Kristín Örlygsdóttir er nýr formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Hún er fyrsta konan sem gegnir formannsembættinu í sögu deildarinnar.
Kristín tók við formannskeflinu af Friðriki Ragnarssyni á aukaaðalfundi körfuknattleiksdeildarinnar í gærkvöldi. Auk Friðriks gengu þau Páll Kristinsson, Jakob Hermannsson, Róbert Þór Guðnason og Berglind Kristjánsdóttir úr stjórn.
Brenton Birmingham, einn besti erlendi leikmaður sem hefur leikið hér á landi, er meðstjórnandi í stjórn körfuknattleiksdeildarinnar.
Karlalið Njarðvíkur endaði í 2. sæti Domino's deildarinnar en féll úr leik fyrir ÍR, 3-2, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar. Þá komust Njarðvíkingar í bikarúrslit þar sem þeir töpuðu fyrir Stjörnumönnum.
Kvennalið Njarðvíkur endaði í 4. sæti 1. deildar í vetur.
Fyrsta konan sem stýrir körfuknattleiksdeild Njarðvíkur
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti




Fleiri fréttir

Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
