Viðskipti innlent

Ingibjörg að verða stærsti hluthafinn í Skeljungi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingibjörg Pálmadóttir, fjárfestir, og eiginmaður hennar Jón Ásgeir Jóhannesson.
Ingibjörg Pálmadóttir, fjárfestir, og eiginmaður hennar Jón Ásgeir Jóhannesson. VÍSIR/VILHELM
Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir hefur tryggt sér rúmlega tíu prósenta hlut í Skeljungi í gegnum félag sitt 365 miðla sem rekur Fréttablaðið í gegnum útgáfufélag sitt Torg. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem segir að hlutur 365 miðla í Skeljungi sé nú 4,32 prósent.

Hins vegar verður hluturinn rétt rúmlega 10 prósent nýti 365 miðlar sér tvo framvirka samninga sem renna út í lok apríl annars vegar upp á 4,65 prósent og lok maí hins vegar upp á rúmlega eitt prósent.

Ingibjörg mun eftir viðskiptin eiga 215 milljón hluti í Skeljungi sem svarar til rúmlega 1,7 milljarða króna sé miðað við gengið á bréfum í Skeljungi í dag.

Lífeyrissjóðurinn Gildi er stærsti einstaki hluthafinn í Skeljungi með 9,2 prósenta hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×