Eyjamenn vonsviknir og saka Björgun um svik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2019 16:28 Krafa Bæjarráðs er að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hefur burði til þess að opna Landeyjahöfn. Fréttablaðið/Stefán Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir vonbrigðum með að sá tími sem gafst til dýpkunar um páskana hafi ekki verið nýttur sem skyldi. Telur bæjarráð það tvímælalaust vanefndir á samningi milli aðila um dýpkun hafnarinnar, þar sem verktakanum mátti vera það fullljóst fyrirfram að veður á páskadag og annan í páskum gaf gott tækifæri til dýpkunar. Sá tími var hins vegar ekki nýttur nema að litlu leyti. Því fóru dýrmætar klukkustundir í súginn þegar dýpkunarskip hefðu getað athafnað sig með góðu móti. Svo segir í fundargerð Bæjarráðs Vestmannaeyja en fundað var símleiðis með Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra í síma. Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að dýpkun Landeyjahafnar hafi gengið ágætlega í gær og í nótt. Um 3.000 rúmmetrar af sandi hafi verið fjarlægðir úr hafnarmynninu og um 2.000 rúmmetrar innan hafnar. „Hinsvegar er samkvæmt spánni óstöðugt veður framundan og ekki ljóst hvað hægt verður að dýpka mikið.“ Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum segjast margoft hafa ítrekað áhyggjur sínar af afkastagetu verktakans til dýpkunar. „Við það bætist nú að þrátt fyrir fögur fyrirheit og fullyrðingar um metnað verktakans til þess að dýpka þegar færi gefst, er lítið um efndir. Staðan er með öllu ólíðandi fyrir íbúa og fyrirtæki í Vestmannaeyjum,“ segir í fundargerðinni. „Krafa Bæjarráðs er að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hefur burði til þess að opna Landeyjahöfn. Að leitað verði út fyrir landsteinana að aðila sem getur sinnt verkinu og opnað höfnina án þess að það dragist lang fram á vorið. Ekki er boðlegt að dýpkunaraðili sem sinnir verkinu hafi hvorki tækjakost né metnað til þess og haldi þannig samfélaginu í Vestmannaeyjum í gíslingu. Ekki verður búið við ástandið lengur og er aðgerða þörf.“ Herjólfur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Aðstæður oft verri en spáin Framkvæmdastjóri Björgunar segir áætlunina hafa verið þannig að Vegagerðin ætlaði að mæla núna fyrri partinn í dag. Því var flýtt um einn sólarhring. Núna séu þeirra menn og búnaður sé kominn á staðinn og fara á fullt í það að vinna sín verk. 22. apríl 2019 19:30 Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15 Björgun á leið í Landeyjahöfn til að dýpka Vegagerðin óhress með viðbrögð forsvarsmanna fyrirtæksins. 22. apríl 2019 13:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bæjarráð Vestmannaeyja lýsir vonbrigðum með að sá tími sem gafst til dýpkunar um páskana hafi ekki verið nýttur sem skyldi. Telur bæjarráð það tvímælalaust vanefndir á samningi milli aðila um dýpkun hafnarinnar, þar sem verktakanum mátti vera það fullljóst fyrirfram að veður á páskadag og annan í páskum gaf gott tækifæri til dýpkunar. Sá tími var hins vegar ekki nýttur nema að litlu leyti. Því fóru dýrmætar klukkustundir í súginn þegar dýpkunarskip hefðu getað athafnað sig með góðu móti. Svo segir í fundargerð Bæjarráðs Vestmannaeyja en fundað var símleiðis með Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra í síma. Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að dýpkun Landeyjahafnar hafi gengið ágætlega í gær og í nótt. Um 3.000 rúmmetrar af sandi hafi verið fjarlægðir úr hafnarmynninu og um 2.000 rúmmetrar innan hafnar. „Hinsvegar er samkvæmt spánni óstöðugt veður framundan og ekki ljóst hvað hægt verður að dýpka mikið.“ Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum segjast margoft hafa ítrekað áhyggjur sínar af afkastagetu verktakans til dýpkunar. „Við það bætist nú að þrátt fyrir fögur fyrirheit og fullyrðingar um metnað verktakans til þess að dýpka þegar færi gefst, er lítið um efndir. Staðan er með öllu ólíðandi fyrir íbúa og fyrirtæki í Vestmannaeyjum,“ segir í fundargerðinni. „Krafa Bæjarráðs er að Vegagerðin finni tafarlaust dýpkunarskip sem hefur burði til þess að opna Landeyjahöfn. Að leitað verði út fyrir landsteinana að aðila sem getur sinnt verkinu og opnað höfnina án þess að það dragist lang fram á vorið. Ekki er boðlegt að dýpkunaraðili sem sinnir verkinu hafi hvorki tækjakost né metnað til þess og haldi þannig samfélaginu í Vestmannaeyjum í gíslingu. Ekki verður búið við ástandið lengur og er aðgerða þörf.“
Herjólfur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Aðstæður oft verri en spáin Framkvæmdastjóri Björgunar segir áætlunina hafa verið þannig að Vegagerðin ætlaði að mæla núna fyrri partinn í dag. Því var flýtt um einn sólarhring. Núna séu þeirra menn og búnaður sé kominn á staðinn og fara á fullt í það að vinna sín verk. 22. apríl 2019 19:30 Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15 Björgun á leið í Landeyjahöfn til að dýpka Vegagerðin óhress með viðbrögð forsvarsmanna fyrirtæksins. 22. apríl 2019 13:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Aðstæður oft verri en spáin Framkvæmdastjóri Björgunar segir áætlunina hafa verið þannig að Vegagerðin ætlaði að mæla núna fyrri partinn í dag. Því var flýtt um einn sólarhring. Núna séu þeirra menn og búnaður sé kominn á staðinn og fara á fullt í það að vinna sín verk. 22. apríl 2019 19:30
Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15
Björgun á leið í Landeyjahöfn til að dýpka Vegagerðin óhress með viðbrögð forsvarsmanna fyrirtæksins. 22. apríl 2019 13:43