Segir það neyðarúrræði að hækka vöruverð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. apríl 2019 20:00 Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið þurfa á verðhækkunum að halda til að geta haldið áfram rekstri. Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Það sé ekki eingöngu vegna launahækkana heldur einnig vegna hækkunar á hráefniskostnaði. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Mikil gagnrýni braust út í gær þegar tilkynning barst þess efnis að heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM hygðist hækka vörur sínar um 3,9 prósent yrðu kjarasamningar samþykktir. Í kjölfarið kom í ljós að Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent. Framkvæmdastjóri Gæðabaksturs segir fyrirtækið neyðast til að hækka vöruverð. „Það hefur hækkað hráefni hjá okkur á síðasta ári um 30 prósent á hveiti. Vegna lélegra uppskeru það árið. Við vorum með framvirkan samning sem að kláraðist eftir áramótin. Launahækkanir sem eru yfirvofandi. Flutningskostnaður á vörum sem við þurfum að senda út á land hefur hækkað um sex prósent. Síðan hafa verið hækkanir út af gengi að koma út á hráefni. Þess vegna er þetta neyðarúrræði sem við grípum til,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki hækkað verð í 15 mánuði. Hann reiknar með að kjarasamningar verði samþykktir og koma þurfi til móts við launahækkanirnar á einhvern hátt. „síðustu ár höfum við verið að hagræða og gera betur í verksmiðjunni. Það er bara ekki hægt lengur,“ segir hann. Hann sé með 170 manns í vinnu og hækkun á launum verði hátt í fimm milljónir á mánuði.Í þessari umræðu hefur ekkert verið pælt í því að draga verðhækkanirnar til baka og finna aðrar leiðir?„Nei ég hef ekki gert. Ég tel það vera að við þurfum á þessu að halda. Við höfum ekki einhverja djúpa vasa að fara í, því miður,“ segir hann. Kjaramál Neytendur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Það sé ekki eingöngu vegna launahækkana heldur einnig vegna hækkunar á hráefniskostnaði. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Mikil gagnrýni braust út í gær þegar tilkynning barst þess efnis að heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM hygðist hækka vörur sínar um 3,9 prósent yrðu kjarasamningar samþykktir. Í kjölfarið kom í ljós að Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent. Framkvæmdastjóri Gæðabaksturs segir fyrirtækið neyðast til að hækka vöruverð. „Það hefur hækkað hráefni hjá okkur á síðasta ári um 30 prósent á hveiti. Vegna lélegra uppskeru það árið. Við vorum með framvirkan samning sem að kláraðist eftir áramótin. Launahækkanir sem eru yfirvofandi. Flutningskostnaður á vörum sem við þurfum að senda út á land hefur hækkað um sex prósent. Síðan hafa verið hækkanir út af gengi að koma út á hráefni. Þess vegna er þetta neyðarúrræði sem við grípum til,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki hækkað verð í 15 mánuði. Hann reiknar með að kjarasamningar verði samþykktir og koma þurfi til móts við launahækkanirnar á einhvern hátt. „síðustu ár höfum við verið að hagræða og gera betur í verksmiðjunni. Það er bara ekki hægt lengur,“ segir hann. Hann sé með 170 manns í vinnu og hækkun á launum verði hátt í fimm milljónir á mánuði.Í þessari umræðu hefur ekkert verið pælt í því að draga verðhækkanirnar til baka og finna aðrar leiðir?„Nei ég hef ekki gert. Ég tel það vera að við þurfum á þessu að halda. Við höfum ekki einhverja djúpa vasa að fara í, því miður,“ segir hann.
Kjaramál Neytendur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira