Lífið

Sjáðu viðbrögð bargesta í gegnum umtalaðasta Game Of Thrones þátt sögunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þátturinn er 82 mínútur og stóðu þessir gestir allan tímann.
Þátturinn er 82 mínútur og stóðu þessir gestir allan tímann.
Þriðji þátturinn í áttundu seríu Game Of Thrones fór í loftið aðfaranótt mánudags og var einnig sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi.

Þátturinn hefur vægast sagt vakið mikla athygli og er strax orðinn umtalaðasti sjónvarpsþáttur sögunnar á Twitter en á meðan honum stóð var tíst um þáttinn 7,8 milljón sinnum.

Burlington Bar í Chicago býður upp á þá þjónustu að horfa á þættina á staðnum og er það orðið mjög vinsælt meðal gesta. Nýjasti þátturinn var rosalegur og gerðist margt og mikið sem ekki verður talað um í þessari grein.

Bareigandinn tók aftur á móti upp viðbrögð gesta á staðnum í gegnum allan þáttinn og má sjá samantekt af því hér að neðan. Ef þú hefur ekki séð umræddan þátt, ekki horfa.

Við mælum síðan með lestri umfjöllunar Samúels Karls Ólasonar, fréttamanns Vísis, um þriðja þáttinn.


Tengdar fréttir

Game of Thrones: Hvað getur maður sagt?

Hér verður farið yfir þriðja þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem var eitthvað það besta sem boðið hefur verið upp á í sjónvarpi, þó margt hafi farið í taugarnar á undirrituðum.

Áhugaverðar staðreyndir um þriðja þáttinn

Þriðji þátturinn í áttundu þáttaröð Game Of Thrones var heimsfrumsýndur aðfaranótt mánudags og síðan var hann á dagskrá Stöðvar 2 einnig í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×