Amazon biðst afsökunar á Game of Thrones leka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2019 15:44 Ekki er víst að Jon Snow yrði ánægður með Amazon vegna lekans. Forsvarsmenn fyrirtækisins þurfa þó ekki að hafa mikla áhyggjur af honum, þar sem hann er ekki til í alvöru. Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur beðist afsökunar á því að hafa lekið öðrum þætti lokaþáttaraðar hinna geysivinsælu sjónvarpsþátta Game of Thrones, nokkrum klukkustundum áður en þátturinn var frumsýndur. Fyrirtækið segir að rekja megi lekann til kerfisvillu hjá streymisveitu fyrirtækisins, Amazon Prime Video. „Við hörmum það að um stutta stund var áskrifendum að Amazon Prime í Þýskalandi veittur aðgangur að öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Þetta var kerfisvilla sem hefur verið leiðrétt,“ sagði talsmaður Amazon um málið. Þrátt fyrir að þættinum hafi snögglega verið kippt út af streymisveitunni eftir að upp komst um villuna náðu þó nokkrir aðdáendur þáttanna að horfa á þáttinn í heild sinni, áður en mistökin voru leiðrétt.You can legally watch leaked episode on Amazon in Germany. #GameofThronespic.twitter.com/0mN08RFYvz — Vladimir (@Bladimir_____) April 21, 2019 Þetta er önnur vikan í röð þar sem Game of Thrones þáttur hefur birst ótímabært á Internetinu, það er, áður en að frumsýningu var komið. Í síðustu viku gátu áskrifendur að streymisveitu samskiptafyrirtækisins AT&T, DirectTV Now, barið fyrsta þátt áttundu þáttaraðar augum nokkrum klukkustundum áður en þátturinn var frumsýndur. Amazon Game of Thrones Þýskaland Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur beðist afsökunar á því að hafa lekið öðrum þætti lokaþáttaraðar hinna geysivinsælu sjónvarpsþátta Game of Thrones, nokkrum klukkustundum áður en þátturinn var frumsýndur. Fyrirtækið segir að rekja megi lekann til kerfisvillu hjá streymisveitu fyrirtækisins, Amazon Prime Video. „Við hörmum það að um stutta stund var áskrifendum að Amazon Prime í Þýskalandi veittur aðgangur að öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Þetta var kerfisvilla sem hefur verið leiðrétt,“ sagði talsmaður Amazon um málið. Þrátt fyrir að þættinum hafi snögglega verið kippt út af streymisveitunni eftir að upp komst um villuna náðu þó nokkrir aðdáendur þáttanna að horfa á þáttinn í heild sinni, áður en mistökin voru leiðrétt.You can legally watch leaked episode on Amazon in Germany. #GameofThronespic.twitter.com/0mN08RFYvz — Vladimir (@Bladimir_____) April 21, 2019 Þetta er önnur vikan í röð þar sem Game of Thrones þáttur hefur birst ótímabært á Internetinu, það er, áður en að frumsýningu var komið. Í síðustu viku gátu áskrifendur að streymisveitu samskiptafyrirtækisins AT&T, DirectTV Now, barið fyrsta þátt áttundu þáttaraðar augum nokkrum klukkustundum áður en þátturinn var frumsýndur.
Amazon Game of Thrones Þýskaland Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein