Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur afar misráðið að ráðast í verðhækkanir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. apríl 2019 15:33 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur verðhækkanir grafa undan forsendum kjarasamninganna. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur boðaðar verðhækkanir nokkurra fyrirtækja - verði kjarasamningar samþykktir - afar misráðnar. Hrina verðhækkana myndi veikja mjög forsendur kjarasamninga sem voru undirritaðir nýverið og eru ennþá í samþykktarferli. Þetta sagði Ólafur í Morgunútvarpi Ríkisútvarpsins en hann var gestur ásamt Drífu Snædal forseta ASÍ. Til umræðu voru boðaðar verðhækkanir nokkurra fyrirtækja í tengslum við kjarasamninga. Forsvarsmenn ÍSAM heildsölu-og framleiðslufyrirtækis skrifuðu bréf til fyrirtækja þar sem kom fram að þau hygðust hækka vöruverð um 3,9% verði kjarasamningar samþykktir í atkvæðagreiðslu. Sjá nánar: tölvupóstar um verðhækkanirEkki til hagsbóta fyrir fyrirtækin að fella kjarasamninga Ólafur segir að útspilið hafi verið óheppilegt og jafnvel kjánalegt. Honum virðist sem ekki hafi verið mikil hugsun á bakvið ákvörðunina. Að mati Ólafs væri það ekki fyrirtækjunum í hag ef kjarasamningarnir verða felldir í atkvæðagreiðslu því hann efast um að Samtök atvinnulífsins gætu gert betri samning en þann sem skrifað var undir. Kjarasamningarnir væru bæði hófsamir og sanngjarnir. „Þessir samningar eru reistir á ákveðnum forsendum; um að halda verðbólgu niðri, um að kaupmáttur aukist, um að vaxtastigið lækki. Það gerist að sjálfsögðu ekki með því að launahækkanir fari beint út í verðlagið. Við höfum hvatt okkar félagsmenn til þess, og ég held að þeir hugsi flestir á þeim nótum, að horfa frekar til leiða til að lækka hjá sér kostnað með einhverjum öðrum ráðum en að velta hækkunum út í verðlagið.“ Ólafur telur þó að í hópi atvinnurekenda sé nokkuð góð samstaða um að halda aftur af verðhækkunum. Hann vill þó ekki gera lítið úr því að staðan sé erfið hjá mörgum fyrirtækjum. „Það eru margir aðrir þættir sem spila inn í og ekkert endilega kjarasamningarnir. Við búum auðvitað við þennan gjaldmiðil sem sveiflast oft dálítið duglega og sérstaklega verðlag á innfluttri vöru sveiflast dálítið með gjaldmiðlinum. Við sjáum það yfir lengra tímabil að verðlag á innfluttri vöru fylgir gengissveiflunum nokkuð nákvæmlega, það getur svo haft áhrif á hráefniskostnað.“Forseti ASÍ segir boðaðar verðhækkanir fyrirtækja sýna fram á fullkomið ábyrgðarleysi.Vísir/vilhelmÚtilokar ekki sniðgöngu á vörum Drífa Snædal veltir fyrir sér hvort að með boðuðum verðhækkunum sem eru settar í beint samhengi við atkvæðagreiðslu sé verið að senda öðrum fyrirtækjum hjá Samtökum atvinnulífsins skilaboð um að fella kjarasamningana. Drífu finnst útspil fyrirtækjanna skjóta skökku við vegna þess að yfirlýst markmið kjarasamninganna hefði verið að skapa þannig aðstæður að hægt yrði að lækka vexti og stemma stigu við verðbólgu. „Verkalýðshreyfingin sýndi þarna mjög mikla ábyrgð við gerð kjarasamninga. Þegar fyrirtæki eru að fara að hækka hjá sér vöruverð þá eru þau að vinna gegn markmiðum samninga, hreint og klárt. Það var nú talið að vaxtalækkun myndi koma bæði fyrirtækjum og einstaklingum til góða, heimilunum. Það er svona hið undirliggjandi markmið þessara samninga. Ef fyrirtæki hækka verð þá fer það út í verðbólgu og þá verður erfiðara um vik að lækka vexti. Fyrirtækin eru svolítið að pissa í skóinn sinn með þessu.“ Verðhækkanir fullkomlega ábyrgðarlausar Drífa segir útspilið fullkomlega ábyrgðarlaust. Hún reiknar með því að verkalýðshreyfingin muni virkja verðlagseftirlit ASÍ „mjög hressilega“ til að fylgjast með og upplýsa fólk um fyrirtæki sem sýna ekki ábyrgð. „Það er ekkert loku fyrir það skotið að það verði hvatt til þess að sniðganga fyrirtæki sem sýna ekki ábyrgð. Fyrirtæki verða líka að hafa það í huga að neytendavitund er að vaxa mjög mikið þannig að fólk er meðvitaðra um það heldur en áður við hvaða fyrirtæki það er að versla.“ Aðspurð hvort hækkanirnar geti verið réttlætanlegar í einhverjum tilvikum og jafnvel liður í því að sýna ábyrgð svarar Drífa: „Við skulum hafa það í huga að þegar vel gengur og það hefur nú gengið vel hjá þessu fyrirtæki Íslenska-ameríska, ÍSAM, í gegnum tíðina að þá er það ekki endilega ávísun á launahækkanir starfsfólks. Starfsfólk hefur þarna glugga til að semja um launahækkanir og þess vegna ber að virða það þannig að fyrirtæki geta gengið upp og niður en það er ekki endilega ávísun á það að fólk fái launahækkun nema akkúrat núna. Auðvitað eiga fyrirtæki að sýna ef þau eru rekstrarhæf á annað borð, að geta tekið upp-og niðursveiflum.“ Atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við félög verslunarmanna og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins lýkur í dag. Atkvæðagreiðslu hjá VR lauk aftur á móti í síðustu viku en niðurstöður atkvæðagreiðslna hjá öllum félögum verða kynntar fyrir hádegi á morgun. Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Segir það neyðarúrræði að hækka vöruverð Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. 21. apríl 2019 20:00 Segir tölvupósta um verðhækkanir sýna fram á klofning innan SA Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. 20. apríl 2019 13:30 Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur boðaðar verðhækkanir nokkurra fyrirtækja - verði kjarasamningar samþykktir - afar misráðnar. Hrina verðhækkana myndi veikja mjög forsendur kjarasamninga sem voru undirritaðir nýverið og eru ennþá í samþykktarferli. Þetta sagði Ólafur í Morgunútvarpi Ríkisútvarpsins en hann var gestur ásamt Drífu Snædal forseta ASÍ. Til umræðu voru boðaðar verðhækkanir nokkurra fyrirtækja í tengslum við kjarasamninga. Forsvarsmenn ÍSAM heildsölu-og framleiðslufyrirtækis skrifuðu bréf til fyrirtækja þar sem kom fram að þau hygðust hækka vöruverð um 3,9% verði kjarasamningar samþykktir í atkvæðagreiðslu. Sjá nánar: tölvupóstar um verðhækkanirEkki til hagsbóta fyrir fyrirtækin að fella kjarasamninga Ólafur segir að útspilið hafi verið óheppilegt og jafnvel kjánalegt. Honum virðist sem ekki hafi verið mikil hugsun á bakvið ákvörðunina. Að mati Ólafs væri það ekki fyrirtækjunum í hag ef kjarasamningarnir verða felldir í atkvæðagreiðslu því hann efast um að Samtök atvinnulífsins gætu gert betri samning en þann sem skrifað var undir. Kjarasamningarnir væru bæði hófsamir og sanngjarnir. „Þessir samningar eru reistir á ákveðnum forsendum; um að halda verðbólgu niðri, um að kaupmáttur aukist, um að vaxtastigið lækki. Það gerist að sjálfsögðu ekki með því að launahækkanir fari beint út í verðlagið. Við höfum hvatt okkar félagsmenn til þess, og ég held að þeir hugsi flestir á þeim nótum, að horfa frekar til leiða til að lækka hjá sér kostnað með einhverjum öðrum ráðum en að velta hækkunum út í verðlagið.“ Ólafur telur þó að í hópi atvinnurekenda sé nokkuð góð samstaða um að halda aftur af verðhækkunum. Hann vill þó ekki gera lítið úr því að staðan sé erfið hjá mörgum fyrirtækjum. „Það eru margir aðrir þættir sem spila inn í og ekkert endilega kjarasamningarnir. Við búum auðvitað við þennan gjaldmiðil sem sveiflast oft dálítið duglega og sérstaklega verðlag á innfluttri vöru sveiflast dálítið með gjaldmiðlinum. Við sjáum það yfir lengra tímabil að verðlag á innfluttri vöru fylgir gengissveiflunum nokkuð nákvæmlega, það getur svo haft áhrif á hráefniskostnað.“Forseti ASÍ segir boðaðar verðhækkanir fyrirtækja sýna fram á fullkomið ábyrgðarleysi.Vísir/vilhelmÚtilokar ekki sniðgöngu á vörum Drífa Snædal veltir fyrir sér hvort að með boðuðum verðhækkunum sem eru settar í beint samhengi við atkvæðagreiðslu sé verið að senda öðrum fyrirtækjum hjá Samtökum atvinnulífsins skilaboð um að fella kjarasamningana. Drífu finnst útspil fyrirtækjanna skjóta skökku við vegna þess að yfirlýst markmið kjarasamninganna hefði verið að skapa þannig aðstæður að hægt yrði að lækka vexti og stemma stigu við verðbólgu. „Verkalýðshreyfingin sýndi þarna mjög mikla ábyrgð við gerð kjarasamninga. Þegar fyrirtæki eru að fara að hækka hjá sér vöruverð þá eru þau að vinna gegn markmiðum samninga, hreint og klárt. Það var nú talið að vaxtalækkun myndi koma bæði fyrirtækjum og einstaklingum til góða, heimilunum. Það er svona hið undirliggjandi markmið þessara samninga. Ef fyrirtæki hækka verð þá fer það út í verðbólgu og þá verður erfiðara um vik að lækka vexti. Fyrirtækin eru svolítið að pissa í skóinn sinn með þessu.“ Verðhækkanir fullkomlega ábyrgðarlausar Drífa segir útspilið fullkomlega ábyrgðarlaust. Hún reiknar með því að verkalýðshreyfingin muni virkja verðlagseftirlit ASÍ „mjög hressilega“ til að fylgjast með og upplýsa fólk um fyrirtæki sem sýna ekki ábyrgð. „Það er ekkert loku fyrir það skotið að það verði hvatt til þess að sniðganga fyrirtæki sem sýna ekki ábyrgð. Fyrirtæki verða líka að hafa það í huga að neytendavitund er að vaxa mjög mikið þannig að fólk er meðvitaðra um það heldur en áður við hvaða fyrirtæki það er að versla.“ Aðspurð hvort hækkanirnar geti verið réttlætanlegar í einhverjum tilvikum og jafnvel liður í því að sýna ábyrgð svarar Drífa: „Við skulum hafa það í huga að þegar vel gengur og það hefur nú gengið vel hjá þessu fyrirtæki Íslenska-ameríska, ÍSAM, í gegnum tíðina að þá er það ekki endilega ávísun á launahækkanir starfsfólks. Starfsfólk hefur þarna glugga til að semja um launahækkanir og þess vegna ber að virða það þannig að fyrirtæki geta gengið upp og niður en það er ekki endilega ávísun á það að fólk fái launahækkun nema akkúrat núna. Auðvitað eiga fyrirtæki að sýna ef þau eru rekstrarhæf á annað borð, að geta tekið upp-og niðursveiflum.“ Atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við félög verslunarmanna og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins lýkur í dag. Atkvæðagreiðslu hjá VR lauk aftur á móti í síðustu viku en niðurstöður atkvæðagreiðslna hjá öllum félögum verða kynntar fyrir hádegi á morgun.
Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Segir það neyðarúrræði að hækka vöruverð Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. 21. apríl 2019 20:00 Segir tölvupósta um verðhækkanir sýna fram á klofning innan SA Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. 20. apríl 2019 13:30 Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06
Segir það neyðarúrræði að hækka vöruverð Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. 21. apríl 2019 20:00
Segir tölvupósta um verðhækkanir sýna fram á klofning innan SA Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. 20. apríl 2019 13:30
Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00