Íslenski boltinn

Davíð Snorri búinn að velja EM-hópinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir tryggðu sér sæti í lokakeppni EM með því að vinna sinn milliriðil í undankeppninni.
Íslensku strákarnir tryggðu sér sæti í lokakeppni EM með því að vinna sinn milliriðil í undankeppninni. mynd/ksí
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-17 ára liðs karla í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn sem tekur þátt í lokakeppni EM 2019 á Írlandi í næsta mánuði.

Hópurinn telur 20 leikmenn, þar af þrjá markverði.

Af 20 leikmönnum í hópnum eru átta á mála hjá erlendum félögum.



Ísland er í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Rússlandi.

Fyrsti leikurinn er gegn Rússum laugardaginn 4. maí klukkan 13:00. Þriðjudaginn 7. maí mæta íslensku strákarnir Ungverjum og föstudaginn 10. maí mæta þeir Portúgölum í lokaumferð riðlakeppninnar. Fyrstu tveir leikirnir fara fram í Dublin en sá þriðji í Longford.

Tvö efstu liðin úr riðlunum fjórum komast í 8-liða úrslit sem verða leikin 12. og 13. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×