Segist ekki hafa orðið var við að farangur farþega hafi tafið rýmingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2019 14:22 Frá vettvangi slyssins. Mynd/skjáskot Maðurinn sem segist hafa komist síðastur út af þeim sem sluppu lifandi frá flugslysinu á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu er flugvél Aeroflot brann eftir harkalega lendingu segist ekki hafa orðið var við það að farþegar hafi tafið rýmingu flugvélarinnar með því að grípa farangur sinn með sér á útleið. Þetta kemur fram í viðtali við hinn 35 ára gamla Oleg Malchanov, einn af þeim 33 farþegum vélarinnar sem sluppu lifandi frá flugslysinu. 41 lést er flugvélin brann á flugvellinum skömmu eftir lendingu. Myndbönd frá flugslysinu sýna hvernig farþegar komust naumlega út úr brennandi flugvélinni og má sjá að sumir þeirra halda á handfarangri. Reglur flugfélaga gefa hins vegar skýrt til kynna að komi upp neyðartilvik og rýma þurfi flugvél megi ekki taka með sér handfarangur.Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um að mögulega hafi farþegar tafið rýmingu flugvélarinnar með því að taka með sér farangur, en Malchanov segist ekki hafa orðið var við það. „Ég get ekki sagt mikið um farangurinn sem allir eru að tala um. Hann var klárlega ekki fyrir mér,“ sagði Malchanov. Í viðtali við rússneska fjölmiðla lýsir hann því hvernig hann hafi upplifað flugið, brotlendinguna og rýminguna.„Það kom enginn á eftir mér“ Talið er að eldingu hafi lostið í flugvélina sem varð til þess að flugmennirnir hafi tekið ákvörðun um að lenda vélinni. Segir Malchanov vel hafa orðið var við eldinguna og skömmu síðar hafi flugmennirnir sagt ætla að lenda vélinni vegna „tæknilegrar bilunar.“Sjá má á myndböndum að flugvélinni er lent á miklum hraða og við það virðist lendingarbúnaður vélarinnar hafa brotnað og eldur braust í kjölfarið út. Malchanov segir eldinn hafa breiðst hratt út.„Þegar vélin stoppaði ýtti ég konunni minni áfram, það var enginn tími til að ræða saman. Gluggarnir voru að bráðna,“ sagði Malchanov.Hann hafi fundið að hann væri að missa meðvitund en tekist að skríða á gólfinu að flugstjórnarklefanum áður en hann yfirgaf flugvélina.„Ég var sá síðasti sem fór út. Það kom enginn á eftir mér.“Rannsókn á flugslysinu stendur yfir en rússneskirfjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn yfirvaldabeinist einkum að því að flugmennirnir hafi gert röð mistaka sem hafi gert það að verkum að svo fór sem fór.Í fyrsta lagi hafi flugmennirnir ekki átt að leggja af stað til að byrja með miðað við veðuraðstæður auk þess sem að þeir hafi frekar átt að hringsóla yfir flugvellinum í einhvern tíma til þess brenna eldsneyti í stað þess að lenda með nær fulla tanka. Vélin hafi því verið of þung í lendingunni auk þess sem að vélinni hafi verið lent á of miklum hraða. Fréttir af flugi Rússland Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12 Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest frásagnir farþega og áhafnarmeðlima. 6. maí 2019 21:10 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Innsetningarmessa Leós páfá Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Maðurinn sem segist hafa komist síðastur út af þeim sem sluppu lifandi frá flugslysinu á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu er flugvél Aeroflot brann eftir harkalega lendingu segist ekki hafa orðið var við það að farþegar hafi tafið rýmingu flugvélarinnar með því að grípa farangur sinn með sér á útleið. Þetta kemur fram í viðtali við hinn 35 ára gamla Oleg Malchanov, einn af þeim 33 farþegum vélarinnar sem sluppu lifandi frá flugslysinu. 41 lést er flugvélin brann á flugvellinum skömmu eftir lendingu. Myndbönd frá flugslysinu sýna hvernig farþegar komust naumlega út úr brennandi flugvélinni og má sjá að sumir þeirra halda á handfarangri. Reglur flugfélaga gefa hins vegar skýrt til kynna að komi upp neyðartilvik og rýma þurfi flugvél megi ekki taka með sér handfarangur.Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um að mögulega hafi farþegar tafið rýmingu flugvélarinnar með því að taka með sér farangur, en Malchanov segist ekki hafa orðið var við það. „Ég get ekki sagt mikið um farangurinn sem allir eru að tala um. Hann var klárlega ekki fyrir mér,“ sagði Malchanov. Í viðtali við rússneska fjölmiðla lýsir hann því hvernig hann hafi upplifað flugið, brotlendinguna og rýminguna.„Það kom enginn á eftir mér“ Talið er að eldingu hafi lostið í flugvélina sem varð til þess að flugmennirnir hafi tekið ákvörðun um að lenda vélinni. Segir Malchanov vel hafa orðið var við eldinguna og skömmu síðar hafi flugmennirnir sagt ætla að lenda vélinni vegna „tæknilegrar bilunar.“Sjá má á myndböndum að flugvélinni er lent á miklum hraða og við það virðist lendingarbúnaður vélarinnar hafa brotnað og eldur braust í kjölfarið út. Malchanov segir eldinn hafa breiðst hratt út.„Þegar vélin stoppaði ýtti ég konunni minni áfram, það var enginn tími til að ræða saman. Gluggarnir voru að bráðna,“ sagði Malchanov.Hann hafi fundið að hann væri að missa meðvitund en tekist að skríða á gólfinu að flugstjórnarklefanum áður en hann yfirgaf flugvélina.„Ég var sá síðasti sem fór út. Það kom enginn á eftir mér.“Rannsókn á flugslysinu stendur yfir en rússneskirfjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn yfirvaldabeinist einkum að því að flugmennirnir hafi gert röð mistaka sem hafi gert það að verkum að svo fór sem fór.Í fyrsta lagi hafi flugmennirnir ekki átt að leggja af stað til að byrja með miðað við veðuraðstæður auk þess sem að þeir hafi frekar átt að hringsóla yfir flugvellinum í einhvern tíma til þess brenna eldsneyti í stað þess að lenda með nær fulla tanka. Vélin hafi því verið of þung í lendingunni auk þess sem að vélinni hafi verið lent á of miklum hraða.
Fréttir af flugi Rússland Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12 Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest frásagnir farþega og áhafnarmeðlima. 6. maí 2019 21:10 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Innsetningarmessa Leós páfá Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12
Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08
Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest frásagnir farþega og áhafnarmeðlima. 6. maí 2019 21:10