Það erum við sem erum skynlausar skepnur, ekki dýrin Sölvi Jónsson skrifar 24. apríl 2019 07:00 Á hverju ári er 56 milljörðum dýra slátrað, sem gerir 2.000 dýr á hverri sekúndu, og er þá fiskurinn ekki meðtalinn. Áætlað er að meðal Vesturlandabúi éti yfir 7.000 dýr á líftíma sínum; 11 kýr, 27 svín, 30 kindur, 2.400 hænur, 80 kalkúna og 4.500 fiska. Ef kanínum, öndum, gæsum, geitum og sjávarfangi öðru en fiski væri bætt við matseðilinn þá gerir þetta 7.500 dýr. En af er það sem áður var þegar húsdýrum var haldið til sveita og fengu að njóta útiveru og sæmilegs atlætis. Í dag hefur hinn fjandsamlegi verksmiðjubúskapur að mestu leyst sveitabúskapinn af hólmi. Dæmi úr eggjaiðnaðinum: Þegar varphænum er komið upp þá eru karlkynsungar flokkaðir frá kvenkyns. Þeim er síðan hent á færiband sem endar við kvörn. Goggurinn á óheppnari ungunum (kvenkyns) er að hluta klipptur af. Þegar ungarnir eru orðnir stórir munu þeir nefnilega eyða lífinu margir saman í búrum sem eru svo lítil að þeir geta ekki einu sinni breitt út vængina. Í leiðindum sínum er hætt við að hænurnar fari að kroppa í hver aðra. Varphænur eru „búnar“ þegar þær fara að verpa minna og er slátrað 18-24 mánaða gömlum. Fiðurfénaðurinn er hengdur á löppunum upp á króka og fer eftir „færibandi“ að hjólblaði sem snýst og sker hann á háls. Í millitíðinni eiga hænurnar að hafa farið með höfuðið ofan í vatn sem slær þær út tímabundið þannig að dauðinn á að vera sársaukalaus. Það er hins vegar vitað að hænurnar „missa“ sumar hverjar af vatninu. Dæmi úr mjólkuriðnaðinum: Mjólkurkýr eru þvingaðar til þess að bera kálfi á hverju ári, annars dettur mjólkurnytin niður. Kálfurinn er tekinn af kúnni aðeins nokkurra tíma gamall og er oftast slátrað. Þeir sem til þekkja segja að móðirin syrgi kálf sinn svo dögum skiptir. Mjólkurkýr þjást margar hverjar af krónískum og þjáningarfullum júgurbólgum enda eru þær að mjólka margfalt á við það sem er þeim náttúrulegt. Á heimasíðu íslenskra mjólkurbænda kemur fram að íslenskar mjólkurkýr „endist“ að meðaltali í tæp þrjú ár. Búpeningur er drepinn með pinna í gegnum hausinn. Í u.þ.b. 10% tilfella geigar pinninn með miklum þjáningum fyrir skepnuna og þá geigar líka oftast pinni númer tvö. Hlutgerving dýra er algjör – nei, þetta er ekki rétt, við þurrkum af hlutum og pössum að þeir brotni ekki. Við höfum skapað húsdýrunum líf sem er hreinasta helvíti á jörð. Dýrunum er eiginlegt að njóta útiveru og éta það sem jörðin gefur af sér. Dýrunum er ekki eiginlegt að vera lokuð inni fyrir lífstíð í daunillum skemmum með þann eina dóm á bakinu að okkur finnst kjötið af þeim gott eða eggin eða mjólkin undan þeim. En með þessari helför gagnvart húsdýrunum erum við um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm. Eina leiðin til þess að dýrin hrynji ekki niður úr sjúkdómum lifandi í þrengslunum og skítnum af hvert öðru er að dæla í þau sýklalyfjum. Við stöndum frammi fyrir því að stærsta framför læknavísindanna, sýklalyfin, verði ónothæf eftir nokkra áratugi. Sýklalyfin eru stærsta ástæðan fyrir langlífi nútímamannsins. Svo má heldur ekki gleyma umhverfisáhrifunum. Kjötneysla jarðarbúa ein og sér losar meira af gróðurhúsalofttegundum heldur en allar samgöngur jarðar samanlagt og þú þarft margfalt meira vatn og jarðnæði til að „rækta“ kjöt heldur en matjurtir. Í þessari umfjöllun hef ég sleppt húsdýrunum sem er farið verst með, svínunum. Ef lesandinn vill vita meira og sjá aðbúnað dýra í verksmiðjubúskap nútímans með eigin augum þá bendi ég honum á heimildarmyndina Dominion, sem er aðgengileg á YouTube. Allt myndefni Dominion kemur frá hinu „siðmenntaða“ landi Ástralíu. Svo er það samviskuspurningin að lokum: Vilt þú vera þátttakandi í þessu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári er 56 milljörðum dýra slátrað, sem gerir 2.000 dýr á hverri sekúndu, og er þá fiskurinn ekki meðtalinn. Áætlað er að meðal Vesturlandabúi éti yfir 7.000 dýr á líftíma sínum; 11 kýr, 27 svín, 30 kindur, 2.400 hænur, 80 kalkúna og 4.500 fiska. Ef kanínum, öndum, gæsum, geitum og sjávarfangi öðru en fiski væri bætt við matseðilinn þá gerir þetta 7.500 dýr. En af er það sem áður var þegar húsdýrum var haldið til sveita og fengu að njóta útiveru og sæmilegs atlætis. Í dag hefur hinn fjandsamlegi verksmiðjubúskapur að mestu leyst sveitabúskapinn af hólmi. Dæmi úr eggjaiðnaðinum: Þegar varphænum er komið upp þá eru karlkynsungar flokkaðir frá kvenkyns. Þeim er síðan hent á færiband sem endar við kvörn. Goggurinn á óheppnari ungunum (kvenkyns) er að hluta klipptur af. Þegar ungarnir eru orðnir stórir munu þeir nefnilega eyða lífinu margir saman í búrum sem eru svo lítil að þeir geta ekki einu sinni breitt út vængina. Í leiðindum sínum er hætt við að hænurnar fari að kroppa í hver aðra. Varphænur eru „búnar“ þegar þær fara að verpa minna og er slátrað 18-24 mánaða gömlum. Fiðurfénaðurinn er hengdur á löppunum upp á króka og fer eftir „færibandi“ að hjólblaði sem snýst og sker hann á háls. Í millitíðinni eiga hænurnar að hafa farið með höfuðið ofan í vatn sem slær þær út tímabundið þannig að dauðinn á að vera sársaukalaus. Það er hins vegar vitað að hænurnar „missa“ sumar hverjar af vatninu. Dæmi úr mjólkuriðnaðinum: Mjólkurkýr eru þvingaðar til þess að bera kálfi á hverju ári, annars dettur mjólkurnytin niður. Kálfurinn er tekinn af kúnni aðeins nokkurra tíma gamall og er oftast slátrað. Þeir sem til þekkja segja að móðirin syrgi kálf sinn svo dögum skiptir. Mjólkurkýr þjást margar hverjar af krónískum og þjáningarfullum júgurbólgum enda eru þær að mjólka margfalt á við það sem er þeim náttúrulegt. Á heimasíðu íslenskra mjólkurbænda kemur fram að íslenskar mjólkurkýr „endist“ að meðaltali í tæp þrjú ár. Búpeningur er drepinn með pinna í gegnum hausinn. Í u.þ.b. 10% tilfella geigar pinninn með miklum þjáningum fyrir skepnuna og þá geigar líka oftast pinni númer tvö. Hlutgerving dýra er algjör – nei, þetta er ekki rétt, við þurrkum af hlutum og pössum að þeir brotni ekki. Við höfum skapað húsdýrunum líf sem er hreinasta helvíti á jörð. Dýrunum er eiginlegt að njóta útiveru og éta það sem jörðin gefur af sér. Dýrunum er ekki eiginlegt að vera lokuð inni fyrir lífstíð í daunillum skemmum með þann eina dóm á bakinu að okkur finnst kjötið af þeim gott eða eggin eða mjólkin undan þeim. En með þessari helför gagnvart húsdýrunum erum við um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm. Eina leiðin til þess að dýrin hrynji ekki niður úr sjúkdómum lifandi í þrengslunum og skítnum af hvert öðru er að dæla í þau sýklalyfjum. Við stöndum frammi fyrir því að stærsta framför læknavísindanna, sýklalyfin, verði ónothæf eftir nokkra áratugi. Sýklalyfin eru stærsta ástæðan fyrir langlífi nútímamannsins. Svo má heldur ekki gleyma umhverfisáhrifunum. Kjötneysla jarðarbúa ein og sér losar meira af gróðurhúsalofttegundum heldur en allar samgöngur jarðar samanlagt og þú þarft margfalt meira vatn og jarðnæði til að „rækta“ kjöt heldur en matjurtir. Í þessari umfjöllun hef ég sleppt húsdýrunum sem er farið verst með, svínunum. Ef lesandinn vill vita meira og sjá aðbúnað dýra í verksmiðjubúskap nútímans með eigin augum þá bendi ég honum á heimildarmyndina Dominion, sem er aðgengileg á YouTube. Allt myndefni Dominion kemur frá hinu „siðmenntaða“ landi Ástralíu. Svo er það samviskuspurningin að lokum: Vilt þú vera þátttakandi í þessu?
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun