Amazon biðst afsökunar á Game of Thrones leka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2019 15:44 Ekki er víst að Jon Snow yrði ánægður með Amazon vegna lekans. Forsvarsmenn fyrirtækisins þurfa þó ekki að hafa mikla áhyggjur af honum, þar sem hann er ekki til í alvöru. Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur beðist afsökunar á því að hafa lekið öðrum þætti lokaþáttaraðar hinna geysivinsælu sjónvarpsþátta Game of Thrones, nokkrum klukkustundum áður en þátturinn var frumsýndur. Fyrirtækið segir að rekja megi lekann til kerfisvillu hjá streymisveitu fyrirtækisins, Amazon Prime Video. „Við hörmum það að um stutta stund var áskrifendum að Amazon Prime í Þýskalandi veittur aðgangur að öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Þetta var kerfisvilla sem hefur verið leiðrétt,“ sagði talsmaður Amazon um málið. Þrátt fyrir að þættinum hafi snögglega verið kippt út af streymisveitunni eftir að upp komst um villuna náðu þó nokkrir aðdáendur þáttanna að horfa á þáttinn í heild sinni, áður en mistökin voru leiðrétt.You can legally watch leaked episode on Amazon in Germany. #GameofThronespic.twitter.com/0mN08RFYvz — Vladimir (@Bladimir_____) April 21, 2019 Þetta er önnur vikan í röð þar sem Game of Thrones þáttur hefur birst ótímabært á Internetinu, það er, áður en að frumsýningu var komið. Í síðustu viku gátu áskrifendur að streymisveitu samskiptafyrirtækisins AT&T, DirectTV Now, barið fyrsta þátt áttundu þáttaraðar augum nokkrum klukkustundum áður en þátturinn var frumsýndur. Amazon Game of Thrones Þýskaland Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur beðist afsökunar á því að hafa lekið öðrum þætti lokaþáttaraðar hinna geysivinsælu sjónvarpsþátta Game of Thrones, nokkrum klukkustundum áður en þátturinn var frumsýndur. Fyrirtækið segir að rekja megi lekann til kerfisvillu hjá streymisveitu fyrirtækisins, Amazon Prime Video. „Við hörmum það að um stutta stund var áskrifendum að Amazon Prime í Þýskalandi veittur aðgangur að öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Þetta var kerfisvilla sem hefur verið leiðrétt,“ sagði talsmaður Amazon um málið. Þrátt fyrir að þættinum hafi snögglega verið kippt út af streymisveitunni eftir að upp komst um villuna náðu þó nokkrir aðdáendur þáttanna að horfa á þáttinn í heild sinni, áður en mistökin voru leiðrétt.You can legally watch leaked episode on Amazon in Germany. #GameofThronespic.twitter.com/0mN08RFYvz — Vladimir (@Bladimir_____) April 21, 2019 Þetta er önnur vikan í röð þar sem Game of Thrones þáttur hefur birst ótímabært á Internetinu, það er, áður en að frumsýningu var komið. Í síðustu viku gátu áskrifendur að streymisveitu samskiptafyrirtækisins AT&T, DirectTV Now, barið fyrsta þátt áttundu þáttaraðar augum nokkrum klukkustundum áður en þátturinn var frumsýndur.
Amazon Game of Thrones Þýskaland Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp