Talið að Danir hafi látist í árásunum á Sri Lanka Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2019 12:00 Staðfest er að yfir 200 hafi látist í árásunum. Vísir/getty Talið er að danskir ríkisborgarar hafi látist í sprengjuárásunum á kirkjur og hótel á Sri Lanka í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. Engar tilkynningar hafa borist um Íslendinga á vettvangi árásanna, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Samtals eru 207 nú staðfestir látnir í árásunum. „Borist hafa fréttir af því að Danir séu á meðal hinna látnu og særðu. Borgaraþjónustan getur ekki staðfest það frekar á þessari stundu,“ segir í tilkynningunni, sem birt var á Twitter í dag.SRI LANKA: Der er forlydender om danskere blandt de dræbte og tilskadekomne. Udenrigsministeriets Borgerservice kan ikke på nuværende tidspunkt bekræfte yderligere.— Udenrigsministeriets Borgerservice (@UMBorgerservice) April 21, 2019 Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Ib Petersen, yfirmanni hjá borgaraþjónustunni, að unnið sé að því að fá staðfestingu á dauðsföllum dönsku ríkisborgaranna í Sri Lanka. Þá veit hann ekki hversu margir Danir kunni að hafa fallið í árusunum en telur að um sé að ráða „mjög fáa“ einstaklinga, þó að margir danskir ferðamenn séu staddir í Sri Lanka. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, lýsti yfir mikilli sorg vegna fréttanna en ítrekaði að ekki væri hægt að staðfesta þær á þessari stundu.Dybt berørt over, at det nu også forlyder, at danskere er blandt ofrene for angrebene i Sri Lanka. @UMborgerservice følger udviklingen tæt, men kan ikke bekræfte yderligere på nuværende tidspunkt.— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 21, 2019 Engir Íslendingar á vettvangi árásanna Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir ráðuneytið ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að Íslendingar séu staddir á vettvangi árásanna. Einhverjir Íslendingar séu þó staddir í Sri Lanka og nokkrir þeirra hafi látið vita af sér. Sveinn bendir þó á að samfélagsmiðlar í Sri Lanka hafi legið niðri vegna árásanna og hvetur hann aðstandendur þeirra Íslendinga, sem taldir eru þurfa á aðstoð að halda úti, að hafa samband við borgaraþjónustuna. Tala látinna í árásunum, sem samtals eru orðnar átta, er komin upp í 207. Fimm lögreglumenn létust í seinni árásunum tveimur, sem gerðar voru nokkru síðar í dag en hinar sex. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan sex síðdegis og til sex í fyrramálið að staðartíma. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en ríkisstjórn Sri Lanka hefur gefið það út að sjö hafi verið handteknir vegna þeirra. Þá hafi fengist staðfest að sprengingarnar hafi verið sjálfsmorðsárásir og líklega standi einn tiltekinn hryðjuverkahópur á bak við þær. Danmörk Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Talið er að danskir ríkisborgarar hafi látist í sprengjuárásunum á kirkjur og hótel á Sri Lanka í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins. Engar tilkynningar hafa borist um Íslendinga á vettvangi árásanna, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Samtals eru 207 nú staðfestir látnir í árásunum. „Borist hafa fréttir af því að Danir séu á meðal hinna látnu og særðu. Borgaraþjónustan getur ekki staðfest það frekar á þessari stundu,“ segir í tilkynningunni, sem birt var á Twitter í dag.SRI LANKA: Der er forlydender om danskere blandt de dræbte og tilskadekomne. Udenrigsministeriets Borgerservice kan ikke på nuværende tidspunkt bekræfte yderligere.— Udenrigsministeriets Borgerservice (@UMBorgerservice) April 21, 2019 Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir Ib Petersen, yfirmanni hjá borgaraþjónustunni, að unnið sé að því að fá staðfestingu á dauðsföllum dönsku ríkisborgaranna í Sri Lanka. Þá veit hann ekki hversu margir Danir kunni að hafa fallið í árusunum en telur að um sé að ráða „mjög fáa“ einstaklinga, þó að margir danskir ferðamenn séu staddir í Sri Lanka. Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, lýsti yfir mikilli sorg vegna fréttanna en ítrekaði að ekki væri hægt að staðfesta þær á þessari stundu.Dybt berørt over, at det nu også forlyder, at danskere er blandt ofrene for angrebene i Sri Lanka. @UMborgerservice følger udviklingen tæt, men kan ikke bekræfte yderligere på nuværende tidspunkt.— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) April 21, 2019 Engir Íslendingar á vettvangi árásanna Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir ráðuneytið ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að Íslendingar séu staddir á vettvangi árásanna. Einhverjir Íslendingar séu þó staddir í Sri Lanka og nokkrir þeirra hafi látið vita af sér. Sveinn bendir þó á að samfélagsmiðlar í Sri Lanka hafi legið niðri vegna árásanna og hvetur hann aðstandendur þeirra Íslendinga, sem taldir eru þurfa á aðstoð að halda úti, að hafa samband við borgaraþjónustuna. Tala látinna í árásunum, sem samtals eru orðnar átta, er komin upp í 207. Fimm lögreglumenn létust í seinni árásunum tveimur, sem gerðar voru nokkru síðar í dag en hinar sex. Útgöngubanni hefur verið komið á frá klukkan sex síðdegis og til sex í fyrramálið að staðartíma. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum en ríkisstjórn Sri Lanka hefur gefið það út að sjö hafi verið handteknir vegna þeirra. Þá hafi fengist staðfest að sprengingarnar hafi verið sjálfsmorðsárásir og líklega standi einn tiltekinn hryðjuverkahópur á bak við þær.
Danmörk Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27 Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Útgöngubanni lýst yfir í kjölfar fleiri sprengjuárása Að minnsta kosti tveir létust í enn einni sprengjuárásinni á gistiheimili í úthverfi borgarinnar Colombo á Sri Lanka í dag. 21. apríl 2019 09:27
Yfir hundrað látnir í sprengjuárásum á Sri Lanka Minnst hundrað manns féllu og hundruð særðust til viðbótar í sprengjuárásum á kirkjur og hótel á Sri Lanka á páskadag. 21. apríl 2019 07:31