Erlent

Segir á­rásina hefnd vegna á­rásarinnar í Christchurch

Atli Ísleifsson skrifar
Alls eru 321 maður látinn og um fimm hundruð særðir eftir að ráðist var á þrjár kirkjur og þrjú fimm stjörnu hótel á Srí Lanka á páskadag.
Alls eru 321 maður látinn og um fimm hundruð særðir eftir að ráðist var á þrjár kirkjur og þrjú fimm stjörnu hótel á Srí Lanka á páskadag. epa
Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin á páskadag hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði.

Frá þessu greindi aðstoðarráðherrann í ræðu á þinginu í morgun og vísaði hann í frumniðurstöður rannsóknar yfirvalda.

Alls eru 321 maður látinn og um fimm hundruð særðir eftir að ráðist var á þrjár kirkjur og þrjú fimm stjörnu hótel á Srí Lanka á páskadag

„Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknarinnar hafa leitt í ljós að það sem gerðist á Srí Lanka var hefnd vegna árásarinnar gegn múslimum í Christchurch,“ sagði aðstoðarvarnarmálaráðherrann Ruwan Wijewardene.

Yfirvöld á Srí Lanka hafa sakað hryðjuverkahópinn National Thowheed Jamaath um árásirnar og er talið að hópurinn hafi notið aðstoðar alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. Alls hafa um fjörutíu manns verið handteknir vegna árásarinnar.

Ástralinn Brenton Tarrant hefur verið ákærður vegna árásar á tvær moskur í Christchurch þann 15. mars síðastliðinn. Alls létu fimmtíu manns lífið í árásunum og á fjórða tug særðust.


Tengdar fréttir

Fjörutíu handteknir á Srí Lanka

Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×