Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit Sighvatur Jónsson skrifar 25. apríl 2019 12:30 Í skoðunarskýrslum Matvælastofnunar er Ópal sjávarfang gagnrýnt fyrir að hafa brugðist seint við varðandi innköllun á laxi vegna listeríusmits. Vísir/Getty Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. Greint hefur verið frá því að kona á fimmtugsaldri með undirliggjandi ónæmisbælingu lést vegna listeríusýkingar sem hún fékk eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfangi. Eftirlitsmenn frá Matvælastofnun skoðuðu framleiðslu fyrirtækisins fyrst 25. janúar vegna ábendingar frá embætti Landlæknis um að listería hefði greinst í blóði konunnar. Tekin voru þrettán sýni um alla vinnsluna, jafnt úr hráefni sem vörutegundum. Samkvæmt skoðunarskýrslu greindist listería í graflaxbitum, birkireyktum laxi og birkireyktri fjallableikju. Þá greindist bakterían á fjórum stöðum í vinnslunni; í skurðarbretti, skurðarborði, niðurfalli og grind. Samtals voru níu athugasemdir gerðar í þessari fyrstu skoðun. Meðal annars var gerð athugasemd við að of langur tími liði milli þess sem meindýraeyðir vitjaði um gildrur. Þá var bent á að áhöld til þrifa ættu að vera upphengd en þau voru geymd á gólfi víða í vinnslu fyrirtækisins.Fleiri og alvarlegri athugasemdir Ellefu dögum síðar var annað eftirlit. Þá voru gerðar fjórtán athugasemdir. Til viðbótar við fyrri athugasemdir var nú bent á óhreinindi á tækjum og áhöldum. Auk þess var bent á að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári, en samkvæmt leiðbeiningum MAST á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Matvælastofnun skoðaði Ópal sjávarfang í þriðja sinn 11. febrúar. Þá fjölgaði athugasemdum enn, gerðar voru kröfur um úrbætur í 18 atriðum, þar af voru tvær alvarlegar athugasemdir. Önnur þeirra sneri að því að vörur hefðu verið seldar frá fyrirtækinu tveimur dögum eftir að Matvælastofnun tilkynnti fyrirtækinu um fyrirhugaða ákvörðun um stöðvun framleiðslu og dreifingu vara. Einnig var gerð alvarleg athugasemd við að fyrirtækið hafi innkallað vörur tveimur dögum eftir að listeríusmit hafði verið staðfest. Þá hafi Ópal sjávarfang eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju.Matvælastofnun stöðvaði starfsemi og dreifingu á vörum Ópal sjávarfangs tímabundið vegna listeríu sem greindist á nokkrum stöðum í framleiðslu fyrirtækisins.Fréttablaðið/AntonDreifing undir eftirliti Matvælastofnunar Eftir að starfsemi og dreifing var stöðvuð í byrjun febrúar var starfsstöð Ópal sjávarfangs hreinsuð og ný sýni tekin í kjölfarið. Matvælastofnun samþykkti dreifingu á vörum fyrirtækisins aftur 19. febrúar. Vörur frá Ópal sjávarfangi fara ekki á markað fyrr en stofnunin hefur staðfest að viðkomandi framleiðslulota hafi greinst neikvæð fyrir listeríu. Forsvarsmenn Ópal sjávarfangs vildu ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða í morgun. Vísað var til yfirlýsingar sem á að senda fjölmiðlum síðar í dag. Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju. Greint hefur verið frá því að kona á fimmtugsaldri með undirliggjandi ónæmisbælingu lést vegna listeríusýkingar sem hún fékk eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax frá fyrirtækinu Ópal sjávarfangi. Eftirlitsmenn frá Matvælastofnun skoðuðu framleiðslu fyrirtækisins fyrst 25. janúar vegna ábendingar frá embætti Landlæknis um að listería hefði greinst í blóði konunnar. Tekin voru þrettán sýni um alla vinnsluna, jafnt úr hráefni sem vörutegundum. Samkvæmt skoðunarskýrslu greindist listería í graflaxbitum, birkireyktum laxi og birkireyktri fjallableikju. Þá greindist bakterían á fjórum stöðum í vinnslunni; í skurðarbretti, skurðarborði, niðurfalli og grind. Samtals voru níu athugasemdir gerðar í þessari fyrstu skoðun. Meðal annars var gerð athugasemd við að of langur tími liði milli þess sem meindýraeyðir vitjaði um gildrur. Þá var bent á að áhöld til þrifa ættu að vera upphengd en þau voru geymd á gólfi víða í vinnslu fyrirtækisins.Fleiri og alvarlegri athugasemdir Ellefu dögum síðar var annað eftirlit. Þá voru gerðar fjórtán athugasemdir. Til viðbótar við fyrri athugasemdir var nú bent á óhreinindi á tækjum og áhöldum. Auk þess var bent á að sýni væru tekin úr afurðum vegna greiningar listeríu tvisvar sinnum á ári, en samkvæmt leiðbeiningum MAST á að taka sýni úr gröfnum og reyktum laxi sex sinnum á ári. Matvælastofnun skoðaði Ópal sjávarfang í þriðja sinn 11. febrúar. Þá fjölgaði athugasemdum enn, gerðar voru kröfur um úrbætur í 18 atriðum, þar af voru tvær alvarlegar athugasemdir. Önnur þeirra sneri að því að vörur hefðu verið seldar frá fyrirtækinu tveimur dögum eftir að Matvælastofnun tilkynnti fyrirtækinu um fyrirhugaða ákvörðun um stöðvun framleiðslu og dreifingu vara. Einnig var gerð alvarleg athugasemd við að fyrirtækið hafi innkallað vörur tveimur dögum eftir að listeríusmit hafði verið staðfest. Þá hafi Ópal sjávarfang eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju.Matvælastofnun stöðvaði starfsemi og dreifingu á vörum Ópal sjávarfangs tímabundið vegna listeríu sem greindist á nokkrum stöðum í framleiðslu fyrirtækisins.Fréttablaðið/AntonDreifing undir eftirliti Matvælastofnunar Eftir að starfsemi og dreifing var stöðvuð í byrjun febrúar var starfsstöð Ópal sjávarfangs hreinsuð og ný sýni tekin í kjölfarið. Matvælastofnun samþykkti dreifingu á vörum fyrirtækisins aftur 19. febrúar. Vörur frá Ópal sjávarfangi fara ekki á markað fyrr en stofnunin hefur staðfest að viðkomandi framleiðslulota hafi greinst neikvæð fyrir listeríu. Forsvarsmenn Ópal sjávarfangs vildu ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði viðbragða í morgun. Vísað var til yfirlýsingar sem á að senda fjölmiðlum síðar í dag.
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira