Þrenna frá Aubameyang og Skytturnar í úrslit Evrópudeildarinnar með stæl

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skytturnar fagna í kvöld.
Skytturnar fagna í kvöld. vísir/getty
Arsenal er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-2 sigur á Valencia í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld og samanlagðan sigur í rimmunni 7-3.

Það voru ekki liðnar nema ellefu mínútur er framherjinn knái, Kevin Gameiro, kom heimamönnum yfir og hleypti miklu lífi í leikinn þar sem Valencia vantaði þá bara eitt mark.

Gestirnir frá Lundúnum voru ekki lengi að þagga niður í heimamönnum því sex mínútum síðar skoraði Pierre-Emerick Aubameyang jöfnunarmarkið eftir skalla Alexandre Lacazette.

Staðan var 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var fimm mínútna gamall er Alexandre Lacazette skoraði annað mark Arsenal og það mark gerði það að verkum að Valencia þurfti þrjú mörk.







Þeir voru fljótir að svara með fyrsta markinu en Kevin Gameiro jafnaði metin með öðru marki sínu á 58. mínútu og hleypti aftur smá spennu í leikinn.

Sóknarteymi Arsenal var á eldi í leiknum og á 69. mínútu var röðin aftur komin að Pierre-Emerick Aubameyang sem skoraði eftir frábæra fyrirgjöf frá Ainsley Maitland-Niles.

Veislunni var ekki loið. Þegar 89 mínútur voru komnar á klukkuna skoraði Aubameyang sitt þriðja mark og fjórða mark Arsenal í kvöld með frábærri afgreiðslu.







Lokatölur 4-2 sigur Arsenal í kvöld og samanlagt 7-3. Í úrslitaleiknum mæta þeir Chelsea en úrslitaleikurinn fer fram í Bakú miðvikudaginn 29. maí.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira