7% þjóðarinnar glíma við afleiðingar heilaskaða Stefán John Stefánsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Mörg hundruð Íslendingar fara í endurhæfingu á hverju ári vegna slysa eða sjúkdóma. Markmiðið með endurhæfingu sjúklinga er að þeir geti náð fótfestu í lífinu á ný og tekið aftur þátt á vinnumarkaði. Til að ná þessu markmiði þarf greiningin að vera áreiðanleg, endurhæfingin þarf að vera sérhæfð og jafnframt er mikilvægt að mat á starfshæfni sé markviss þáttur í endurhæfingarferlinu. Það er stór hópur einstaklinga í þjóðfélaginu sem fær ekki meðferð við hæfi en það eru einstaklingar með ákominn heilaskaða. Eins og staðan er í dag er engin langtímaendurhæfing í boði og jafnframt vantar að byggja upp þverfaglega nálgun í allt endurhæfingarferlið. Ljóst er að aðeins brot af þeim sem hljóta ákominn heilaskaða fær þá endurhæfingu sem þeir þurfa en talið er að 7% þjóðarinnar glími við afleiðingar vegna heilaskaða. Árlega hljóta um 1.500 manns höfuðáverka á Íslandi og helmingur er börn undir 19 ára aldri. Í dag hljóta einungis um 10-20% sérhæfða meðferð en það er bara brot af þeim fjölda sem þarf á meðferð að halda, eftir sitja um 80-90% án greiningar, meðferðar og eftirfylgni. Það vantar langtímaeftirfylgd og fjölbreyttari úrræði að lokinni endurhæfingu, bæði félagsleg og vinnutengd. Alvarlegust er þó staða barna sem hljóta heilaskaða en í heilbrigðiskerfinu er ekki til skilgreint greiningarferli eða formleg endurhæfing fyrir börn með heilaskaða. En hvað tekur við að endurhæfingu lokinni? Örorka! Endurhæfingu einstaklinga með ákominn heilaskaða er ágætlega sinnt að mörgu leyti bæði í einstaklingsmiðuðum og hópmeðferðum, að undanskilinni einstaklingsmiðaðri langtímameðferð og meðferð barna með ákominn heilaskaða. En hvað tekur við eftir að meðferð lýkur á Reykjalundi eða Grensásdeild? Kannski lyfseðill í Gáttinni, klapp á bakið og ósk um velgengni í nýja lífinu! Eftir að endurhæfingu lýkur í heilbrigðiskerfinu þurfa einstaklingar sem hljóta heilaskaða að aðlagast lífinu á ný oft á tíðum sem breyttir einstaklingar og því fylgir gríðarleg óvissa og óöryggi. Eftir margar vikur og jafnvel mánuði í góðu utanumhaldi, umvafðir vernd og umönnun fagaðila og stofnana þurfa einstaklingar að takast á ærið allt sjálfir. Það er enginn sem heldur í höndina á þeim, aðstandendur eru engu nær og blákaldur raunveruleikinn tekur við. Einstaklingar þurfa að fá leiðsögn og stuðning á þessari vegferð til þess að ná fótfestu í lífinu á ný. Í þessari nýju tilveru er algengt að einstaklingar með ákominn heilaskaða einangrist félagslega að meðferð lokinni og margir glíma við þunglyndi og kvíði vegna þessa. Ef einstaklingar sækjast sjálfir eftir því þá er hægt að komast að í starfsendurhæfingu og jafnvel að komast að hjá félagsráðgjafa eða sálfræðingi. Afleiðingar heilaskaða eru m.a. framtaksleysi og skert innsæi og því er ljóst að þeir eru ekki að fara að sækja þessa þjónustu að eigin frumkvæði. Það er gríðarlega kostnaðarsamt fyrir samfélagið að bjóða ekki upp á langtímameðferð fyrir einstaklinga með ákominn heilaskaða – ef hún er ekki í boði þá enda þeir á örorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Mörg hundruð Íslendingar fara í endurhæfingu á hverju ári vegna slysa eða sjúkdóma. Markmiðið með endurhæfingu sjúklinga er að þeir geti náð fótfestu í lífinu á ný og tekið aftur þátt á vinnumarkaði. Til að ná þessu markmiði þarf greiningin að vera áreiðanleg, endurhæfingin þarf að vera sérhæfð og jafnframt er mikilvægt að mat á starfshæfni sé markviss þáttur í endurhæfingarferlinu. Það er stór hópur einstaklinga í þjóðfélaginu sem fær ekki meðferð við hæfi en það eru einstaklingar með ákominn heilaskaða. Eins og staðan er í dag er engin langtímaendurhæfing í boði og jafnframt vantar að byggja upp þverfaglega nálgun í allt endurhæfingarferlið. Ljóst er að aðeins brot af þeim sem hljóta ákominn heilaskaða fær þá endurhæfingu sem þeir þurfa en talið er að 7% þjóðarinnar glími við afleiðingar vegna heilaskaða. Árlega hljóta um 1.500 manns höfuðáverka á Íslandi og helmingur er börn undir 19 ára aldri. Í dag hljóta einungis um 10-20% sérhæfða meðferð en það er bara brot af þeim fjölda sem þarf á meðferð að halda, eftir sitja um 80-90% án greiningar, meðferðar og eftirfylgni. Það vantar langtímaeftirfylgd og fjölbreyttari úrræði að lokinni endurhæfingu, bæði félagsleg og vinnutengd. Alvarlegust er þó staða barna sem hljóta heilaskaða en í heilbrigðiskerfinu er ekki til skilgreint greiningarferli eða formleg endurhæfing fyrir börn með heilaskaða. En hvað tekur við að endurhæfingu lokinni? Örorka! Endurhæfingu einstaklinga með ákominn heilaskaða er ágætlega sinnt að mörgu leyti bæði í einstaklingsmiðuðum og hópmeðferðum, að undanskilinni einstaklingsmiðaðri langtímameðferð og meðferð barna með ákominn heilaskaða. En hvað tekur við eftir að meðferð lýkur á Reykjalundi eða Grensásdeild? Kannski lyfseðill í Gáttinni, klapp á bakið og ósk um velgengni í nýja lífinu! Eftir að endurhæfingu lýkur í heilbrigðiskerfinu þurfa einstaklingar sem hljóta heilaskaða að aðlagast lífinu á ný oft á tíðum sem breyttir einstaklingar og því fylgir gríðarleg óvissa og óöryggi. Eftir margar vikur og jafnvel mánuði í góðu utanumhaldi, umvafðir vernd og umönnun fagaðila og stofnana þurfa einstaklingar að takast á ærið allt sjálfir. Það er enginn sem heldur í höndina á þeim, aðstandendur eru engu nær og blákaldur raunveruleikinn tekur við. Einstaklingar þurfa að fá leiðsögn og stuðning á þessari vegferð til þess að ná fótfestu í lífinu á ný. Í þessari nýju tilveru er algengt að einstaklingar með ákominn heilaskaða einangrist félagslega að meðferð lokinni og margir glíma við þunglyndi og kvíði vegna þessa. Ef einstaklingar sækjast sjálfir eftir því þá er hægt að komast að í starfsendurhæfingu og jafnvel að komast að hjá félagsráðgjafa eða sálfræðingi. Afleiðingar heilaskaða eru m.a. framtaksleysi og skert innsæi og því er ljóst að þeir eru ekki að fara að sækja þessa þjónustu að eigin frumkvæði. Það er gríðarlega kostnaðarsamt fyrir samfélagið að bjóða ekki upp á langtímameðferð fyrir einstaklinga með ákominn heilaskaða – ef hún er ekki í boði þá enda þeir á örorku.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun