við verðum að vera með mjög góð og áreiðanleg gögn til að geta byggt svoleiðis mál á. Já, þau eru flókin,“ segir Eyþór.
Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58 Sjávarútvegsráðherra til í að skoða að setja eftirlitsmyndavélar í fiskiskip Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. 22. janúar 2019 12:00 Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs Réttaráhrifum veiðileyfasviptingu Kleifabergs RE-70 hefur verið frestað til 15. apríl næstkomandi á meðan unnið er úr kæru Brims á ákvörðun Fiskistofu. Andmælaréttur fyrirtækisins ekki virtur. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið. 18. janúar 2019 19:58
Sjávarútvegsráðherra til í að skoða að setja eftirlitsmyndavélar í fiskiskip Sjávarútvegsráðherra vill skoða þann möguleika að settar verði upp myndavélar um borð í fiskiskip til að hafa eftirlit með brottkasti á fiski. 22. janúar 2019 12:00
Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs Réttaráhrifum veiðileyfasviptingu Kleifabergs RE-70 hefur verið frestað til 15. apríl næstkomandi á meðan unnið er úr kæru Brims á ákvörðun Fiskistofu. Andmælaréttur fyrirtækisins ekki virtur. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi. 28. janúar 2019 06:00