Fengu uppsagnarbréf með páskaegginu frá Bernhard Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2019 15:25 Höfuðstöðvar Bernhard í Vatnagörðum í Reykjavík. Já.is Meirihluta starfsmanna Bernhard ehf. var sagt upp í liðinni viku í tengslum við kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Tilkynnt var um kaupin í dag. Um þrjátíu starfsmenn eru skráðir á heimasíðu Bernhard en eftir því sem Vísir kemst næst er fjöldi starfsmanna á fimmta tug. Voru það helst bifvélavirkjar á verkstæðinu og sölustjórar hverrar deildar sem héldu vinnunni. Starfsfólk á skrifstofu, langflestir sölumenn og markaðsfólk missti vinnuna. Rekstur Bernhard hefur gengið brösulega undanfarin misseri og var útibúi í Reykjanesbæ lokað upp úr áramótum. Fyrirtækið seldi bílaleiguna Ice Rental Cars um miðjan mánuðinn og töldu flestir starfsmenn að boðaður starfsmannafundur á miðvikudaginn tengdist þeirri sölu. Það kom flestum í opna skjöldu þegar framkvæmdastjórinn Gylfi Gunnarsson greindi frá uppsögnunum sama dag og starfsmenn fengu páskaegg að gjöf. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmningin afar þung þar sem fólki fannst tímasetningin ekki upp á marga fiska. Á leiðinni inn í páskafrí með fjölskyldum sínum. Flestir starfsmenn Bernhard starfa í Vatnagörðum í Sundahöfn í Reykjavík þar sem nýju bílarnir eru auk verkstæðisins. Þá er starfsstöð á Eirhöfða með notuðum bílum. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar náðist í hann í dag. Hann vísaði á fyrrnefndan Gylfa sem ekki hefur svarað símtölum fréttastofu. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu. Kaupin væru í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum. Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 eftir 25 milljóna króna hagnað árið á undan. Skuldir fyrirtækisins í árslok 2017 námu 2,1 milljarði króna. Bílar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Meirihluta starfsmanna Bernhard ehf. var sagt upp í liðinni viku í tengslum við kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard sem fer með Honda umboðið á Íslandi. Tilkynnt var um kaupin í dag. Um þrjátíu starfsmenn eru skráðir á heimasíðu Bernhard en eftir því sem Vísir kemst næst er fjöldi starfsmanna á fimmta tug. Voru það helst bifvélavirkjar á verkstæðinu og sölustjórar hverrar deildar sem héldu vinnunni. Starfsfólk á skrifstofu, langflestir sölumenn og markaðsfólk missti vinnuna. Rekstur Bernhard hefur gengið brösulega undanfarin misseri og var útibúi í Reykjanesbæ lokað upp úr áramótum. Fyrirtækið seldi bílaleiguna Ice Rental Cars um miðjan mánuðinn og töldu flestir starfsmenn að boðaður starfsmannafundur á miðvikudaginn tengdist þeirri sölu. Það kom flestum í opna skjöldu þegar framkvæmdastjórinn Gylfi Gunnarsson greindi frá uppsögnunum sama dag og starfsmenn fengu páskaegg að gjöf. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmningin afar þung þar sem fólki fannst tímasetningin ekki upp á marga fiska. Á leiðinni inn í páskafrí með fjölskyldum sínum. Flestir starfsmenn Bernhard starfa í Vatnagörðum í Sundahöfn í Reykjavík þar sem nýju bílarnir eru auk verkstæðisins. Þá er starfsstöð á Eirhöfða með notuðum bílum. Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi þegar náðist í hann í dag. Hann vísaði á fyrrnefndan Gylfa sem ekki hefur svarað símtölum fréttastofu. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, segir í samtali við Vísi að Askja geri ráð fyrir að bjóða mörgum af þeim sem starfa við Honda-umboðið vinnu. Kaupin væru í áreiðanleikakönnun þessa stundina og framhaldið muni skýrast endanlega á næstu vikum. Bernhard tapaði 371 milljón króna árið 2017 eftir 25 milljóna króna hagnað árið á undan. Skuldir fyrirtækisins í árslok 2017 námu 2,1 milljarði króna.
Bílar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent