Segir lágvöruverslanir spyrna á móti verðhækkunum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2019 20:00 Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. Lágvöruverslanir reyni að spyrna við fótum og mikilvægt sé að fyrirtæki vinni saman að því að halda vöruverði niðri. Þar sem kjarasamningar hafa verið samþykktir mun ÍSAM hækka vörur sínar um 3,9 prósent 1. maí næstkomandi. Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, hækkar einnig vörur sínar um 6,2 prósent. Haldi fyrirtæki þessu til streitu eru líkur á að launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga hafi áhrif á vöruverð. Neytendur hafa rætt sín á milli að sniðganga vörur þeirra. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir fyrirtækið reyna að spyrna við fótum, en verðhækkanir sem þessar komi sér illa vegna lágrar álagningar. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur í sama streng. „Það sem skiptir máli er að allir reyni að halda í sér með verðhækkanir í dag. Ástandið er viðkvæmt. Við ætlum allavega að gera okkar til að leggja okkar að mörkum. Við erum alltaf að leita leiða til að auka skilvirkni í okkar rekstri,“ segir Gréta. Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, sagði í fréttum okkar fyrir helgi að hann vildi frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Launahækkanirnar feli í sér aukakostnað upp á fimm milljónir á mánuði. Í samtali við fréttastofu sagði forstjóri ÍSAM verðhækkanir þeirra hóflegar og samkeppnisstöðu framleiðsluiðnaðarins erfiða.Nú er þetta kannski svolítið stór birgi og Gæðabakstur líka að hækka. Er hægt að sniðganga svona birgja?„Við teljum okkur í Krónunni með gott vöruúrval. Valið er alltaf viðskiptavinanna. Það eru aðrir kostir sem hægt er að velja, það er alltaf möguleiki. Það er líka þannig að ef vörur frá ákveðnum byrgja seljast ekki þá er ástæðulaust fyrir okkur að vera með þær í úrvali,“ segir hún. Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir. Lágvöruverslanir reyni að spyrna við fótum og mikilvægt sé að fyrirtæki vinni saman að því að halda vöruverði niðri. Þar sem kjarasamningar hafa verið samþykktir mun ÍSAM hækka vörur sínar um 3,9 prósent 1. maí næstkomandi. Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, hækkar einnig vörur sínar um 6,2 prósent. Haldi fyrirtæki þessu til streitu eru líkur á að launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga hafi áhrif á vöruverð. Neytendur hafa rætt sín á milli að sniðganga vörur þeirra. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir fyrirtækið reyna að spyrna við fótum, en verðhækkanir sem þessar komi sér illa vegna lágrar álagningar. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, tekur í sama streng. „Það sem skiptir máli er að allir reyni að halda í sér með verðhækkanir í dag. Ástandið er viðkvæmt. Við ætlum allavega að gera okkar til að leggja okkar að mörkum. Við erum alltaf að leita leiða til að auka skilvirkni í okkar rekstri,“ segir Gréta. Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, sagði í fréttum okkar fyrir helgi að hann vildi frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Launahækkanirnar feli í sér aukakostnað upp á fimm milljónir á mánuði. Í samtali við fréttastofu sagði forstjóri ÍSAM verðhækkanir þeirra hóflegar og samkeppnisstöðu framleiðsluiðnaðarins erfiða.Nú er þetta kannski svolítið stór birgi og Gæðabakstur líka að hækka. Er hægt að sniðganga svona birgja?„Við teljum okkur í Krónunni með gott vöruúrval. Valið er alltaf viðskiptavinanna. Það eru aðrir kostir sem hægt er að velja, það er alltaf möguleiki. Það er líka þannig að ef vörur frá ákveðnum byrgja seljast ekki þá er ástæðulaust fyrir okkur að vera með þær í úrvali,“ segir hún.
Neytendur Tengdar fréttir Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15 Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15 Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hækkanir leggjast þungt á framleiðslu Framleiðslugeirinn hefur lítið svigrúm til launahækkana og þurfa því mörg fyrirtæki að grípa til mótvægisaðgerða. Geirinn bar mikið af kostnaðinum sem hlaust af síðustu samningum. 24. apríl 2019 07:15
Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Framkvæmdastjóri Bónuss segir lágverðsverslunina viðkvæma fyrir tilkynningum um verðhækkanir eins og þá sem forstjóri ÍSAM sendi frá sér á dögunum. 24. apríl 2019 07:15
Rétt sé að sniðganga þá sem hækka verð Stjórn Neytendasamtakanna lýsir yfir furðu á ákvörðun fyrirtækja sem hafa gefið út að þau hyggist hækka vöruverð í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. 24. apríl 2019 18:57