Sigurvegarar og lúserar Þórlindur Kjartansson skrifar 26. apríl 2019 07:00 Í minningargreinum er örugglega sjaldgæft að fólki sé hrósað sérstaklega fyrir suma af þeim eiginleikum sem þó virðast hafðir í miklum hávegum í samfélagi nútímans. „Afi var sannur sigurvegari í lífinu og lét ekki bjóða sér neina vitleysu. Hann sendi vínflöskur miskunnarlaust til baka á veitingastöðum þegar þær uppfylltu ekki gæðakröfur hans og það var regla frekar en undantekning að hann léti skipta að minnsta kosti tvisvar um hótelherbergi þegar hann ferðaðist. Hann var mjög veraldarvanur og lét þjónustufólk fá það óþvegið ef honum mislíkaði hvernig komið var fram við hann. Okkur barnabörnunum er sérlega minnistætt þegar hann kallaði þernuna sem hafði nýlokið við að „þrífa“ hótelherbergið okkar í New York aftur inn til okkar og klíndi svo með tilþrifum á nefið á henni rykskán sem hann hafði strokið ofan af myndaramma og sagðist mundu sjá til þess að hún yrði rekin ef hún tæki sig ekki saman í andlitinu. Seinna útskýrði hann fyrir okkur að hann hafi í raun verið að gera henni greiða því hún myndi læra af þessu dýrmæta lexíu um leið og hún hætti að grenja. Þetta fannst okkur fallega gert af honum. Hann átti aldrei neitt inni hjá neinum, lét aldrei plata sig, sýndi óvinum sínum enga miskunn og þótt hann væri forríkur eyddi hann hvorki tíma né peningum í að styðja einhverja aumingja—hvorki hér innanlands eða í útlöndum. Hans verður sárt saknað.“Gildin í daglega lífinu Það kann að vera að ég hafi ekki lesið nógu mikið af minningargreinum, en af því sem ég hef lesið þá virðist það vera ákveðið meginstef að lýsa frekar mýkri hliðum fólks, góðmennsku, elskulegheitum og hlýju heldur en veraldlegum sigrum, efnahagslegu bolmagni og kaupgetu. Uppskáldaða dæmið hér að ofan líkist engu af því sem ég hef séð hingað til. Þetta er í raun mjög skrýtið ef við lítum til þess hvers lags skilaboð eru almennt ríkjandi í dægurmenningunni. Þar er hið æðsta gildi sem hægt er að stefna að einmitt það að vera sigurvegari í lífinu—„winner“. En alls ekki undirtylla eða gólfmotta sem aðrir troða á, semsagt að vera „lúser“. Þessi tvískipting er líklega einna helst áberandi í bandarískri menningu, þar sem dýrkun á sigurvegurum er allsráðandi á öllum stigum samfélagsins. Sigurvegari er sá sem lætur engan eiga neitt inni hjá sér, lætur ekki plata sig, er alfadýrið í hjörðinni, biður engan afsökunar á sjálfum sér og keppist við að skilja eftir sig sem allra stærst og karlmannlegast kolefnisfótspor til marks um sigurgöngu sína í þessu jarðlífi. Ekki vera „lúser“ Þessi aðgreining á milli „sigurvegara“ og „lúsera“ endurspeglast ekki bara í bandarískri dægurmenningu heldur er hún hluti af allri pólitískri umræðu. Það að vera sigurvegari er mikilvægara en nokkur annar eiginleiki. „Looks like a winner“ eru einhver bestu meðmæli sem hægt er að gefa nokkrum manni þegar kemur að því að velja menn til forystu í bandarísku þjóðlífi—hvort sem það er í hernum, innan stórfyrirtækja eða í stjórnmálum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta, eins og flest annað, fyrst og fremst um peninga og ytri fegurð. Þeir sem eiga nóg af peningum og lifa í vellystingum sýna þar með hina einu raunverulegu birtingarmynd velgengni sem einhver virðing er borin fyrir í bandarískri dægurmenningu. „Hver sá sem sagði að peningar gætu ekki leyst vandamálin hlýtur að hafa ekki átt nóg af peningum til að leysa þau,“ syngur söngkonan Ariana Grande í laginu „7 Rings“ sem var á toppi vinsældalista um heim allan í upphafi ársins. Í laginu notast Grande við lagið „Döggin á rósum“ (My Favourite Things) úr Söngvaseið—en snýr boðskap lagsins algjörlega á haus. Eins og flestir þekkja snýst hinn upphaflegi boðskapur textans um að fagna fegurð einfaldleikans—allt sem sungið er um er ódýrt eða ókeypis samanber „fjúkið úr snjónum á augnlokum mínum,“ eins og segir í meistaralegri þýðingu Flosa Ólafssonar. Lagið hennar Ariönu Grande er hins vegar lofsöngur um kampavínsdrykkju, skartgripi, innkaupafyllerí og óhefta kaupgetu með svarta kortinu frá American Express. „Ég sé það, mér líkar það, ég vil það, ég kaupi það,“ segir viðlagið. Neysludýrkun sigurvegarans Þessi kinnroðalausa og klámfengna neysludýrkun er tiltölulega ný af nálinni í dægurmenningunni. Sambærileg umfjöllunarefni og í lagi Aríönnu Grande eru nú til dags ríkjandi í vinsælli dægurtónlist—en hefðu verið óhugsandi fyrir örfáum áratugum hjá tónlistarfólki sem tók sig alvarlega. Og það er auðvitað ekki við tiltekna listamenn að sakast, þetta er einfaldlega birtingarmynd á þeim gildum sem virðast ráðandi á yfirborðinu. Það skiptir meira máli að vera „flottur“ heldur en góður—að sigra er gildi í sjálfu sér óháð því hvernig sá sigur er fenginn eða með hvaða ráðum hann er keyptur. Það er álitið betra að vera svindlari heldur en „lúser“. Þetta kann að skýra að einhverju leyti af hverju Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna. Hann hefur yfir sér áru sigurvegarans (enda er sú ára þaulhugsuð og æfð í hans tilviki). Trump svífst einskis til að sigra en í staðinn fyrir að vera vantreyst fyrir þær sakir er hann upphafinn og dýrkaður. Það hvort hann er „góður maður“ í hefðbundnum hversdagslegum skilningi þess hugtaks virðist engu máli skipta. Það sem skiptir máli er að hann er „sigurvegari“. Sigursælt samfélag Þótt veraldleg velgengni geti verið eftirsóknarverð og borið vitni um dugnað og metnað—þá segir hún oftast sáralitla sögu í heildarsamhenginu um hversu góðu lífi fólk lifir. Það er gott samfélag þar sem borin er virðing fyrir fólki á grundvelli þess hvort það lætur gott af sér leiða, sinnir verkefnum sínum af metnaði, kemur fram við meðborgara sína af alúð og stuðlar almennt að vellíðan í kringum sig. Þegar við minnumst góðs fólks og lærum af því þá er það sjaldnast á grundvelli þess hvort það flokkaðist sem „sigurvegari“ eða „lúser“—heldur einmitt á grundvelli þess hvort fólkið var hlýlegt, gott og heiðarlegt; og líka hvort það náði að upplifa fegurðina í einfaldleikanum. Það skiptir meira máli og er svo miklu varanlegra heldur en kaupgetan, kampavínsdrykkjan og skartgripirnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í minningargreinum er örugglega sjaldgæft að fólki sé hrósað sérstaklega fyrir suma af þeim eiginleikum sem þó virðast hafðir í miklum hávegum í samfélagi nútímans. „Afi var sannur sigurvegari í lífinu og lét ekki bjóða sér neina vitleysu. Hann sendi vínflöskur miskunnarlaust til baka á veitingastöðum þegar þær uppfylltu ekki gæðakröfur hans og það var regla frekar en undantekning að hann léti skipta að minnsta kosti tvisvar um hótelherbergi þegar hann ferðaðist. Hann var mjög veraldarvanur og lét þjónustufólk fá það óþvegið ef honum mislíkaði hvernig komið var fram við hann. Okkur barnabörnunum er sérlega minnistætt þegar hann kallaði þernuna sem hafði nýlokið við að „þrífa“ hótelherbergið okkar í New York aftur inn til okkar og klíndi svo með tilþrifum á nefið á henni rykskán sem hann hafði strokið ofan af myndaramma og sagðist mundu sjá til þess að hún yrði rekin ef hún tæki sig ekki saman í andlitinu. Seinna útskýrði hann fyrir okkur að hann hafi í raun verið að gera henni greiða því hún myndi læra af þessu dýrmæta lexíu um leið og hún hætti að grenja. Þetta fannst okkur fallega gert af honum. Hann átti aldrei neitt inni hjá neinum, lét aldrei plata sig, sýndi óvinum sínum enga miskunn og þótt hann væri forríkur eyddi hann hvorki tíma né peningum í að styðja einhverja aumingja—hvorki hér innanlands eða í útlöndum. Hans verður sárt saknað.“Gildin í daglega lífinu Það kann að vera að ég hafi ekki lesið nógu mikið af minningargreinum, en af því sem ég hef lesið þá virðist það vera ákveðið meginstef að lýsa frekar mýkri hliðum fólks, góðmennsku, elskulegheitum og hlýju heldur en veraldlegum sigrum, efnahagslegu bolmagni og kaupgetu. Uppskáldaða dæmið hér að ofan líkist engu af því sem ég hef séð hingað til. Þetta er í raun mjög skrýtið ef við lítum til þess hvers lags skilaboð eru almennt ríkjandi í dægurmenningunni. Þar er hið æðsta gildi sem hægt er að stefna að einmitt það að vera sigurvegari í lífinu—„winner“. En alls ekki undirtylla eða gólfmotta sem aðrir troða á, semsagt að vera „lúser“. Þessi tvískipting er líklega einna helst áberandi í bandarískri menningu, þar sem dýrkun á sigurvegurum er allsráðandi á öllum stigum samfélagsins. Sigurvegari er sá sem lætur engan eiga neitt inni hjá sér, lætur ekki plata sig, er alfadýrið í hjörðinni, biður engan afsökunar á sjálfum sér og keppist við að skilja eftir sig sem allra stærst og karlmannlegast kolefnisfótspor til marks um sigurgöngu sína í þessu jarðlífi. Ekki vera „lúser“ Þessi aðgreining á milli „sigurvegara“ og „lúsera“ endurspeglast ekki bara í bandarískri dægurmenningu heldur er hún hluti af allri pólitískri umræðu. Það að vera sigurvegari er mikilvægara en nokkur annar eiginleiki. „Looks like a winner“ eru einhver bestu meðmæli sem hægt er að gefa nokkrum manni þegar kemur að því að velja menn til forystu í bandarísku þjóðlífi—hvort sem það er í hernum, innan stórfyrirtækja eða í stjórnmálum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta, eins og flest annað, fyrst og fremst um peninga og ytri fegurð. Þeir sem eiga nóg af peningum og lifa í vellystingum sýna þar með hina einu raunverulegu birtingarmynd velgengni sem einhver virðing er borin fyrir í bandarískri dægurmenningu. „Hver sá sem sagði að peningar gætu ekki leyst vandamálin hlýtur að hafa ekki átt nóg af peningum til að leysa þau,“ syngur söngkonan Ariana Grande í laginu „7 Rings“ sem var á toppi vinsældalista um heim allan í upphafi ársins. Í laginu notast Grande við lagið „Döggin á rósum“ (My Favourite Things) úr Söngvaseið—en snýr boðskap lagsins algjörlega á haus. Eins og flestir þekkja snýst hinn upphaflegi boðskapur textans um að fagna fegurð einfaldleikans—allt sem sungið er um er ódýrt eða ókeypis samanber „fjúkið úr snjónum á augnlokum mínum,“ eins og segir í meistaralegri þýðingu Flosa Ólafssonar. Lagið hennar Ariönu Grande er hins vegar lofsöngur um kampavínsdrykkju, skartgripi, innkaupafyllerí og óhefta kaupgetu með svarta kortinu frá American Express. „Ég sé það, mér líkar það, ég vil það, ég kaupi það,“ segir viðlagið. Neysludýrkun sigurvegarans Þessi kinnroðalausa og klámfengna neysludýrkun er tiltölulega ný af nálinni í dægurmenningunni. Sambærileg umfjöllunarefni og í lagi Aríönnu Grande eru nú til dags ríkjandi í vinsælli dægurtónlist—en hefðu verið óhugsandi fyrir örfáum áratugum hjá tónlistarfólki sem tók sig alvarlega. Og það er auðvitað ekki við tiltekna listamenn að sakast, þetta er einfaldlega birtingarmynd á þeim gildum sem virðast ráðandi á yfirborðinu. Það skiptir meira máli að vera „flottur“ heldur en góður—að sigra er gildi í sjálfu sér óháð því hvernig sá sigur er fenginn eða með hvaða ráðum hann er keyptur. Það er álitið betra að vera svindlari heldur en „lúser“. Þetta kann að skýra að einhverju leyti af hverju Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna. Hann hefur yfir sér áru sigurvegarans (enda er sú ára þaulhugsuð og æfð í hans tilviki). Trump svífst einskis til að sigra en í staðinn fyrir að vera vantreyst fyrir þær sakir er hann upphafinn og dýrkaður. Það hvort hann er „góður maður“ í hefðbundnum hversdagslegum skilningi þess hugtaks virðist engu máli skipta. Það sem skiptir máli er að hann er „sigurvegari“. Sigursælt samfélag Þótt veraldleg velgengni geti verið eftirsóknarverð og borið vitni um dugnað og metnað—þá segir hún oftast sáralitla sögu í heildarsamhenginu um hversu góðu lífi fólk lifir. Það er gott samfélag þar sem borin er virðing fyrir fólki á grundvelli þess hvort það lætur gott af sér leiða, sinnir verkefnum sínum af metnaði, kemur fram við meðborgara sína af alúð og stuðlar almennt að vellíðan í kringum sig. Þegar við minnumst góðs fólks og lærum af því þá er það sjaldnast á grundvelli þess hvort það flokkaðist sem „sigurvegari“ eða „lúser“—heldur einmitt á grundvelli þess hvort fólkið var hlýlegt, gott og heiðarlegt; og líka hvort það náði að upplifa fegurðina í einfaldleikanum. Það skiptir meira máli og er svo miklu varanlegra heldur en kaupgetan, kampavínsdrykkjan og skartgripirnir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun