Segir Orku náttúrunnar svíkja gefin loforð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. apríl 2019 18:37 Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. Votlendi sem ætlað er að friðlýsa og lífríki á svæðinu er í hættu auk þess sem landbrot eykst þegar vatnshæðin hækkar. Vatnshæð Skorradalsvatn hefur hækkað mikið síðustu daga sem hefur þau áhrif að lífríki á svæðinu er í hættu. Flætt hefur yfir hólma sem gæti haft mikil áhrif á varp á svæðinu. Þá eykur vatnshæðin líkurnar á frekara landbroti með fram strönd vatnsins. Vatnavextir og leysingar eru með mesta móti víða um land þessa daganna og Skorradalsvatn er engin undantekning hér hins vegar er hægt að stýra vatnshæðinni. Skorradalsvatn er vatnsmiðlun fyrir Andakílsárvirkjun sem stendur neðar og er vatnshæð við útfallsstíflu stýrt af Orku náttúrunnar sem á og rekur virkjunina. Skógar- og Kirkjubóndi að Fitjum, sem er innst í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki standa við gefin loforð. „Það er ekki verið að fara eftir því sem okkur var lofað árið 2015, að frá og með 14. apríl yrði farið að lækka í vatninu. Ef við reynum að horfa hérna yfir þá sjáum við að það er allt á kafi hérna á stóru svæði sem að á að vera farið að lækka í. Hólmi hér sem er fyrir utan það rétt örlar á honum. Í gær sást ekkert fyrir honum en ástæðan fyrir því að það er aðeins farið að lækka er að við höfðum samband við Orkuveituna og kvörtuðum undan því að ástandið væri svona, það væri ekki farið að lækka og fengum fyrst þau svör að það væri ekkert hægt að gera í málinu því náttúran hefði bara þennan framgang,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, skógar- og kirkjubóndi og landeigandi í Skorradal. Sem er ekki alveg rétt, því Hulda ítrekaði kvörtun sína sem varð til þess að hleypt var af útfallsstíflunni sem varð til þess að vatnshæð Skorradalsvatns fór að lækka eins og sjá má á mælum Veðurstofu Íslands. „Þannig að þeir hafa tæknilega möguleika á að ráða við þetta. Við höfum hins vegar þurft að standa í þessu ströggli á hverju einasta vori árum saman og okkur þykir það mjög leitt,“ segir Hulda. Fyrirhugað er að friðlýsa votlendi nærri Fitjum sem Hulda segir einstakt af sinni gerð en að áður þurfi að liggja alveg ljóst fyrir hvernig virkjunin má haga sínum sveiflum á vatnshæðinni, til þess að hægt að fara í friðlýsingu. „Núna verðum við bara að setjast niður og fá Orkustofnun í lið með okkur til þess að fá skýrari reglur um heimildir virkjunarinnar þannig að hægt verði að hafa stjórn á þessu framvegis en ekki eftir geðþótta einstakra manna. Við þurfum að leita til Orkustofnunnar og fá þessu mál á hreint með því að leyfið sem hún hefur til miðlunar að það verði hreinlega endurskoðað," segir Hulda Skorradalshreppur Umhverfismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
Landeigandi í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki efna gefin loforð um að tryggja að hámarksvatnshæð Skorradalsvatns fari ekki yfir leyfileg mörk. Votlendi sem ætlað er að friðlýsa og lífríki á svæðinu er í hættu auk þess sem landbrot eykst þegar vatnshæðin hækkar. Vatnshæð Skorradalsvatn hefur hækkað mikið síðustu daga sem hefur þau áhrif að lífríki á svæðinu er í hættu. Flætt hefur yfir hólma sem gæti haft mikil áhrif á varp á svæðinu. Þá eykur vatnshæðin líkurnar á frekara landbroti með fram strönd vatnsins. Vatnavextir og leysingar eru með mesta móti víða um land þessa daganna og Skorradalsvatn er engin undantekning hér hins vegar er hægt að stýra vatnshæðinni. Skorradalsvatn er vatnsmiðlun fyrir Andakílsárvirkjun sem stendur neðar og er vatnshæð við útfallsstíflu stýrt af Orku náttúrunnar sem á og rekur virkjunina. Skógar- og Kirkjubóndi að Fitjum, sem er innst í Skorradal segir Orku náttúrunnar ekki standa við gefin loforð. „Það er ekki verið að fara eftir því sem okkur var lofað árið 2015, að frá og með 14. apríl yrði farið að lækka í vatninu. Ef við reynum að horfa hérna yfir þá sjáum við að það er allt á kafi hérna á stóru svæði sem að á að vera farið að lækka í. Hólmi hér sem er fyrir utan það rétt örlar á honum. Í gær sást ekkert fyrir honum en ástæðan fyrir því að það er aðeins farið að lækka er að við höfðum samband við Orkuveituna og kvörtuðum undan því að ástandið væri svona, það væri ekki farið að lækka og fengum fyrst þau svör að það væri ekkert hægt að gera í málinu því náttúran hefði bara þennan framgang,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, skógar- og kirkjubóndi og landeigandi í Skorradal. Sem er ekki alveg rétt, því Hulda ítrekaði kvörtun sína sem varð til þess að hleypt var af útfallsstíflunni sem varð til þess að vatnshæð Skorradalsvatns fór að lækka eins og sjá má á mælum Veðurstofu Íslands. „Þannig að þeir hafa tæknilega möguleika á að ráða við þetta. Við höfum hins vegar þurft að standa í þessu ströggli á hverju einasta vori árum saman og okkur þykir það mjög leitt,“ segir Hulda. Fyrirhugað er að friðlýsa votlendi nærri Fitjum sem Hulda segir einstakt af sinni gerð en að áður þurfi að liggja alveg ljóst fyrir hvernig virkjunin má haga sínum sveiflum á vatnshæðinni, til þess að hægt að fara í friðlýsingu. „Núna verðum við bara að setjast niður og fá Orkustofnun í lið með okkur til þess að fá skýrari reglur um heimildir virkjunarinnar þannig að hægt verði að hafa stjórn á þessu framvegis en ekki eftir geðþótta einstakra manna. Við þurfum að leita til Orkustofnunnar og fá þessu mál á hreint með því að leyfið sem hún hefur til miðlunar að það verði hreinlega endurskoðað," segir Hulda
Skorradalshreppur Umhverfismál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira