Heimilislaus maður og rotta sameinuð í Sydney Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. apríl 2019 21:22 Chris (t.v.) og Lucy (t.h.). Facebook/NSWPOLICEFORCE Chris, heimilislaus maður frá Sydney í Ástralíu, átti endurfundi með gælurottunni sinni, Lucy, nú fyrir helgi. Hinn 59 ára gamli Chris var góðkunnur mörgum íbúum miðborgar Sydney, hvar hann sat löngum stundum á götuhorni meðan Lucy hvíldi í litlum kassa fyrir framan hann. Nýlega hvarf Lucy þó og Chris brá á það ráð að hengja upp auglýsingu á kassann þar sem hann lýsti eftir Lucy. Viðbrögð samfélagsins létu ekki á sér standa og af stað fór samfélagsmiðlaherferð þar sem fólk birti sínar eigin myndir af tvíeykinu í tilraun til þess að finna Lucy og koma henni aftur til síns heima. Þetta varð til þess að lögreglan í Nýja-Suður Wales tók málið til sín og lýsti eftir Lucy. Hún fannst loks eftir að kona sem hafði verið á gangi varð hennar vör og tók hana heim til sín til þess að hlúa að henni, þar sem konan hafði talið að Lucy hefði verið yfirgefin. Þegar lögreglan bað Chris um að staðfesta að raunverulega væri um Lucy að ræða sagði hann ekki nokkurn vafa leika á því. „Já, þetta er hún! Hún er blind á öðru auga. Hún man eftir mér!“ ku Chris hafa sagt við endurfundina. Þá baðst Chris afsökunar á að hafa „látið“ lögregluna hafa svona mikið fyrir málinu. „Mér líður frábærlega. Kærar þakkir allir,“ sagði Chris þegar Lucy var komin aftur á axlir eiganda síns. „Hún veit að hún hefur saknað mín líka,“ sagði hann að lokum, feginn því að hafa endurheimt ástkært gæludýr sitt.Great news! Officers from Sydney City Police Area Command have reunited a homeless man and his pet rat today, after she went missing last week. Thanks to our followers, Lucy was safely retrieved today and returned to her owner. pic.twitter.com/BPPe7lQZP9 — NSW Police Force (@nswpolice) April 18, 2019 Ástralía Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Chris, heimilislaus maður frá Sydney í Ástralíu, átti endurfundi með gælurottunni sinni, Lucy, nú fyrir helgi. Hinn 59 ára gamli Chris var góðkunnur mörgum íbúum miðborgar Sydney, hvar hann sat löngum stundum á götuhorni meðan Lucy hvíldi í litlum kassa fyrir framan hann. Nýlega hvarf Lucy þó og Chris brá á það ráð að hengja upp auglýsingu á kassann þar sem hann lýsti eftir Lucy. Viðbrögð samfélagsins létu ekki á sér standa og af stað fór samfélagsmiðlaherferð þar sem fólk birti sínar eigin myndir af tvíeykinu í tilraun til þess að finna Lucy og koma henni aftur til síns heima. Þetta varð til þess að lögreglan í Nýja-Suður Wales tók málið til sín og lýsti eftir Lucy. Hún fannst loks eftir að kona sem hafði verið á gangi varð hennar vör og tók hana heim til sín til þess að hlúa að henni, þar sem konan hafði talið að Lucy hefði verið yfirgefin. Þegar lögreglan bað Chris um að staðfesta að raunverulega væri um Lucy að ræða sagði hann ekki nokkurn vafa leika á því. „Já, þetta er hún! Hún er blind á öðru auga. Hún man eftir mér!“ ku Chris hafa sagt við endurfundina. Þá baðst Chris afsökunar á að hafa „látið“ lögregluna hafa svona mikið fyrir málinu. „Mér líður frábærlega. Kærar þakkir allir,“ sagði Chris þegar Lucy var komin aftur á axlir eiganda síns. „Hún veit að hún hefur saknað mín líka,“ sagði hann að lokum, feginn því að hafa endurheimt ástkært gæludýr sitt.Great news! Officers from Sydney City Police Area Command have reunited a homeless man and his pet rat today, after she went missing last week. Thanks to our followers, Lucy was safely retrieved today and returned to her owner. pic.twitter.com/BPPe7lQZP9 — NSW Police Force (@nswpolice) April 18, 2019
Ástralía Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira