Segir það neyðarúrræði að hækka vöruverð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. apríl 2019 20:00 Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið þurfa á verðhækkunum að halda til að geta haldið áfram rekstri. Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Það sé ekki eingöngu vegna launahækkana heldur einnig vegna hækkunar á hráefniskostnaði. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Mikil gagnrýni braust út í gær þegar tilkynning barst þess efnis að heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM hygðist hækka vörur sínar um 3,9 prósent yrðu kjarasamningar samþykktir. Í kjölfarið kom í ljós að Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent. Framkvæmdastjóri Gæðabaksturs segir fyrirtækið neyðast til að hækka vöruverð. „Það hefur hækkað hráefni hjá okkur á síðasta ári um 30 prósent á hveiti. Vegna lélegra uppskeru það árið. Við vorum með framvirkan samning sem að kláraðist eftir áramótin. Launahækkanir sem eru yfirvofandi. Flutningskostnaður á vörum sem við þurfum að senda út á land hefur hækkað um sex prósent. Síðan hafa verið hækkanir út af gengi að koma út á hráefni. Þess vegna er þetta neyðarúrræði sem við grípum til,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki hækkað verð í 15 mánuði. Hann reiknar með að kjarasamningar verði samþykktir og koma þurfi til móts við launahækkanirnar á einhvern hátt. „síðustu ár höfum við verið að hagræða og gera betur í verksmiðjunni. Það er bara ekki hægt lengur,“ segir hann. Hann sé með 170 manns í vinnu og hækkun á launum verði hátt í fimm milljónir á mánuði.Í þessari umræðu hefur ekkert verið pælt í því að draga verðhækkanirnar til baka og finna aðrar leiðir?„Nei ég hef ekki gert. Ég tel það vera að við þurfum á þessu að halda. Við höfum ekki einhverja djúpa vasa að fara í, því miður,“ segir hann. Kjaramál Neytendur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Sjá meira
Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Það sé ekki eingöngu vegna launahækkana heldur einnig vegna hækkunar á hráefniskostnaði. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. Mikil gagnrýni braust út í gær þegar tilkynning barst þess efnis að heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM hygðist hækka vörur sínar um 3,9 prósent yrðu kjarasamningar samþykktir. Í kjölfarið kom í ljós að Gæðabakstur, sem einnig á Kristjánsbakarí, mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent. Framkvæmdastjóri Gæðabaksturs segir fyrirtækið neyðast til að hækka vöruverð. „Það hefur hækkað hráefni hjá okkur á síðasta ári um 30 prósent á hveiti. Vegna lélegra uppskeru það árið. Við vorum með framvirkan samning sem að kláraðist eftir áramótin. Launahækkanir sem eru yfirvofandi. Flutningskostnaður á vörum sem við þurfum að senda út á land hefur hækkað um sex prósent. Síðan hafa verið hækkanir út af gengi að koma út á hráefni. Þess vegna er þetta neyðarúrræði sem við grípum til,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki hækkað verð í 15 mánuði. Hann reiknar með að kjarasamningar verði samþykktir og koma þurfi til móts við launahækkanirnar á einhvern hátt. „síðustu ár höfum við verið að hagræða og gera betur í verksmiðjunni. Það er bara ekki hægt lengur,“ segir hann. Hann sé með 170 manns í vinnu og hækkun á launum verði hátt í fimm milljónir á mánuði.Í þessari umræðu hefur ekkert verið pælt í því að draga verðhækkanirnar til baka og finna aðrar leiðir?„Nei ég hef ekki gert. Ég tel það vera að við þurfum á þessu að halda. Við höfum ekki einhverja djúpa vasa að fara í, því miður,“ segir hann.
Kjaramál Neytendur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Sjá meira