Lífið

Áhugaverðar staðreyndir um þriðja þáttinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlegir hlutir gerðust í síðasta þætti.
Ótrúlegir hlutir gerðust í síðasta þætti.
Þriðji þátturinn í áttundu þáttaröð Game Of Thrones var heimsfrumsýndur aðfaranótt mánudags og síðan var hann á dagskrá Stöðvar 2 einnig í gærkvöldi.

Þátturinn hefur vakið ótrúlega mikla athygli á stuttum tíma og er nú þegar talað um vinsælasta einstaka þáttinn í Game Of Thrones sem eru vinsælustu sjónvarpsþættir heims.

Í þessari frétt verður ekki farið yfir þáttinn sjálfan, heldur áhugaverðar staðreyndir í tengslum við hann.

Það tók 55 daga að taka þáttinn sjálfan upp.

750 manns voru á tökustað.

Þetta er lengsti Game Of Thrones þáttur í sögunni - 82 mínútur.

Í þættinum var lengsta bardagaatriði sögunnar, bæði í þáttum og kvikmyndum. Atriðið toppaði Lord Of The Rings.

Þátturinn er umtalaðisti sjónvarpsþáttur sögunnar á Twitter en á meðan honum stóð var tíst um hann 7,8 milljón sinnum.

Hér að neðan má sjá myndband frá HBO þar sem farið er yfir gerð þáttarins en þeir sem hafa ekki séð þáttinn sjálfan ættu ekki að horfa. 




Tengdar fréttir

Game of Thrones: Hvað getur maður sagt?

Hér verður farið yfir þriðja þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem var eitthvað það besta sem boðið hefur verið upp á í sjónvarpi, þó margt hafi farið í taugarnar á undirrituðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×