Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Sighvatur Jónsson skrifar 25. apríl 2019 12:30 Í skoðunarskýrslum Matvælastofnunar er Ópal sjávarfang gagnrýnt fyrir að hafa brugðist seint við varðandi innköllun á laxi vegna listeríusmits. Vísir/Getty Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. Greint hefur verið frá því að kona á fimmtugsaldri með undirliggjandi ónæmisbælingu lést vegna listeríusýkingar sem hún fékk eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfangi. Eftirlitsmenn frá Matvælastofnun skoðuðu framleiðslu fyrirtækisins fyrst 25. janúar vegna ábendingar frá embætti Landlæknis um að listería hefði greinst í blóði konunnar. Tekin voru þrettán sýni um alla vinnsluna, jafnt úr hráefni sem vörutegundum. Samkvæmt skoðunarskýrslu greindist listería í graflaxbitum, birkireyktum laxi og birkireyktri fjallableikju. Þá greindist bakterían á fjórum stöðum í vinnslunni; í skurðarbretti, skurðarborði, niðurfalli og grind. Samtals voru níu athugasemdir gerðar í þessari fyrstu skoðun. Meðal annars var gerð athugasemd við að of langur tími liði milli þess sem meindýraeyðir vitjaði um gildrur. Þá var bent á að áhöld til þrifa ættu að vera upphengd en þau voru geymd á gólfi víða í vinnslu fyrirtækisins.Fleiri og alvarlegri athugasemdir Ellefu dögum síðar var annað eftirlit. Þá voru gerðar fjórtán athugasemdir. Til viðbótar við fyrri athugasemdir var nú bent á óhreinindi á tækjum og áhöldum. Auk þess var bent á að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári, en samkvæmt leiðbeiningum MAST á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Matvælastofnun skoðaði Ópal sjávarfang í þriðja sinn 11. febrúar. Þá fjölgaði athugasemdum enn, gerðar voru kröfur um úrbætur í 18 atriðum, þar af voru tvær alvarlegar athugasemdir. Önnur þeirra sneri að því að vörur hefðu verið seldar frá fyrirtækinu tveimur dögum eftir að Matvælastofnun tilkynnti fyrirtækinu um fyrirhugaða ákvörðun um stöðvun framleiðslu og dreifingu vara. Einnig var gerð alvarleg athugasemd við að fyrirtækið hafi innkallað vörur tveimur dögum eftir að listeríusmit hafði verið staðfest. Þá hafi Ópal sjávarfang eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju.Matvælastofnun stöðvaði starfsemi og dreifingu á vörum Ópal sjávarfangs tímabundið vegna listeríu sem greindist á nokkrum stöðum í framleiðslu fyrirtækisins.Fréttablaðið/AntonDreifing undir eftirliti Matvælastofnunar Eftir að starfsemi og dreifing var stöðvuð í byrjun febrúar var starfsstöð Ópal sjávarfangs hreinsuð og ný sýni tekin í kjölfarið. Matvælastofnun samþykkti dreifingu á vörum fyrirtækisins aftur 19. febrúar. Vörur frá Ópal sjávarfangi fara ekki á markað fyrr en stofnunin hefur staðfest að viðkomandi framleiðslulota hafi greinst neikvæð fyrir listeríu. Forsvarsmenn Ópal sjávarfangs vildu ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða í morgun. Vísað var til yfirlýsingar sem á að senda fjölmiðlum síðar í dag. Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. Greint hefur verið frá því að kona á fimmtugsaldri með undirliggjandi ónæmisbælingu lést vegna listeríusýkingar sem hún fékk eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfangi. Eftirlitsmenn frá Matvælastofnun skoðuðu framleiðslu fyrirtækisins fyrst 25. janúar vegna ábendingar frá embætti Landlæknis um að listería hefði greinst í blóði konunnar. Tekin voru þrettán sýni um alla vinnsluna, jafnt úr hráefni sem vörutegundum. Samkvæmt skoðunarskýrslu greindist listería í graflaxbitum, birkireyktum laxi og birkireyktri fjallableikju. Þá greindist bakterían á fjórum stöðum í vinnslunni; í skurðarbretti, skurðarborði, niðurfalli og grind. Samtals voru níu athugasemdir gerðar í þessari fyrstu skoðun. Meðal annars var gerð athugasemd við að of langur tími liði milli þess sem meindýraeyðir vitjaði um gildrur. Þá var bent á að áhöld til þrifa ættu að vera upphengd en þau voru geymd á gólfi víða í vinnslu fyrirtækisins.Fleiri og alvarlegri athugasemdir Ellefu dögum síðar var annað eftirlit. Þá voru gerðar fjórtán athugasemdir. Til viðbótar við fyrri athugasemdir var nú bent á óhreinindi á tækjum og áhöldum. Auk þess var bent á að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári, en samkvæmt leiðbeiningum MAST á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Matvælastofnun skoðaði Ópal sjávarfang í þriðja sinn 11. febrúar. Þá fjölgaði athugasemdum enn, gerðar voru kröfur um úrbætur í 18 atriðum, þar af voru tvær alvarlegar athugasemdir. Önnur þeirra sneri að því að vörur hefðu verið seldar frá fyrirtækinu tveimur dögum eftir að Matvælastofnun tilkynnti fyrirtækinu um fyrirhugaða ákvörðun um stöðvun framleiðslu og dreifingu vara. Einnig var gerð alvarleg athugasemd við að fyrirtækið hafi innkallað vörur tveimur dögum eftir að listeríusmit hafði verið staðfest. Þá hafi Ópal sjávarfang eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju.Matvælastofnun stöðvaði starfsemi og dreifingu á vörum Ópal sjávarfangs tímabundið vegna listeríu sem greindist á nokkrum stöðum í framleiðslu fyrirtækisins.Fréttablaðið/AntonDreifing undir eftirliti Matvælastofnunar Eftir að starfsemi og dreifing var stöðvuð í byrjun febrúar var starfsstöð Ópal sjávarfangs hreinsuð og ný sýni tekin í kjölfarið. Matvælastofnun samþykkti dreifingu á vörum fyrirtækisins aftur 19. febrúar. Vörur frá Ópal sjávarfangi fara ekki á markað fyrr en stofnunin hefur staðfest að viðkomandi framleiðslulota hafi greinst neikvæð fyrir listeríu. Forsvarsmenn Ópal sjávarfangs vildu ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða í morgun. Vísað var til yfirlýsingar sem á að senda fjölmiðlum síðar í dag.
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira