Rekinn eftir að hafa birt mynd af apa í tengslum við fæðingu Archie Atli Ísleifsson skrifar 9. maí 2019 12:27 Danny Baker. Getty Breski fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Danny Baker hefur verið rekinn frá BBC eftir að hann birti mynd af simpansa á Twitter-síðu sinni með textanum „konunglega barnið yfirgefur sjúkrahúsið“. Baker hefur nú eytt tístinu og beðist afsökunar. „Ég hefði notað sömu heimskulegu mynd ef um annað konunglegt barn hefði verið að ræða, barn Boris Johnson eða þess vegna mitt eigið. Þetta er fyndin mynd,“ segir Baker. Á umræddri mynd, sem talin er vera frá þriðja áratug síðustu aldar, má sjá vel klætt par þar sem það leiðir simpansa íklæddum fötum. Margir gagnrýndu Baker eftir að hann birti myndina þar sem hún var talin rasísk vegna húðlitar Meghan. Doria Ragland, móðir Meghan sem kom sérstaklega frá Los Angeles vegna komu barnabarnsins, er svört, en faðir hennar hvítur.Meghan og Harry Bretaprins með Archie litla.GettyTalsmaður BBC segir Baker hafa sýnt fram á alvarlegan dómgreindarbrest og að tístið stríði gegn gildum BBC. Baker muni því ekki stýra vikulegum útvarpsþætti sínum hjá BBC framar. Hinn 61 árs Baker hefur beðist afsökunar og segir að með myndinni hafi hann ætlað sér að benda á að komið sé fram við meðlimi konungsfjölskyldunnar líkt og um sirkusdýr væri að ræða. Einnig segir hann BBC hafa „kastað honum fyrir rútu“. Arche Harrison Mountbatten-Windsor, sonur Meghan og Harry Bretaprins, kom í heiminn á mánudaginn. Að ósk foreldranna mun hann ekki fá sérstakan titil, „jarl“, heldur verður þess í stað kallaður Master. Að neðan má sjá tíst Baker þar sem hann biðst afsökunar.Once again. Sincere apologies for the stupid unthinking gag pic earlier. Was supposed to be joke about Royals vs circus animals in posh clothes but interpreted as about monkeys & race, so rightly deleted. Royal watching not my forte. Also, guessing it was my turn in the barrel. pic.twitter.com/86cQGbAhDc — Danny Baker (@prodnose) May 8, 2019 Bretland Kóngafólk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Breski fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Danny Baker hefur verið rekinn frá BBC eftir að hann birti mynd af simpansa á Twitter-síðu sinni með textanum „konunglega barnið yfirgefur sjúkrahúsið“. Baker hefur nú eytt tístinu og beðist afsökunar. „Ég hefði notað sömu heimskulegu mynd ef um annað konunglegt barn hefði verið að ræða, barn Boris Johnson eða þess vegna mitt eigið. Þetta er fyndin mynd,“ segir Baker. Á umræddri mynd, sem talin er vera frá þriðja áratug síðustu aldar, má sjá vel klætt par þar sem það leiðir simpansa íklæddum fötum. Margir gagnrýndu Baker eftir að hann birti myndina þar sem hún var talin rasísk vegna húðlitar Meghan. Doria Ragland, móðir Meghan sem kom sérstaklega frá Los Angeles vegna komu barnabarnsins, er svört, en faðir hennar hvítur.Meghan og Harry Bretaprins með Archie litla.GettyTalsmaður BBC segir Baker hafa sýnt fram á alvarlegan dómgreindarbrest og að tístið stríði gegn gildum BBC. Baker muni því ekki stýra vikulegum útvarpsþætti sínum hjá BBC framar. Hinn 61 árs Baker hefur beðist afsökunar og segir að með myndinni hafi hann ætlað sér að benda á að komið sé fram við meðlimi konungsfjölskyldunnar líkt og um sirkusdýr væri að ræða. Einnig segir hann BBC hafa „kastað honum fyrir rútu“. Arche Harrison Mountbatten-Windsor, sonur Meghan og Harry Bretaprins, kom í heiminn á mánudaginn. Að ósk foreldranna mun hann ekki fá sérstakan titil, „jarl“, heldur verður þess í stað kallaður Master. Að neðan má sjá tíst Baker þar sem hann biðst afsökunar.Once again. Sincere apologies for the stupid unthinking gag pic earlier. Was supposed to be joke about Royals vs circus animals in posh clothes but interpreted as about monkeys & race, so rightly deleted. Royal watching not my forte. Also, guessing it was my turn in the barrel. pic.twitter.com/86cQGbAhDc — Danny Baker (@prodnose) May 8, 2019
Bretland Kóngafólk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira