Lífið

Adele skilin við eiginmanninn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Adele og Simon Konecki á Grammy-verðlaununum árið 2013.
Adele og Simon Konecki á Grammy-verðlaununum árið 2013. Vísir/getty
Breska söngkonan Adele og eiginmaður hennar, Simon Konecki, eru skilin. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá parinu.

Í yfirlýsingunni segir jafnframt að Adele og Konecki hyggist ala son sinn upp í sátt og samlyndi. Sonurinn, Angelo, fæddist árið 2012 og parið gekk í hjónaband fjórum árum síðar, árið 2016, eftir fimm ára samband.

Adele greindi fyrst frá því að hún væri gift þegar hún minntist á „eiginmann“ sinn í þakkarræðu á Grammy-verðlaununum fyrir tveimur árum. Adele og Konecki ætla ekki að tjá sig frekar um skilnaðinn og biðja fjölmiðla í yfirlýsingu um að virða einkalíf sitt.

Adele er ein vinsælasta söngkona í heimi en plötur hennar 19, 21 og 25 hafa notið gríðarlegra vinsælda í heimalandinu – og víðar á jarðarkringlunni, líkt og Íslendingum ætti að vera kunnugt um. BBC greinir frá því að hún hyggi á útgáfu nýrrar tónlistar innan skamms.

Konecki, sem áður starfaði sem fjárfestir, stofnaði fyrirtækið Life Water árið 2005 og hefur síðan þá fjármagnað verkefni um heim allan sem færa fólki hreint drykkjarvatn.


Tengdar fréttir

Adele aflýsir tónleikum á Wembley

Söngkonan Adele fann sig tilneydda til að aflýsa tveimur tónleikum sem áttu að fara fram á Wembley leikvanginum í Lundúnum vegna raddleysis. Þetta hefðu orðið síðustu tveir tónleikarnir á tónleikaferðalagi söngkonunnar. Læknir Adele ráðlagði henni að aflýsa tónleikunum því hún væri með sködduð raddbönd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.