Erlent

Fulltrúadeildarþingmaður tilkynnir framboð til forseta Bandaríkjanna

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Seth Moulton frambjóðandi til tilnefningar Demókrata til forseta Bandaríkjanna 2020.
Seth Moulton frambjóðandi til tilnefningar Demókrata til forseta Bandaríkjanna 2020. Getty/Craig F. Walker
Fyrrverandi hermaður og núverandi þingmaður Demókrata frá Massachusetts hefur tilkynnt framboð sitt til tilnefningar Demókrataflokksins til forseta Bandaríkjanna 2020.  Sá heitir Seth Moulton hefur bæst í hóp þeirra sem bjóða sig fram til tilnefningar Demókrata í embættið, en nú eru næstum 20 manns komnir í þann hóp.

Moulton er lítið þekktur í Bandaríkjunum og er því örlítið undir í kapphlaupinu, auk þess sem hann hefur ekki jafn mikla reynslu í stjórnmálum eins og margir mótframbjóðendur hans, sem hafa margir setið árum saman sem þingmenn eða ríkisstjórar.

Þrátt fyrir stuttan feril hefur hann einkennst af tilraunum Moultons til að ögra flokkskerfinu, en hann komst fyrst inn á þing árið 2014 þegar hann kepptist á móti John Tierney sem hafði setið á þingi í 18 ár og vann hann. Eftir að Demókratar fengu meirihluta í fulltrúadeildinni haustið 2018 reyndi Moulton að skipta Nancy Pelosi, sem er forseti fulltrúardeildar Bandaríkjanna, út.

Moulton var í hernum frá 2001-2008 en í kosningabaráttu sinni árið 2014 var hann mjög gagnrýninn á Íraksstríðið, þar sem hann var gegndi herþjónustu og talaði hann mikið um að ekki ætti að senda fleiri hersveitir til Írak.

Hann hefur einnig kallað eftir hertari skotvopnalöggjöf og hefur sagt vopn sem gerð eru fyrir hernað ekki eiga að vera í eigu almennings. Hann hefur einnig talað fyrir lögleiðingu kannabis og sagði hann í útvarpsviðtali við stöðina WGBH að hann hafi sjálfur reykt það í háskóla.

Hann útskrifaðist með BS-gráðu í eðlisfræði frá Harvard árið 2001 og kláraði mastersgráðuvið skólann í viðskiptafræði og opinberri stefnumótun árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×