Andlát: Jensína Andrésdóttir Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2019 18:44 Jensína Andrésdóttir fæddist 10. nóvember árið 1909, fyrir rúmum 109 árum. Vísir Jensína Andrésdóttir, búsett á Hrafnistu í Reykjavík, lést á skírdag þann 18. apríl síðastliðinn. Hún var 109 ára og 159 daga gömul þegar hún lést en í upphafi árs varð hún elst allra sem hafa átt heima hér á landi. Greint er frá andláti hennar á Facebook-síðu Langlífis þar sem jafnframt segir að Jensína hafi verið í fimmta eða sjötta sæti yfir elstu íbúa á Norðurlöndum. Jensína var fædd 10. nóvember 1909 á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur-Barðastrandarsýslu, tólfta af fimmtán börnum Andrésar Sigurðssonar bónda og Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur. Hún var vinnukona á Vestfjörðum en flutti til Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld og vann meðal annars við ræstingar. Jensína var á Hrafnistu í rúma tvo áratugi. Fréttastofa Stöðvar 2 tók hús á Jensínu í nóvember síðastliðnum þegar 109 ára afmæli hennar var fagnað. Heimsóknina má nálgast hér að neðan en rætt var við aðstandendur Jensínu, sem segja meðal annars að hún nær alfarið unnið þjónustustörf meðan hún gat. „Hún skúraði á læknastofum, þreif heimili hjá bankastjórum og læknum. Hún var mjög dugleg og vann mikið,“ sögðu Sigurdís og Lydía, ættingjar Jensínu. Jensína var aldrei við karlmann kennd og eignaðist hún ekki börn. Þess í stað varði hún miklum tíma með börnum systkina sinna en að sögn þeirra reyndist Jensína þeim vel. „Rétt eins og fólkið hér á Hrafnistu segir þá er hún Jensína yndisleg kona og hefur alltaf verið. Ég get ekki sagt annað, hún hefur alltaf verið svo góð við mig,“ sögðu Sigurdís og Lydía. Dóra Ólafsdóttir í Kópavogi er elsti núlifandi Íslendingurinn en hún varð 106 ára í júlí í fyrra. Guðríður Guðmundsdóttir er næstelst, 104 ára, og Lárus Sigfússon er í þriðja sæti og jafnframt elstur karlmanna, 104 ára. Andlát Reykjavík Tengdar fréttir Elsti núlifandi Íslendingurinn 109 ára í dag Blásið var til afmælis á Hrafnistu í dag þegar elsti núlifandi Íslendingurinn varð 109 ára. Ættingjar hennar þakka göngutúrum háum aldri og því að hún hafi aldrei verið við karlmann kennd. 10. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Jensína Andrésdóttir, búsett á Hrafnistu í Reykjavík, lést á skírdag þann 18. apríl síðastliðinn. Hún var 109 ára og 159 daga gömul þegar hún lést en í upphafi árs varð hún elst allra sem hafa átt heima hér á landi. Greint er frá andláti hennar á Facebook-síðu Langlífis þar sem jafnframt segir að Jensína hafi verið í fimmta eða sjötta sæti yfir elstu íbúa á Norðurlöndum. Jensína var fædd 10. nóvember 1909 á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur-Barðastrandarsýslu, tólfta af fimmtán börnum Andrésar Sigurðssonar bónda og Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur. Hún var vinnukona á Vestfjörðum en flutti til Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld og vann meðal annars við ræstingar. Jensína var á Hrafnistu í rúma tvo áratugi. Fréttastofa Stöðvar 2 tók hús á Jensínu í nóvember síðastliðnum þegar 109 ára afmæli hennar var fagnað. Heimsóknina má nálgast hér að neðan en rætt var við aðstandendur Jensínu, sem segja meðal annars að hún nær alfarið unnið þjónustustörf meðan hún gat. „Hún skúraði á læknastofum, þreif heimili hjá bankastjórum og læknum. Hún var mjög dugleg og vann mikið,“ sögðu Sigurdís og Lydía, ættingjar Jensínu. Jensína var aldrei við karlmann kennd og eignaðist hún ekki börn. Þess í stað varði hún miklum tíma með börnum systkina sinna en að sögn þeirra reyndist Jensína þeim vel. „Rétt eins og fólkið hér á Hrafnistu segir þá er hún Jensína yndisleg kona og hefur alltaf verið. Ég get ekki sagt annað, hún hefur alltaf verið svo góð við mig,“ sögðu Sigurdís og Lydía. Dóra Ólafsdóttir í Kópavogi er elsti núlifandi Íslendingurinn en hún varð 106 ára í júlí í fyrra. Guðríður Guðmundsdóttir er næstelst, 104 ára, og Lárus Sigfússon er í þriðja sæti og jafnframt elstur karlmanna, 104 ára.
Andlát Reykjavík Tengdar fréttir Elsti núlifandi Íslendingurinn 109 ára í dag Blásið var til afmælis á Hrafnistu í dag þegar elsti núlifandi Íslendingurinn varð 109 ára. Ættingjar hennar þakka göngutúrum háum aldri og því að hún hafi aldrei verið við karlmann kennd. 10. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Elsti núlifandi Íslendingurinn 109 ára í dag Blásið var til afmælis á Hrafnistu í dag þegar elsti núlifandi Íslendingurinn varð 109 ára. Ættingjar hennar þakka göngutúrum háum aldri og því að hún hafi aldrei verið við karlmann kennd. 10. nóvember 2018 19:45