KA varð í dag Íslandsmeistari í blaki í kvennaflokki eftir að liðið hafði betur gegn HK í oddaleik liðanna fyrir norðan heiða, 3-0.
Sigur KA var í raun aldrei í hættu í dag. Liðið var betri á öllum sviðum en þær unnu hrinurnar 25-18, 25-17 og 25-19 en HK hafði unnið síðustu tvær rimmur liðanna.
Það er því frábærum vetri að ljúka hjá KA-liðinu en þær unnu alla þrjá titlana sem í boði eru í kvennaflokki; deildarmeistarar, Íslandsmeistararar og bikarmeistarar.
Þær höfðu ekki áður orðið bikarmeistarar en þær tryggðu sér fyrsta bikarmeistaratitilinn í síðasta mánuði. Magnaður vetur hjá þeim gulklæddu.
KA vann alla þrjá titlana í kvennaflokki
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn


Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn


Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn