Erlent

Óttast að úr­koma valdi frekari skemmdum á Notre-Dame

Atli Ísleifsson skrifar
Gríðarlegar skemmdir urðu á Notre-Dame í bruna á mánudaginn í síðustu viku.
Gríðarlegar skemmdir urðu á Notre-Dame í bruna á mánudaginn í síðustu viku. Getty
Arkitektar sem hafa það hlutverk að tryggja varðveislu Notre-Dame í París vinna nú hörðum höndum að því að þekja dómkirkjuna með dúk áður en úrkoma veldur frekari skemmdum á kirkjunni. Spáð er mikilli riglingu og þrumuveðri í frönsku höfuðborginni í kvöld.

Gríðarlegar skemmdir urðu á Notre-Dame í bruna á mánudaginn í síðustu viku. Kirkjuspíran hrundi í eldsvoðanum, sem og hvelfing kirkjunnar að hluta, og þá urðu einnig miklar rakaskemmdir á kirkjunnar vegna slökkvistarfsins.

Sérfræðingar óttast að mikil úrkoma kunni að leiða til enn frekari skemmda og hruns. Sé það nú algert forgangsmál að koma vatnsheldum dúk yfir kirkjuna.

Unnið er að gerð sérhannaðrar „regnhlífar“ á þaki byggingarinnar sem mun verja kirkjuna á meðan á endurbyggingu stendur. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur sagt að til standi að ljúka endurbyggingunni á fimm árum.

Slökkviliði tókst með aðgerðum sínum að bjarga stórum hluta byggingarinnar og hefur verið unnið að því síðustu daga að styrkja stoðir kirkjunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×