Kínverskur meistaranemi fær viðurkenningu fyrir afburða námsárangur í íslensku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. apríl 2019 19:15 Kínverskur meistaranemi í íslenskum bókmenntum hefur á örfáum árum náð svo góðum tökum á íslensku að hann hlaut í dag viðurkenningu fyrir afburða árangur í námi. Hann hefur tekið upp nafnið Halldór og þýtt fjölda íslenskra skáldverka á kínversku. Vinafélag Árnastofnunar veitti í dag í fyrsta skipti tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningar fyrir árangur í námi og vill þannig undirstrika mikilvægi þess að nám í íslenskum fræðum sé eftirsóknavert og rannsóknir nauðsynlegar. Ásbjörg Benediktsdóttir hlaut verðlaun fyrir árangur í íslenskri málfræði og hinn kínverski Halldór Xinyu Zhang sem hefur búið hér á landi í fjögur ár fyrir námsárangur í íslenskum bókmenntum. Hann segir að rekja megi áhuga sinn á íslensku til margra hluta. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á menningu, tungumálum og bókmenntum og íslensk menning og bókmenntir eru hluti af margslunginni menningu heimsins,“ segir Halldór. Hann byrjaði að læra íslensku í háskólanámi í Peking þar sem tveir kennarar kenndu tungumálið annar íslenskur og hinn kínverskur. Eftir það ákvað hann að koma hingað til lands og læra meira. Kristján Kristjánsson formaður Vinafélags Árnastofnunar segir skemmtilegt að hafa getað veitt námsmanni sem kemur alla leið frá Kína viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku. „Hann byrjar að læra íslensku sem annað tungumál fer síðan í bókmenntir sem er mjög flókið á öðru tungumáli og síðan nær hann þessum afburða árangri,“ segir Kristján. Og Halldór sem stefnir á doktorsnám í íslensku er þakklátur fyrir viðurkenninguna í dag. „Ég bjóst nú ekki við þessari viðurkenningu en ég er bara mjög þakklátur og segi bara takk,“ segir Halldór að lokum. Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Kínverskur meistaranemi í íslenskum bókmenntum hefur á örfáum árum náð svo góðum tökum á íslensku að hann hlaut í dag viðurkenningu fyrir afburða árangur í námi. Hann hefur tekið upp nafnið Halldór og þýtt fjölda íslenskra skáldverka á kínversku. Vinafélag Árnastofnunar veitti í dag í fyrsta skipti tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningar fyrir árangur í námi og vill þannig undirstrika mikilvægi þess að nám í íslenskum fræðum sé eftirsóknavert og rannsóknir nauðsynlegar. Ásbjörg Benediktsdóttir hlaut verðlaun fyrir árangur í íslenskri málfræði og hinn kínverski Halldór Xinyu Zhang sem hefur búið hér á landi í fjögur ár fyrir námsárangur í íslenskum bókmenntum. Hann segir að rekja megi áhuga sinn á íslensku til margra hluta. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á menningu, tungumálum og bókmenntum og íslensk menning og bókmenntir eru hluti af margslunginni menningu heimsins,“ segir Halldór. Hann byrjaði að læra íslensku í háskólanámi í Peking þar sem tveir kennarar kenndu tungumálið annar íslenskur og hinn kínverskur. Eftir það ákvað hann að koma hingað til lands og læra meira. Kristján Kristjánsson formaður Vinafélags Árnastofnunar segir skemmtilegt að hafa getað veitt námsmanni sem kemur alla leið frá Kína viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku. „Hann byrjar að læra íslensku sem annað tungumál fer síðan í bókmenntir sem er mjög flókið á öðru tungumáli og síðan nær hann þessum afburða árangri,“ segir Kristján. Og Halldór sem stefnir á doktorsnám í íslensku er þakklátur fyrir viðurkenninguna í dag. „Ég bjóst nú ekki við þessari viðurkenningu en ég er bara mjög þakklátur og segi bara takk,“ segir Halldór að lokum.
Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira