Hagsmunaaðilar kaupa samfélagsmiðlaauglýsingar gegn innflutningi á kjöti Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2019 20:00 Úr auglýsingunni sem birtist meðal annars á Youtube. Þar er varað við sýklalyfjanotkun erlendis og ónæmi fyrir þeim. Skjáskot/Youtube Á þriðja tug félagasamtaka í landbúnaði og fyrirtækja í búvöruframleiðslu kaupa nú auglýsingar með áróðri gegn innflutningi á erlendu kjöti á samfélagsmiðlinum eins og Facebook og Youtube. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir verkefnið ekki drög að nýjum þrýstihópi. „Það er ekki skynsamlegt að flytja inn hvaða matvæli sem er þó að það sé hægt. Það gæti skapað fleiri vandamál á eyjunni okkar ef við vöndum okkur ekki,“ eru upphafsorð tæplega einnar og hálfrar mínútu langrar keyptrar auglýsingar sem birtist nú íslenskum netverjum. Titill myndbandsins er „Matvælaöryggi í fyrsta sæti“. Notandinn sem birtir myndbandið heitir „Öruggur matur“. Í lýsingu þess segir: „Aðstæður okkar – hafið og einangrunin – mynda náttúrulega vörn gegn utanaðkomandi hættum. Þessar aðstæður skapa einstakt umhverfi fyrir matvælaframleiðslu og verja hana fyrir sýkingum og sjúkdómum sem víða annars staðar eru landlægir.“ Í lok myndbandsins segir aðeins að auglýsandinn sé Hópur um örugg matvæli og er vísað á vefsíðuna Öruggurmatur.is. Þar kemur fram að 23 fyrirtæki og hagsmunasamtök tilheyri hópnum, þar á meðal Bændasamtök Íslands, Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og MS Auðhumla. Á vefsíðunni er meðal annars fjallað um sýklalyfjaónæmi í samhengi við innflutta kjötvöru og mögulega óræðan uppruna hennar.Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir í samtali við Vísi að fyrirtækin og félögin sem eigi aðild að hópnum hafi lagt fjármuni í verkefnið. Spurður að því hvort að það sé vísir að nýjum þrýstihópi eins og þekkist erlendis segir hann að ekki hafi verið stofnað sérstakt fyrirtæki eða samtök í kringum það. Spurður út í tilefni þess að hópurinn kjósi að ráðast í auglýsingaherferð gegn innflutningi á erlendu kjöti nú vísar Sigurður til umræðu og frumvarps um að opna á innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Hann segir verkefnið þó ekki bein viðbrögð við frumvarpinu sem liggi fyrir á Alþingi. „Við erum að benda á ákveðin atriði sem er rétt og eðlilegt fyrir okkur innlenda framleiðendur að vekja athygli á,“ segir Sigurður. Auglýsingar hafa einnig verið keyptar á Facebook, íslenskum vefmiðlum og á prenti, að sögn Tjörva Bjarnasonar, sviðsstjóra útgáfu- og kynningarsviðs Bændasamtakanna. Um mánaðarbirtingu sé að ræða sem sé að ljúka. Markmiðið sé þó að byggja ofan á vefsíðuna og nota vettvanginn áfram í framtíðinni. Fjárhagsáætlun verkefnisins geri ráð fyrir um átján milljónum króna í verkefnið en ekki sé þó búið að fullfjármagna það enn. Um helmingur fjármagnsins hafi verið nýttur í birtingu auglýsinga og hinn í framleiðslu þeirra. Aðstandendur hópsins hafi stofnað til samstarfsins í kjölfar umræðu um innflutning á ófrosnu kjöti. „Það er ekkert leyndarmál að kveikjan að þessu er bara þessi umræða í tengslum við hráakjötsmálið. Þar eru hagsmunahópar innan landbúnaðarins sem eru sammála um ákveðna þætti sem við erum að vara við,“ segir Tjörvi og nefnir sérstaklega hættu vegna sýklalyfjaónæmis. Landbúnaður Tengdar fréttir Átök um fisk og kjöt á lokametrunum Stór mál bíða afgreiðslu þingsins en sex vikur eru til stefnu. Fullveldið sjálft er undir í umræðum um kjöt og orku. 24. apríl 2019 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Á þriðja tug félagasamtaka í landbúnaði og fyrirtækja í búvöruframleiðslu kaupa nú auglýsingar með áróðri gegn innflutningi á erlendu kjöti á samfélagsmiðlinum eins og Facebook og Youtube. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir verkefnið ekki drög að nýjum þrýstihópi. „Það er ekki skynsamlegt að flytja inn hvaða matvæli sem er þó að það sé hægt. Það gæti skapað fleiri vandamál á eyjunni okkar ef við vöndum okkur ekki,“ eru upphafsorð tæplega einnar og hálfrar mínútu langrar keyptrar auglýsingar sem birtist nú íslenskum netverjum. Titill myndbandsins er „Matvælaöryggi í fyrsta sæti“. Notandinn sem birtir myndbandið heitir „Öruggur matur“. Í lýsingu þess segir: „Aðstæður okkar – hafið og einangrunin – mynda náttúrulega vörn gegn utanaðkomandi hættum. Þessar aðstæður skapa einstakt umhverfi fyrir matvælaframleiðslu og verja hana fyrir sýkingum og sjúkdómum sem víða annars staðar eru landlægir.“ Í lok myndbandsins segir aðeins að auglýsandinn sé Hópur um örugg matvæli og er vísað á vefsíðuna Öruggurmatur.is. Þar kemur fram að 23 fyrirtæki og hagsmunasamtök tilheyri hópnum, þar á meðal Bændasamtök Íslands, Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og MS Auðhumla. Á vefsíðunni er meðal annars fjallað um sýklalyfjaónæmi í samhengi við innflutta kjötvöru og mögulega óræðan uppruna hennar.Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir í samtali við Vísi að fyrirtækin og félögin sem eigi aðild að hópnum hafi lagt fjármuni í verkefnið. Spurður að því hvort að það sé vísir að nýjum þrýstihópi eins og þekkist erlendis segir hann að ekki hafi verið stofnað sérstakt fyrirtæki eða samtök í kringum það. Spurður út í tilefni þess að hópurinn kjósi að ráðast í auglýsingaherferð gegn innflutningi á erlendu kjöti nú vísar Sigurður til umræðu og frumvarps um að opna á innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Hann segir verkefnið þó ekki bein viðbrögð við frumvarpinu sem liggi fyrir á Alþingi. „Við erum að benda á ákveðin atriði sem er rétt og eðlilegt fyrir okkur innlenda framleiðendur að vekja athygli á,“ segir Sigurður. Auglýsingar hafa einnig verið keyptar á Facebook, íslenskum vefmiðlum og á prenti, að sögn Tjörva Bjarnasonar, sviðsstjóra útgáfu- og kynningarsviðs Bændasamtakanna. Um mánaðarbirtingu sé að ræða sem sé að ljúka. Markmiðið sé þó að byggja ofan á vefsíðuna og nota vettvanginn áfram í framtíðinni. Fjárhagsáætlun verkefnisins geri ráð fyrir um átján milljónum króna í verkefnið en ekki sé þó búið að fullfjármagna það enn. Um helmingur fjármagnsins hafi verið nýttur í birtingu auglýsinga og hinn í framleiðslu þeirra. Aðstandendur hópsins hafi stofnað til samstarfsins í kjölfar umræðu um innflutning á ófrosnu kjöti. „Það er ekkert leyndarmál að kveikjan að þessu er bara þessi umræða í tengslum við hráakjötsmálið. Þar eru hagsmunahópar innan landbúnaðarins sem eru sammála um ákveðna þætti sem við erum að vara við,“ segir Tjörvi og nefnir sérstaklega hættu vegna sýklalyfjaónæmis.
Landbúnaður Tengdar fréttir Átök um fisk og kjöt á lokametrunum Stór mál bíða afgreiðslu þingsins en sex vikur eru til stefnu. Fullveldið sjálft er undir í umræðum um kjöt og orku. 24. apríl 2019 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Átök um fisk og kjöt á lokametrunum Stór mál bíða afgreiðslu þingsins en sex vikur eru til stefnu. Fullveldið sjálft er undir í umræðum um kjöt og orku. 24. apríl 2019 08:00