Órangútan til Víkur Einar Freyr Elínarson skrifar 24. apríl 2019 07:00 Í þáttunum Jörðin okkar sem sýndir eru á Netflix er m.a. sagt frá regnskógum jarðar og því lýst hvernig líffræðilegri fjölbreytni er stórlega ógnað. Maðurinn hefur umbreytt 27 milljónum hektara af regnskógum í svæði þar sem nú eru bara olíupálmatré sem gefa mikla uppskeru en ógna samt fjölbreytileikanum. Skógar sem hafa verið heimkynni órangútana hafa á síðustu áratugum rýrnað um 75%. Fjölbreytileiki er nefnilega grundvallarforsenda heilbrigðs og sjálfbærs samfélags. Á síðustu áratugum höfum við séð aukna einhæfni í atvinnulífi landsbyggðarinnar. Störf sem krefjast sérfræðiþekkingar hafa eins og órangútanarnir þjappast saman á smærra landsvæði. Við höfum séð gríðarlegan vöxt víða um land vegna aukinnar ferðaþjónustu en lögmálið um samþjöppun starfa á vegum ríkisins á höfuðborgarsvæðið ríkir enn. Til þess að okkur takist að búa til sjálfbært samfélag þá verður að koma til fjölbreyttari samsetning fyrirtækja og íbúa. Íbúar Mýrdalshrepps hafa á síðustu árum unnið hörðum höndum að því að gera svæðið samkeppnishæft, t.a.m. með lagningu ljósleiðara. Þetta samkeppnishæfa samfélag sem okkur hefur tekist að skapa hefur alla þá innviði sem þarf til þess að þjónusta fjölbreytt atvinnulíf. Þar leikur ríkið stórt hlutverk sem atvinnurekandi. Við erum búin að plægja akurinn, nú þarf bara að sá í hann. Við þurfum ekki órangútan til Víkur en eins og hann þá þurfum við meiri fjölbreytileika til að þrífast sem best. Vík í Mýrdal hefur alla burði til þess að vera lifandi kaupstaður sem iðar af mannlífi og fjölbreyttu atvinnulífi. Til að ná því markmiði þarf ríkið að vinna með okkur. Þjóðskrá Íslands, Samgöngustofa, Mannvirkjastofnun; það skiptir raunverulega ekki máli hvaða nafn stofnunin ber. Við getum tekið á móti hverri sem er. Við erum tilbúin og bíðum nú spennt eftir því að alþingismenn og ráðherrar sýni að þeim sé alvara þegar þeir tala um að efla dreifða byggð í landinu.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Freyr Elínarson Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í þáttunum Jörðin okkar sem sýndir eru á Netflix er m.a. sagt frá regnskógum jarðar og því lýst hvernig líffræðilegri fjölbreytni er stórlega ógnað. Maðurinn hefur umbreytt 27 milljónum hektara af regnskógum í svæði þar sem nú eru bara olíupálmatré sem gefa mikla uppskeru en ógna samt fjölbreytileikanum. Skógar sem hafa verið heimkynni órangútana hafa á síðustu áratugum rýrnað um 75%. Fjölbreytileiki er nefnilega grundvallarforsenda heilbrigðs og sjálfbærs samfélags. Á síðustu áratugum höfum við séð aukna einhæfni í atvinnulífi landsbyggðarinnar. Störf sem krefjast sérfræðiþekkingar hafa eins og órangútanarnir þjappast saman á smærra landsvæði. Við höfum séð gríðarlegan vöxt víða um land vegna aukinnar ferðaþjónustu en lögmálið um samþjöppun starfa á vegum ríkisins á höfuðborgarsvæðið ríkir enn. Til þess að okkur takist að búa til sjálfbært samfélag þá verður að koma til fjölbreyttari samsetning fyrirtækja og íbúa. Íbúar Mýrdalshrepps hafa á síðustu árum unnið hörðum höndum að því að gera svæðið samkeppnishæft, t.a.m. með lagningu ljósleiðara. Þetta samkeppnishæfa samfélag sem okkur hefur tekist að skapa hefur alla þá innviði sem þarf til þess að þjónusta fjölbreytt atvinnulíf. Þar leikur ríkið stórt hlutverk sem atvinnurekandi. Við erum búin að plægja akurinn, nú þarf bara að sá í hann. Við þurfum ekki órangútan til Víkur en eins og hann þá þurfum við meiri fjölbreytileika til að þrífast sem best. Vík í Mýrdal hefur alla burði til þess að vera lifandi kaupstaður sem iðar af mannlífi og fjölbreyttu atvinnulífi. Til að ná því markmiði þarf ríkið að vinna með okkur. Þjóðskrá Íslands, Samgöngustofa, Mannvirkjastofnun; það skiptir raunverulega ekki máli hvaða nafn stofnunin ber. Við getum tekið á móti hverri sem er. Við erum tilbúin og bíðum nú spennt eftir því að alþingismenn og ráðherrar sýni að þeim sé alvara þegar þeir tala um að efla dreifða byggð í landinu.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar